Það er þá munur á kúk og skít

Frú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstýra á Sögu er örg út í hundeiganda sem, að hennar sögn, lætur hundinn sinn gera stykkin sín við garðshliðið heima hjá henni.  Það finnst frú Arnþrúði ekki geðslegt að vonum.

En frúin ætti að hafa í huga, að fleira er skítur en hundaskítur, þegar hún á þessari útvarpsstöð sinni  drullar yfir menn og málefni, sem ekki eru henni að skapi.

Sennilega er það með skítinn eins og peninga, að þangað safnist hann þar sem mest er af honum fyrir.

Frú Arnþrúður heldur áfram að hnýta í Kastljós fyrir umfjöllun þeirra um læknadópið. Hún vill meina að Kastljósi væri nær að fara að fordæmi Sögu og beina skítkastinu að ríkisstjórninni í stað þess að reyna bjarga henni með umfjöllun um þetta einkennilega áhugamál þeirra Jóhannesar og Sigmars.

„Af hverju,“ spyr frú Arnþrúður, „greinir Jóhannes ekki frá nöfnum þeirra sem fóðruðu dóttur hans á eiturlyfjum, hvaða hagsmuni er hann að verja“?  

Smekklegt ekki satt?

Frú Arnþrúður ætti þá að upplýsa hlustendur útvarps Sögu hvaða hagsmuna hún er að gæta þegar hún eys afurðum sínum yfir Kastljósið fyrir frábæra umfjöllun þeirra um læknadópið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Manneskja er greinilega ekki lagi og vonandi er einhver að reyna að fá hana til þess að leita sér hjálpar ..

hilmar jónsson, 1.6.2011 kl. 12:16

2 identicon

Heilir og sælir; Axel Jóhann og Hilmar - sem aðrir gestir, hér; á síðu !

Axel Jóhann !

Vitaskuld; átti Arnþrúður ekki að draga harm Jóhannesar Kr. Kristjáns sonar, og hans fjölskyldu, inn í þessa umræðu.

Afar klént, að mínu áliti.

En; öngvu að síður, má gagnrýna Sigmar Guðmundsson, og slekti hans allt; harðlega, fyrir að nefna ekki einu orði það, sem á okkur lands mönnum brennur, sem var tækifærisgjöf Stjórnarráðsliða, í Febrúar 2009. til handa íslenzku Banka Mafíunni, á okkar kostnað; vel, að merkja.

Þess vegna; skyldi enginn, ekki þú heldur Axel minn, hæla Kastljósi RÚV, fyrir efnistökin, af neinu tagi, Skagstrendingur góður.

Jú, jú. Vond voru; þau Geir H. Haarde og Ingibjörg S. Gísladóttir - en ekki tók betra við, eftir þeirra þátt, í Febrúar 2009, sem;; á daginn er komið, piltar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 13:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Arnþrúður fer æ oftar yfir línuna, hún virðist farin að líta á sig sem einhvern dómara og refsivönd réttlætisins. Vandinn er að hún skilur ekki hugtökin!

Ég skil ekki Óskar hvað það kemur umfjöllun Kastljósins um læknadópið við eða rýrir hana, þó einhverjum finnist þátturinn hafa vanrækt sérstök áhugamál Arnþrúðar og þeirra sem kóa með henni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2011 kl. 20:32

4 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Axel Jóhann !

Jú; í ljósi þess, að þér og mér - sem öðrum heiðvirðum Íslendingum er ætlað, eftir skráveifur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur; hér, um árið, að borga Himinhá gjöld, til þessarrar ofvöxnu stofnunar (RÚV), við Efstaleiti Reykvízkra, getum við gert fullar og óskoraðar kröfur til þess, að þessi stofnun þjóni ÖLLUM landsmönnum - ekki bara; einhverjum Reykjavíkur vandamála specúlöntum, Skagstrendingur vísi.

Er það ekki, lágmarkið, eða hvað, Axel minn ?

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.