Kolruglað kerfi

Það er allt of algengt að bilanir í Reiknistofu bankanna stöðvi öll viðskipti ýmist svæðisbundið eða hreinlega á landsvísu, til að það sé ásættanlegt.

Bilanir í Reiknistofunni eða tengingum til hennar stöðva öll viðskipti frá a til ö því fólk notar nánast alfarið greiðslukort í sínum viðskiptum.

Það fer allt á annan endann í verslunum og meira segja í bönkunum sjálfum, sem virðast bjargarlausir,  rofni tengingin við móðurtölvuna í Reiknistofunni. Það er helv. hart að geta ekki keypt mjólk eða brauð í Netto, rofni símalínan til Reykjavíkur.

Hverskonar hálfvita hönnun er þetta kerfi?  Ef símalínan rofnar geta ekki einu sinni bankarnir afgreitt viðskiptavini sína með einföldustu afgreiðslu.  Af hverju er ekki innanhúskerfi  í bönkunum sem tekur við, komi bilun upp í fjarskiptakerfinu, þannig að venjuleg viðskipti geti haldið áfram í bankanum og á  viðskiptasvæði hans?

Þessi hálfvitaháttur getur kostað viðskiptavini  bankanna stórfé. Að geta ekki greitt á í dag, á eindaga, kostar dráttarvexti á morgun.

Ekki þarf nema einföldustu árás tölvuþrjóta til að lama þetta auma kerfi dögum saman. Það er ekki spurning hvort það gerist, heldur hvenær. 


mbl.is Bilun varð í stórtölvu RB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er augljóst að þú hafir ekki hundsvit á því hvernig kerfi RB virkar.

Þetta kerfi er með uppi tíma sem er um 99%. Meðhöndlar fleiri hundruð þúsunda korta færsla á viku,

Villtu vinsamlegt nefna þau algengu tilvik sem hafa komið upp að öll viðskipti í landi hafa stöðvast.

bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 20:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef símalínan inn í RB rofnar þá er landið úti. Bilun í tölvu RB þá er landið úti. Smá bilun í RB og kerfið frýs hér og þar, það gerist aftur og aftur, ýmist þannig að kerfið verður hægvirkara eða frýs alveg.

Bilun í ljósleiðara t.d. milli Grindavíkur og Rvík. þýðir að enginn í Grindavík kaupir mjólk, dömubindi, verkjatöflur eða minnistöflur hr. skarpur.

Viltu vinsamlega bjöggi, nota eitthvað af gáfunum sem þú telur þig hafa umfram aðra, til að gera skilmerkilega grein fyrir þér áður en þú brúkar munn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2011 kl. 20:56

3 identicon

Jesús, En einn bloggarinn að tala út úr afturendanum þegar eitthvað fer útskeiðis hjá ríkisstofnum.

Er ekki hægt að fá IQ test áður en einhver ljóska frá Grindavík byrjar að blogga?

SuzyQ (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 21:17

4 identicon

Hmm sé ekki ennþá að þú sér búinn að nenfna einhver tilvik um bilun hjá RB. Ég vil fá tíma og stað, ekki bara Bilun í ljósleiðara sem RB hefur ekkert með að gera. Svo var þetta líka síhringi kort sem talað var um í fréttinni, ekki venjuleg kredit eða debit kort. Þau virka nær alltaf þó ekkert samband sé við RB.

bjöggi (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 21:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvet er þitt IQ SuzyQ? Skorar varla hátt úr því þú manst ekki hvað þú heitir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2011 kl. 21:31

6 identicon

tíhí. ljóskan úr Grindavík er orðin reið.

SuzyQ (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 21:33

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er að tala um kerfið í heild sinni bjöggi. Það skiptir engu hvar kerfið bergst, hvar bilunin verður, kerfið lokast jafn illa, með sömu afleiðingum fyrir viðskiptavinina.

