Ég tek ofan fyrir Össuri...

...fyrir hans framgöngu í þessu réttlætismáli.

 En skjátlist mér ekki því meir, er fögnuðurinn yfir þessu framtaki Össurar  giska lítill í Valhöll, hvíta húsinu, við Háleitisbrautina. 
mbl.is Lýsti stuðningi við Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hægt að lýsa einhliða stuðning við Palestínu í þessu máli.  Þarf tvo til þess að deila og BÁÐIR deiluaðilar gerst sekir um voðaverk, ekki bara Ísrael.

Baldur (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halló Baldur, er ekki hægt að styðja það að Palestína geti lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis, á meðan Ísrael er á móti því?  Er það þá ekki einhliða ákvörðun Ísraels?  Er það mögulegt en ekki hitt?

Er eitthvað í sögunni sem segir að sjálfstæð ríki skuli vera allra vinir, hef ég misst af einhverju?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2011 kl. 16:32

3 identicon

Sæll.

Það er ekki bara hægt að eigna sér eitthvað landsvæði og lýsa yfir sjálfstæði, landamæri ríkja verða að vera dregin af einhverju viti.

Ríki Palestínumanna þarf einnig að vera lífvænlegt og þeir sem því stjórna eiga ekki og mega ekki vera morðingjar líkt og Hamas menn eru. Palestínumenn ættu sennilega sjálfstætt ríki ef Hamas hefði ekki komið til skjalanna. Hetjurnar í Hamas, topparnir þar, senda fólk í sjálfsmorðsprengjuleiðangra en fela sig svo sjálfa í kjallara sjúkrahúsa svo ekki sé hægt að ráðast á þá sem er ólöglegt.

Ísraelar safna nú skatti fyrir heimastjórn Palestínumanna og afhenda þeim hann því þeir eru ófærir um það. Einnig hafa þeir látið lausa mikinn fjölda fanga í gegnum tíðina til að liðka fyrir viðræðum en ekkert gerist. Báðir aðilar verða að sýna raunverulegan samningsvilja og hingað til hefur hann skort hjá Palestínumönnum m.a. vegna þess að þeir koma ekki heilir fram og eru klofnir. Ef samningur er gerður er þá hægt að tryggja að Hamas haldi hann seinna? Það er nefnilega ógjörningur og Össur skilur þetta engan veginn frekar en aðrir vinstri sinnar. Málin eru snöggtum flóknari en þau líta út fyrir að vera. Simple minds - simple solutions?

Ísraelar eru ekki á móti stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu svo sá misskilningur sé leiðréttur.

Já, nágrannaþjóðir þurfa að vera vinir - slíkt er algert lykilatriði!! Annað er uppskrift að vandræðum. Þú gætir því hafað misst af einhverju - sagan er uppfull af slíkum dæmum, bæði gömlum og nýjum.

Helgi (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 17:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Palestínumenn ættu sér sjálfstætt ríki í dag Helgi, hefði ekki komið til innrásarlið Gyðinga, stutt af flestum þjóðum heims sem töldu flutning þeirra á þetta landsvæði besta kostinn til að losna sjálfir við "vandamálið".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2011 kl. 17:11

5 identicon

Axel, kannast þú ekkert við Balfour yfirlýsinguna frá 1917?

Voru engir gyðingar þarna fyrr en allt í einu 1945? Gerðu þeir s.s. innrás í Palestínu 1945? Staðreyndavillur eru afskaplega bagalegar og erfitt að útskýra þær í burtu þó það vefjist kannski ekki fyrir þér. Gyðingar hafa t.d. verið fjölmennir í Jerúsalem alla tíð og frá 1873 hafa þeir verið meirihluti íbúa ef ég man rétt. Er það innrásarliðið? Erum við innrásarliðið hérlendis sem stendur í vegi fyrir því að Pólverjar eignist sjálfstætt ríki hér? Við vorum hér á undan þeim líkt og gyðingar voru í Palestínu á unda núverandi Palestínumönnum. Ekki trúa mér, kynntu þér söguna og þá rennur vonandi upp fyrir þér ljós og þú áttar þig á því að afstaða þín byggist á vanþekkingu.

Ísraelar hafa samið frið við bæði Egypta og Jórdana þannig að ljóst er að hægt er að semja við þá. Palestínumenn eru hins vegar klofnir og afskaplega erfitt að semja við þá auk þess sem samningsvilja skortir augljóslega hjá Hamas.

Manstu hvað gerðist 6. okt 1973? Voru gyðingar þá kannski líka innrásarliðið?

Helgi (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 17:24

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nefndi ég árið 1945 Helgi? Menn láta í dag eins og Gyðinga"vandamálið" hafi ekki orðið til fyrr en með tilkomu Nasista, einkar hentug eftirá skýring.

