Lítið gleður vesæla

Hanna Birna og CoEf við ímyndum okkur að fylgi Hönnu Birnu, samkvæmt þessari frétt, sé hraðinn á farartækinu hennar á leið í vinnuna að efna kosningaloforðin þá er ljóst að fyrir hverja 50 og hálfan metra í rétta átt fer hún 49 og hálfan metra til baka. 

Það er því ljóst, ef fylgið er faratæki Hönnu Birnu, þá má hún ekki búa fjarri ráðhúsinu eigi henni að duga restin af kjörtímabilinu til að ná í vinnuna síðasta daginn.

 

Ánægð með þetta? Já Hanna Birna er gífurlega ánægð.


mbl.is „Ánægjuleg staðfesting“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún fer þó allaveganna áfram skv. þinni hundalógík á meðan hinir fara afturábak. :)

Jónas (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 22:33

2 Smámynd: Hermann

Góður! :)

Hermann, 21.6.2011 kl. 22:43

3 identicon

Hanna Birna er heppin að Jón Gnarr og Dagur eru ekki að gera sig í Borgarstjórn.

Þannig fær hún fylgið. Alveg eins og þegar hún var ekki að gera það gott í Borgarstjórn.

Þá fengu þeir fylgið.

Þannig eru Íslendingar og þess vegna er okkur ekki bjargandi.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 23:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hunda hvað, Jónas! Hér eru sniglar á ferð eða skepnur þaðanaf hægfarari,  ekki vanvirða blessaða hundana!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2011 kl. 23:02

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Hermann og innlitið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2011 kl. 23:02

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála því Birgir, ekki fær hún fylgið út á eigin verðleika, svo mikið er víst.  Nema þá ef það væri út á ofnotaðan varasalvann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2011 kl. 23:05

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Inn með gömlu spillingaröflin og út með hið nýja og ferska ... ég held að íslensk þjóð sé búið að fá of mikið dælt oní sig af geðlyfjum undanfarinn áratug eða lengur og er mig farið að gruna að það séu gömul pólitísk öfl að baki sem sjá sér hag í því að halda sem flestum á geðlyfjum svo það sé hægt að mata almenning með allskonar rugli og bulli og fá það til að kjósa yfir sig gamla draslið aftur.

Sævar Einarsson, 21.6.2011 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband