Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tvískinnungur Péturs Blöndal
15.5.2011 | 15:14
Pétur Blöndal alþingismaður hugsar allt út frá krónum og aurum, metur bragð og lykt eftir verðinu.
Hann hefur ekki komið í Hörpuna og langar það ekki, til þess segir hann húsið vera allt of dýrt. Pétur hefur nokkuð til síns máls hvað kostnaðinn varðar, ekki vafi á því.
Ef Pétur getur ekki hugsað sér að koma í Hörpuna vegna kostnaðarins, hvernig getur hann þá verið í Sjálfstæðisflokknum, flokki sem hefur kostað þjóðina ófáar Hörpurnar?
Hefðum átt að breyta holunni í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1027594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Auðvitað var húsi dýrt og umdeilt - ég er hinsvegar hálf feginn að verkið var klárað, þar með er möguleiki á að fari að koma inn tekjur á móti þessum gífulega kostnaði og menn þurfa líka að hafa í huga að fleira er verðmæti en peningar...........
Eyþór Örn Óskarsson, 15.5.2011 kl. 15:38
Takk fyrir innlitið Eyþór.
Það var auðvitað vonlaust að ætla að láta húsið standa þarna hálfbyggt árum saman.
En ég er ekki bjartsýnn á að rekstur hússins standi undir sér. En sjáum til, það verður nægur tími til að rífast um það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 16:05
Axel. Hefur þessi Ríkisstjórn sem nú er við völd verið án kostnaðar? Kvað heldur þú að hún hafi kostað okkur margar Hörpur? Hver heldur að þú að borgi Hörpuna?
Vilhjálmur Stefánsson, 15.5.2011 kl. 16:54
Þjóðin borgar Hörpuna Vilhjálmur, hefur einhver haldið öðru fram?
Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega þurft að leggja á þjóðina álögur og gjöld, en hvaðan eiga þær álögur uppruna sinn?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 17:04
Uppruni eins rugls er aldrei réttlætanlegur til þess að halda áfram sóun og rugli.
Hvað ætla menn að gera við Borgarleikhúsið og Háskólabíó nú þegar Sinfónían er flutt?
Hvort tveggja fær að grotna niður í rólegheitunum, ásamt hinum byggingunum sem notaðar hafa verið áratugum saman til hljómlistar og leiklistarflutnings. Ástæðan er einföld listafólk og ráðamenn munu halda því á lofti að það þurfi að nýta þetta nýja hús, vegna rekstrarkostnaðar.
Sindri Karl Sigurðsson, 15.5.2011 kl. 18:37
Dýrasta hús í Reykjavík er að öllum líkindum sjálft Alþingishúsið. Miðað við kostnaðarverð þess sem hlutfall af þjóðartekjum fyrir 130 árum og uppreiknað til dagsins í dag er það væntanlega langdýrasta húsbygging landsins. Af hverju skyldi pétur Blöndal leyfa sér þann lúxús að ganga inn í það?
Harpa er sérhannað hús með tilliti til hljómburðar en ekki sem fangelsi. Bauhaus húsið við Vesturlandsveg móts við Krepputorg er mun heppilegra sem tukthús, meira að segja girðing tilbúin utan við það að hluta. Pétur Blöndal er popularisti sem vill tala rétt eins og skríllinn vill heyra.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2011 kl. 22:30
Vá hvað bloggarar eru að taka hann bókstaflega. Já og fréttamenn...
Hann segir þetta í hálfkæringi. Að það hefði frekar borgað sig að hafa fangelsi heldur en þetta helv. prjál...
Ekki er maður hrifinn af hugmyndum hans Péturs Það er nokk ljós.
En ekki meigum við gleyma því hvaða lýður byrjaði á þessu prjáli...
Jón Ingi (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.