Skrítið að þú hafir ekki manndóm til að koma fram undir nafni bjöggi ef þú telur þig eiga RB.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2011 kl. 21:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og núna hlægja allir sig máttlausa, svo fyndinn sem þú ert SúsýQ

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2011 kl. 21:45

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég hef reyndar lent í þessu oftar en einu sinni.
Bæði fyrir framan og aftan búðarborðið.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.7.2011 kl. 21:59

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að mér virðist eftir að kreppan skall á og meira áberandi eftir sem líður, þá er meiri bilanatíðni allstaðar, ég lenti í því núna bara á dögunum að hraðinn á netinu skilaði sér ekki til mín, ég varð að opna gmailinn minn með sérstöku hægvirkandi kerfi, sem klippti út alla fídusa. En það er ekki bara netið, það er allt meira og minna, það er meiri bilanatíðni til dæmis í bátum og bílum.  Það er eins og allt eftirlit og viðgerðir hafi minnkað og menn haldi að sér höndum í endurnýjun og slíku, sem er að mínu mati hættuleg þróun, svo ég tali nú ekki um vöruúrval í verslunum.  Þetta er einn angi kreppnunnar í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2011 kl. 22:49

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

bjöggi: Þetta kerfi er með uppi tíma sem er um 99%

Má ég vekja athygli þína á því að frá klukkan 9 á kvöldin og þangað til klukkan rúmlega 9 á morgnana er ekki hægt að stunda bankaviðskipti í rauntíma á Íslandi vegna þess að þá liggur kerfi RB niðri á meðan færslur dagsins eru samkeyrðar og gagnagrunnar uppfærðir. Þetta jafngildir MAX 50% uppitíma. Það hefur meira að segja gerst í seinni tíð að þessar runuvinnslur hafa klikkað og þurft að endurtaka þær, sem hefur ekki klárast fyrr en undir hádegi næsta dag. Þegar svo ber undir hefur fjármálakerfi landsins verið á pásu á meðan.

Nútíma tölvukerfi geta gert þetta í rauntíma án þess að þurfi að taka þau úr sambandi við umheiminn á meðan. Tæknin til þess hefur reyndar verið fyrir hendi um árabil. RB er hinsvegar ennþá að nota stórtölvu, sem flest fyrirtæki hættu að nota skömmu eftir að þær urðu úreltar fyrir nokkrum áratugum síðan, og kerfin sem keyra á þessari tröllskessu eru skrifuð í COBOL, forritunarmáli sem engin forritari undir fimmtugu kann að viðhalda. Þetta eru ekki getgátur af minni hálfu heldur vitneskja úr samtölum við kollega sem hafa unnið hjá RB.

SusyQ: Hver er að tala út um rassinn á sér?

Ingibjörg: Það versta er þegar launagreiðslur lenda í stafrænu limbói.

Ásthildur: Þetta versnaði eftir að RB var breytt í hlutafélag. 

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2011 kl. 23:36

12 identicon

Það er mjög gaman að lesa þessar athugasemdir.  Allir virðast vita nákvæmlega hvernig RB virkar.  RB er ekki ríkisstofnun sem dæmi.  RB er í eigu bankanna að mestu.  RB er ekkert verra eftir að því var breytt í hlutafélag.

Stórtölvur eru ekki úreltar.  Þær eru einmitt búnaðurinn sem þarf til að geta annað öllum þeim færslum sem eiga sér stað í bankakerfinu. Uppitími þeirra er mun meiri en smátölva. 

Ef ljósleiðari frá Grindavík bilar þá er það ekki RB að kenna.  Í mörgum tilfellum virka debet og kredit kort áfram ef undan eru skilin síhringikort.

Eftir 9 á kvöldin eru aðgerðir framkvæmdar í rauntíma ef það væri ekki þá væri ekki hægt að eiga viðskipti með síhringikortum sem dæmi. 

Þetta fyrirkomulag er sem dæmi mun þróaðra en í flestum evrópulöndum þar sem millifærsla á milli banka tekur í það minnsta einn sólarhring og jafnvel meira.  Hér gerist það á innan við 3 sekúndum.

Þvílíkir nöldurpúkar þó svo bankaþjónusta hiksti einstaka sinnum.  Viljið þið borga þann verðmiða sem það kostar að tryggja 100% uppitíma?  Er hægt að vera með 100% uppitíma eins og einhverjir hér virðast telja eðlilega þjónustu?

ss (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 00:17

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Borgum við ekki fyrir 100% þjónustu?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2011 kl. 01:50

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Ég tek undir þína skoðun á þessu hægagangs-kerfi, sem skattborgarar standa undir, og eiga fullan rétt á að virki 100%, í samræmi við skattpeninga-stuðninginn frá almenningi.

Hvaða rök geta réttlætt það á tölvuöld, að sambandið rofni, með tilheyrandi kostnaði og vandræðum? Ég er nú svo gamaldags í hugsun, að ég sætti mig ekki við svona letingja í nútíma-netkerfinu, án skiljanlegra og réttlátra raka!