Engum hefur virðist hafa líkað sambúð við Gyðinga frá því þeir voru herleiddir frá Júdeu forðum daga, af hverju, veit ég ekki hef aldrei reynt það á eigin skinni. Einhver hlýtur ástæðan að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2011 kl. 17:46

7 identicon

Sæll.

Þú nefndir innrásarlið. Hvaða ártal ertu með í huga? Ég nefndi 1945 vegna þess að þá jókst straumur gyðinga til svæðisins. Ertu kannski með árið 1948 í huga? Hvað með 6. okt. 1973?  

Ástæður gyðingahaturs eru margar og ekki ástæða til að fara út í þær hér en kannski eruþ ær jafn skynsamlegar og svertingjahatur? Er t.d. í lagi að hata gyðinga en ekki í lagi að hata íslamista? Slíkt er útbreitt meðal nokkuð margra vinstri sinna.

Gott dæmi um andúð manna hér og víða annars staðar á Ísraelum er Mavi Marmara málið sem kom upp fyrir rétt rúmu ári. Þar fór hópur "friðarsinna" á skipi sem vildi bara hjálpa aumingja Palestínumönnunum sem Ísraelarnir eru að "kúga" eða hvaða orð var nú notað. Skipverjum var margboðið að leggjast að höfn í Ashdod, láta skoða varninginn og láta svo flytja hann til Gaza landleiðina því Ísraelar eru skiljanlega ekki hrifnir af árásum Hamas frá Gaza og vilja ekki að þeir fái neitt í hendurnar sem hjálpar þeim við það. Hin skipin í hópnum þáðu þetta boð nema Mavi Marmara. Svona tóku vopnlausu friðarsinnarnir á móti Ísraelum þegar búið var að reyna allt:

http://www.youtube.com/watch?v=gYjkLUcbJWo

Þar sem þetta voru friðarsinnar voru þeir auðvitað vopnlausir og gerðu ekkert við morðóða Ísraelana! Um borð voru engin vopn og friðarsinnarnir ætluðu sér ekki að láta skerast í odda:

http://www.youtube.com/watch?v=16sANhzjcC0

Þetta mál sýnir í hnotskurn hvert viðhorf margra til Ísraela er, þeir eru alltaf vondi gaurinn og arabarnir alltaf fórnarlömbin. Nokkuð margir þingmenn hér lítilækkuðu sig með því að gagnrýna aðgerðir Ísraela án þess að þekkja til málsatvika.

Abbas varð t.d. alveg foxillur fyrir ekki svo löngu síðan og neitaði að ganga til friðarviðræðna við Ísraela af því að þeir dirfðust að byggja ný hús fyrir borgara sína í A-Jerúsalem en sá hluti Jerúsalem er nánast eingöngu byggður gyðingum. Það fylgdi þó auðvitað ekki sögunni. Hver er frekjuvargurinn í því máli? Hvar er friðarviljinn?

Ísraelar eru eina siðmennta ríkið á svæðinu en samt hata nánast allir vinstri sinnar þetta ríki. Ísrael er lýðræðisríki, þeir láta ekki pólitíkusa komast upp með glæpi (Ehud Olmert) og þeir kúga ekki og drepa þegna sína og plata þá ekki til að sprengja sig í loft upp. Hvaða önnur lönd á svæðinu geta státað sig af þessu? Ísland getur það varla því ekki er verið að rannsaka sölu Össurar og Árna Þórs á stofnfjárbréfum sumarið 2008. Ísraelar heilaþvo ekki börn með hatri í barnatímum:

http://www.youtube.com/watch?v=XELcNMhkKCo

Hvernig stuðlar svona efni að friðarvilja meðal þjóðarinnar? Þetta er fólkið sem Össur styður og vinstri blokkin! Þú kannski líka? Það er afar erfitt að semja og ræða við svona fólk. Ekki satt?

Helgi (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 18:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað er að vera siðmenntaður Helgi, er það að hugsa nákvæmlega eins og þú, draga að framan línuna við hlandblettinn í nærbuxunum þínum og skítaröndina að aftan?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2011 kl. 18:28

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju kemur þú, svona fróður maðurinn og velmeinandi, ekki fram undir nafni, hvað ertu að fela Helgi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2011 kl. 18:29

10 identicon

Sæll.

Axel, af hverju svarar þú mér ekki efnislega í stað þess að spá í það hve oft ég fer í bað og skipti um föt? :-)

Er ekki óþarfi að vera með einhverjar svona athugasemdir en reyna þess í stað að ræða málið efnislega? Ég er einfaldlega ósammála þér Axel og mér finnst miður ef þú tekur ekki rökum heldur víkur þér undan því að svara mér efnislega.

Hafðu það gott :-)

Helgi (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband