Fimm vasaklúta yfirlýsing
20.8.2011 | 14:15
Þær verða æ skrautlegri útskýringarnar og afsakanir Iceland Express á eigin aumingjahætti. Þeir sem kaupa þessa útskýringu blaðafulltrúa Pálma Haraldssonar athugasemdalaust, rétti upp hönd! Má ég sjá hve margir, já eins og ég hélt enginn!
Ég hef sjálfur setið í flugvélum í millilendingum á meðan eldsneyti var dælt á vélarnar. Í eitt skiptið í Montreal í Kanada var farþegum ekki hleypt frá borði þótt stoppið hafi orðið um einn og hálfur tími í það heila. Það var alfarið ákvörðun flugstjóra. Ekki varð þess vart að farþegar upplifðu sig í einhverri hættu á meðan eldsneytinu var dælt og ekkert slökkvilið umkringdi vélina á meðan.
Þrátt fyrir að starfsmaður IE hafi framkvæmt kraftaverk, að sögn Heimis, og verið í 30 klukkutíma með hópnum að leysa þeirra vandamál, sá félagið samt enga leið til að koma upplýsingum til farþegana þar sem það var ekki hægt í gegnum airport.is eða með símtali við hvern og einn!!
Ástæða þess, að sögn Heimis, að IE lét farþegana bíða í algerum upplýsingaskorti, var sú að þeir vildu ekki vekja falsvonir hjá farþegunum með ónákvæmum fréttum. Hjartnæmara gerist það varla, þetta er fyllilega fimm vasaklúta yfirlýsing.
Ekki verður annað skilið á Heimi en farþegar IE séu helvítis hænsn sem blaðri sín á milli einhverja helvítis vitleysu og breiði út kjaftasögur um félagið. Ekki fer á milli mála hvaða álit IE og blaðafulltrúi þess hafa á því fólki sem flýgur með þeim.
Þeir sem láta bjóða sér framkomu þessa "þriðjaheimsflugfélags" oftar en einu sinni hafa fyllilega unnið fyrir áliti félagsins á þeim.
![]() |
Búið að borga fyrir flugvélina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.