Það er árið 2011, ef einhver skyldi hafa gleymt því! Það er ekki eins og tæknin sé ný-uppfundin?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.7.2011 kl. 08:50

15 identicon

100% þjónusta er ekki sama og 100% uppitími.  Bílasala getur veitt 100% þjónustu en getur aldrei staðið við 100% uppitíma bílsins sjálfs.  Hefur einhver hér átt bíl sem aldrei hefur bilað?  Hjólbarðar springa t.d. og hægja þannig á aksturshraða.  Það dettur engum í huga að ætlast til þess að hjólbarðar haldi loftþrýstingi 100% tímans. 

Það væri mun eðlilegra að ætlast til þess að flugvélar væru með 100% "uppi"tíma en þær eru samt ekki með það þó svo þær fari mjög nálægt því.  Allt of margar ytri aðstæður herja á öll tæknikerfi til þess að geta tryggt fullkomið kerfi.

RB er ekki rekin á kostnað skattborgara heldur viðskiptavina fjármálastofnana.  Hærri uppitími þýðir einfaldlega aukinn kostnað.  100% uppitími er ekki mögulegur.

ss (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 09:26

16 identicon

Ekki einusinni öryggiskerfi kjarnorkuvera getur verið 100% öruggt

einog dæmin sýna

Grímur (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 10:59

17 identicon

Það er mjög oft sem kerfi bankanna sjálfra feilar og RB er kennt um það. Ekki vera svona vitlaus.

Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 11:08

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir ykkar innlegg, Ingibjörg, Ásthildur, Guðmundur og Anna. svo og aðrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.7.2011 kl. 12:52

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

ss, ég veit ekkert hvernig RB virkar, en ég veit svo sannarlega eins og aðrir hvenær hún virkar ekki.

Ég var í færslunni að tala um kerfið í heild sinni, ekki bara heilann í RB. Það gildir einu fyrir þá sem ekki geta notað kortin sín, hvar bilunin verður.

Það er frábært ss að þú skulir ekki vera nöldurpúki eins og við hin og hafa 100% uppitíma.  Það er dásamlegur eiginleiki að geta synt í gegnum lífið án þess að láta nokkurn skapaðan hlut fara í skapið á sér.

Hjólbarðar springa segir þú! Hvað gerist þá, jú þar sem flestir hafa varahjólbarða þá stoppa þeir í smá stund og skipta um barða og halda síðan áfram för. Töfin verður sama og engin. En í þessu greiðslukerfi er ekkert varadekk, ekkert varakerfi til að grípa til, bíða verður eftir að viðgerð fari fram.

Á meðan er vegurinn lokaður allri umferð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.7.2011 kl. 13:05

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gulli, lastu nokkuð færsluna vinur.

"Bilanir í Reiknistofunni eða tengingum til hennar stöðva öll viðskipti frá a til ö því fólk notar nánast alfarið greiðslukort í sínum viðskiptum."

Ég var að tala um kerfið í heild sinni, frá RB til búðakassans og allt sem þar er á milli.

E.s. Auðvitað er ég vitlaus, en þó ekki verri en það að ég veit hvað ég heiti og get skrifað allt nafnið mitt.

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.7.2011 kl. 13:14

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Grímur, svo skal böl bæta.............

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.7.2011 kl. 13:15

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég kann ráð við þessu: undanfarin misseri hef ég í síauknum mæli stundað viðskipti í reiðufé. Það hefur ýmsa kosti. Ég borga ekki færslugjöld og á meðan peningarnir sitja í veskinu frekar en bankanum eru þeir ekki að fita reikninga ofvaxins fjármálakerfis. Viðskiptin eru órekjanleg og geta farið fram hvar sem er og hvenær sem er, alveg sama hvort það er rafmagnsleysi, sambandsrof eða rekstrartruflun í tölvukerfum. Sem betur fer þá er allsstaðar tekið við reiðufé, ennþá a.m.k. Það útilokar samt ekki rafrænar færslur í þeim tilvikum þar sem það er eini möguleikinn eða bara miklu hentugra, eins og t.d. til að greiða reglulega fyrir fasta útgjaldaliði. Ég hef ekki ennþá gengið svo langt að biðja um að fá laun útborguð í reiðufé, en hægt er að nálgast það með því að fara samdægurs í banka og taka þau út af reikningnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2011 kl. 21:21

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er á móti, Guðmundur, sú hætta að glata fénu, hjálpar- og bótalaust, sé maður með mikið reyðufé á sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.7.2011 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.