Þjóðarsorg á Norðurlöndum

Það er ekki ofsögum sagt að atburðirnir í Osló og Utøya séu átakanlegasti atburðurinn á Norðurlöndum í áratugi. Þetta snertir okkur Íslendinga ekki síður en Norðmenn, það er eins og þetta hafi gerst í okkar eigin bakgarði, þetta snertir alla Norðurlandabúa djúpt.

Það ríkir þjóðarsorg á Norðurlöndum.

Þetta gerist vegna haturs, haturs einstaklings á Norsku þjóðfélagsgerðinni og stjórnvöldum. Morðinginn mun vera  félagi í samtökum hægri öfgamanna og mun ekki hafa farið leynt með útlendingahatur sitt og þjóðernishyggju.

Því miður höfum við bæði hér á moggabloggi og víðar horft upp á sjúkleg skrif í anda þessa auma manns. Eftir þennan hræðilega atburð í Noregi er full ástæða til að taka alvarlega skrif manna sem vilja hengja ráðherra, eitra fyrir þeim eða senda þeim kúlu í hausinn.

Þessir atburðir eru þeim sem halda úti bloggsíðum þörf áminning um hættuna sem leynst getur í slíkum skrifum, sem þeir virðast sumir hverjir hafa litið á sem hressandi pólitískan rétttrúnað.  

Slík skrif geta hæglega velt sjúkum einstaklingum fram af brúninni, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, eða beinlínis skapað slíka menn.

Ég hvet alla Íslendinga til að sýna Norsku þjóðinni samhug og samstöðu með því að draga þjóðfánann okkar í hálfa stöng í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 23.7.2011 kl. 08:42

2 identicon

Snargeggjaður ofurkrissi, þeir eru nokkrir hér á mbl, mbl flaggar þeim á forsíðunni;

Þetta er algerlega hræðilegt

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 08:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sumir kunna ekki að skammast sín eða vita hvenær þeir ættu að halda kjafti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2011 kl. 09:03

4 identicon

Ég tok einmitt eftir þessu hjá Villa ruglukolli, maðurinn er líklega veikur ha

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 09:07

5 identicon

Ég las betur í gegnum þetta þrugl í Villa, ég hugsa að best sé fyrir yfirvöld að hafa auga á karlinum; Jafnvel ætti hann að íhuga að fara sjálfur í geðrannsókn

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 09:16

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

villi vitleysingur er bara eins og hann er..

Óskar Þorkelsson, 23.7.2011 kl. 09:20

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skelfilegt í alla staði.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2011 kl. 10:17

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann er ekki af baki dottinn hann Valdimar H. Jóhannesson, sjá hér, smekkleysisfærsla hans frá í gær var öðrum að kenna og honum er mjög brugðið yfir athugasemdum um færsluna sem hann segir að hafi verið haturs og öfgaskrif sem hafi farið út fyrir öll siðleg mörk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2011 kl. 11:22

9 identicon

Bloggið hjá JVJ, takið eftir hvernig þeir blanda islam inn í þetta ásamt einhverju öðru; Forðast algerlega að segja að þarna var ofurkrissi á ferð.. svo fara þeir með bænir.

Fucked

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 12:57

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

langar til að senda þér einkaskilaboð doctorE.. hvernig fer ég að því ?

Óskar Þorkelsson, 23.7.2011 kl. 13:26

11 identicon

Ég er með netfang. doctore@visir.is

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 13:34

12 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Það verður að teljast alvarlegt, að nær daglega séu birtar á moggablogginu hótanir í garð stjórnvalda, svo sem að sprengja upp stjórnarráðið, eða að skjóta tiltekið fólk, eða að "gera fólk óskaðlegt", sem þýðir samkvæmt mínum skilningi að ganga frá því á einhvern hátt eða drepa. Hvað veldur því að moggabloggið er orðinn slíkur vettvangur öfgahægriaflanna veit ég ekki, en þetta versnaði um allan helming þegar ónefndur maður tók við ritstjórn moggans. Hugsanlegt er að bloggstjórarnir séu svo þrúgaðir af hans nærveru, að þau telji sig þurfa að ganga erinda öfgaaflanna, þó svo að ónefndi maðurinn sé ekki með puttana í daglegri stjórnun bloggsins.

Sveinn R. Pálsson, 23.7.2011 kl. 14:24

13 identicon

Komið þið sæl; Axel Jóhann - og aðrir gestir, þínir !

