Víða eru matarholurnar

Talsmenn sveitarfélagana ryðjast hver um annan þveran í fjölmiðlum og fréttatímum að útlista hve erfitt það verður sveitarfélögunum að mæta kostnaðinum við samningana sem þeir gerðu við leikskólakennarana.

Allir skulu fá að vita að afleit útkoma á rekstrareikningum sveitarfélagana verður ekki kjörnum stjórnendum þeirra að kenna heldur ósanngjörnum og frekum leikskólakennurum, þeir beri ábyrgð á niðurskurði framkvæmda og hækkunum á gjaldskrá og þjónustu.

Þessi fjölmiðla taktík  sveitarstjórnarmanna er farið að minna illa á Ernu Hauksdóttur talsmann ferðaþjónustunnar sem mætir inn á stofugólf með raunasögurnar um leið og einhverstaðar stíflast ræsi.

7% upphafshækkun launa eru nú ekki þau ósköpin að allt fari á hliðina. Ég minnist þess ekki að talsmenn sveitarfélagana fylli út í fréttatímana þegar þeir í annan tíma lauma hækkunum á gjöldum og þjónustu á íbúanna.

En niðurskurður er ekki alltaf af hinu illa, ef skorið er á réttum stöðum. 500 manna sveitarfélag eitt úti á landi gæti fjármagnað allan kostnaðinn og gott betur með smá „niðurskurði“. Hjá þessu sveitarfélagi starfar markaðsráðgjafi!  Hvorki meira né minna.

Enginn utan hreppsnefndarinnar virðist vita hlutverk hans og  verksvið, utan að makka rétt á fjögurra ára fresti. Telja mætti að varanleg tilfærsla hans úr starfi teldist frekar ráðdeild en niðurskurður.

Til að mynda eru hér í Grindavík 2 byggingarfulltrúar en aðeins tvö eða þrjú hús í smíðum. Þrátt fyrir kreppuna hefur engin breyting orðið á þessu sviði bæjarins frá því allt var sem vitlausast og brjálaðast í byggingariðnaðinum fyrir hrun.  Svo mikið er samt að gera hjá þeim köppum að byggingaraðili þurfti í nóvember s.l.  í tvígang að fá byggingarfulltrúa úr Reykjanesbæ fyrir  steypuúttekt.

Ég hef trú á að víða sé í yfirstjórnum sveitarfélaga slíkar matarholur, sem hægt væri sársaukalaust,  án þess að nokkur taki eftir því, að ráðstafa í launahækkun leikskólakennara.  


mbl.is Sveitarfélögin skoða hvernig launahækkun verður mætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég var einmitt að hugsa þetta sama.  Nú byrjar söngurinn um hvað dýrt sé fyrir sveitarfélögin að borga þessu himinháu laun sem leikskólakennarar fá. Fyrir mér er þetta bara hlægileg átylla, og að reyna að koma samviskubiti inn hjá þessum konum.  Svei því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.8.2011 kl. 12:15

2 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; og aðrir gestir, þínir !

Satt; og rétt, í allan máta, Axel Jóhann.

Bæjarstjórar - sveitarstjórar; auk annarra yfirstjórnenda, eru svo á Milljónar króna Mánaðarlaunum, margir hverjir - og; ekki eru vanhöldin, á Hirð lifnaði þessa fólks, víðast hvar.

Í millistjórnuninni; eru svo alls konar afætur aðrar, sem okkur er ógjörningur í að ráða, hvað; yfirleitt hafa, fyrir stafni.

Ásthildur Cesil; getur vottfest sjálf, um hver ''hagræðingin'' hefir verið, í samsteypu allra Hreppanna vestra, sem lagðir voru undir Ísafjörð, til dæmis, og veit ég, að hún staðfestir það, af einurð.

Maharajarnir (smákóngarnir); austur á Indlandi, voru ekki hálf drættingar í munaði og flottræfilshætti, í samanburði við íslenzku smákóngana, í sveitarfélögunum, hérlendis.

''Hagræðingin''; sem ''Sjálfstæðismenn'' og ''Samfylkingin'' hafa hvað mest gasprað um, með samruna Hreppa, af ýmsum stærðum, eru LYGAR einar þegar kurl hafa komið til grafar, gott fólk.

Þegar; harðnað hefir á Dalnum, hafa þessir ræflar (stjórnendur sveitar félaganna) einatt skert kjör ræstinga fólks, og annarra þeirra, sem á lægstu launaþrepum standa, og oftlega; hækkað sín eigin laun, í leiðinni.

Vorið 1998; skulduðu Stokkseyringar og Eyrbekkingar, um 40 Þúsundir króna, á hvern íbúa - í dag; 13 árum eftir samrunan við Selfyssinga, skulda þeir, um 1200 Þúsundir króna, á hvern íbúa - og Ráðhús Selfoss (nota ekki; orðskrípið Árborg) er að stærð, við 2 - 3 ráðuneyti, suður í Reykjavík.

Svo; dæmi sé nefnt.

Tölur þessar; gaf mér sannferðugur og trúverðugur maður, við sjávar síðuna Sunnlenzku, á dögunum.

Þetta; var nú öll hagræðingin, á þeim bæjunum, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband