Hvar er næsta skjól að finna?

Af fréttinni má ráða að áhöfn geimstöðvarinnar  hafi í ofboði forðað sér frá borði. Hvert fór áhöfn alþjóðlegu geimstöðvarinnar þegar hún flúði stöðina?

Hlupu þeir kannski í skjól bak við næsta klett eða leituðu þeir athvarfs í næsta helli meðan ruslið fór hjá?

Flótti frá geimstöðinni hefur auðvitað, eðli máls samkvæmt, ekki verið valkostur, heldur hafa menn rýmt þann hluta stöðvarinnar sem var í mestri hættu og fært sig yfir í öruggari hluta hennar.  

Svo er ekki orð um það í fréttinni hvort skemmdir hafi orðið á stöðinni og áhöfnin, er hún enn í felum?

Er ekki gerð sú krafa á mbl.is að blaðamenn skilji sjálfir það sem þeir skrifa?

 

 


mbl.is Geimstöð rýmd vegna hættu á árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir fóru í Soyuz geimflaugina sem er þarna fest við akkúrat fyrir svona tilfelli.

http://www.universetoday.com/87114/space-junk-forces-iss-crew-to-takes-shelter-in-soyuz/

Jón Grétar (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 13:51

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta var það sama og ég hugsaði.

Hvernig rýmir maður EINU geimstöðina á braut um jörðu?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2011 kl. 14:06

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

"Hlupu þeir kannski í skjól bak við næsta klett eða leituðu þeir athvarfs í næsta helli meðan ruslið fór hjá"

HA HA HA...LOL:)

Friðrik Friðriksson, 28.6.2011 kl. 14:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega, enda flúðu þeir ekki stöðina, heldur leituðu skjóls í Soyuz farinu, sem er auðvitað hluti af stöðinni meðan það er tengt við hana.

Þeir yfirgáfu aldrei stöðina. Þetta var aðeins til öryggis, en ekki neyðartilvik, sem slíkt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.6.2011 kl. 14:38

5 identicon

Verður ekki að láta þá hafa laser, og brynverja stöðina líka. Og svo nokkur flugskeyti....

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.