(að; undanskildum ''Sönnum Íslendingi'', sem hefir reynst SVIKULL vera, mun fremur)

Svo; leiðréttur sé, málflutningur Sveins Rosenkranz Pálssonar - í eitt skipti fyrir öll, vil ég taka fram - og árétta; að mín meining hefir jafnan verið, að það fólk, sem ábyrgð ber, á andlegu þjóðarmorði Íslendinga - á undan förnum árum, sem og í samtímanum : Davíð Oddsson - Halldór Ásgrímsson - Jón Baldvin Hannibalsson - Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, eiga að sæta LÍFSTÍÐAR ÚTLEGÐARDÓMI eða sæta, að öðrum kosti LÍFSTÍÐAR DÝFLISSUSETU, fyrir purrkunnarlaus hryðjuverk sín, á hendur landi og fólki og fénaði öllum, á umliðnum árum og áratugum !!!

Axel Jóhann; síðuhafi og fornvinur, góður !

Meðan; S.R. Pálsson, fær óhindrað, að iðka sinn hráskinnaleik, á þinni síðu - sem annarra, er ekkert von á góðu, með framvindu brýnna bylt ingaraðgerða, í landi okkar - og; mögulegra úrbóta, með góðra manna hjálp.

Hann reynir; sem nokkrir annarra, að verja liðónýtt hvítflibba- og blúndu kerlinga stjórnarfarið, sem komið hefir hér öllu. á annað hjar.

S.R. Pálsson; er áþekkur AMX pótintátum - auk ýmissa annarra, að því leytinu, að séu RÉTTU FLOKKS litirnir umvafðir tilteknum stjórnmála mönnum, skuli þeir varðir, hvað; sem tautar og raular.

Slíkir; skemma aðeins fyrir okkur, sem viljum rétta hlut Alþýðunnar, gagnvart yfirgangi Banka Mafíunnar. eins fjölmargra anga, hinnar íslenzku Mafíu, m.a.

Þannig að; spyrja má, hvort skrif S.R. Pálssonar séu fremur fallin, til aukinnar eindrægni og samstöðu - gegnt óbilgirni og yfirgangi þeirra, sem betur mega.

Ígrunda þú; Axel Jóhann, þessi sjónarmið mín vel, áður en þú kynnir að taka til andsvara, að einhverju leyti, minnar málafylgju.

Ég er; með þeim ósköpum gerður, að láta ekki stjórnast að veðri og vindum þessa dags, fremur en hins - heldur; stend staðfastur, gegn niðurrifsöflum ALLRA flokka ókindanna, Skagstrendingur góður.

Með beztu kveðjum - öngvum; til Sveins Rosenkranz, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 15:17

14 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég sé að einn ofstækismaðurinn er einmitt kominn hér á síðuna, með innlegg nr. 13. Ég hvet alla til að lesa það sem hann hefur komist upp með að skrifa á sitt blogg.

Sveinn R. Pálsson, 23.7.2011 kl. 15:23

15 identicon

''Ofstæki'' mitt er slíkt, að ég á ekki fyrir málungi matar - og lifi í kröm, algjörlega.

Það; eru líklega, sanngjörn örlög, mér til handa, að mati illmennisins, í athugasemd þess, nr. 14.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 15:27

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég bið menn að gera ekki bloggið að vígvelli. Og ég mun ekki gerast hanaslagsdómari, þó gestir séu ósáttir hvor við annan. Hér er ekki lokað á nokkurn mann og engum skrifum eytt, meðan ekki er hvatt til óhæfuverka.

Þótt bloggið sé öllum opið til athugasemda, þá eru tveir eða þrír menn ekki auðfúsugestir, þó þeim sé ekki meinuð innganga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2011 kl. 17:33

17 identicon

Sæll jafnan; Axel Jóhann - og þorri gesta, þinna, á ný !

Axel Jóhann !

Nei, sökum fornra tengsla minna, við þig, mun ég leitast við, að gera ekki þína ágætu síðu, að neinum Orrustuvelli, viljandi, að minnsta kosti.

Auðvitað; má sjá á skrifum mínum, hversu komið er málum, að nokkru - en sízt vildi ég særa þann ágæta gestgjafa, sem þú hefir jafnan viljað vera, hér um slóðir, Skagstrendingur vísi.

Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband