Er eitthvað að marka fréttir?

Í kvöldfréttum í gær, á báðum sjónvarpstöðum, RÚV og Stöð tvö,  var greint frá óhappinu í Múlakvísl þegar rútan sem notuð var til að flytja fólk yfir ána festist og grófst niður. Báðar stöðvarnar gerðu sig sekar um bein ósannindi þegar sagt var á þeim báðum að rútan hefði farið á hliðina og jafnvel oltið.  

Í innganginum á fréttinni á RUV sagði;  „....rúta með 19 manns valt í Múlakvísl í dag....“, í fréttinni sagði svo „.....rútan var á leið yfir ána þegar skyndilega grófst undan henni með þeim afleiðingum að hún valt á hliðina...“

570472Svipað var uppi á teningnum á stöð tvö. Myndir sem fylgdu fréttunum sýndu allt annan veruleika. Rútan fór aldrei á hliðina, hún hallaði aðeins lítillega upp í strauminn, fjærri því að liggja á hliðinni, hvað þá að hafa oltið.

Hvað veldur þessu, er það algert skilningsleysi fréttamanna á mæltu máli,  eða er það þörf þeirra að mála hlutina sem dekkstum litum til að  dramasera fréttina sem mest? Var veruleikinn í þessari uppákomu ekki nægjanlega alvarlegur?

Menn hljóta að spyrja sig hve mikið sé að marka frásagnir fréttamanna á þessum fréttastofum, þegar engar myndir fylgja, sem leiðrétt geta frásagnir þeirra? 


mbl.is Biðröð við Múlakvísl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband