Að sitja á sínum strák

CARTN8~1Það er spurning hvort Dominique Strauss-Kahn læri sína lexíu af þessu og sitji á strák sínum framvegis,  í bókstaflegum skilningi.

Sögurnar sem af honum fara segja okkur að það sé sennilega borin von og hann fái það sem hann eigi skilið í fyrr en síðar.

  


mbl.is Málið gegn Strauss-Kahn fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En af hverju var þessi kona að ljúga. Segjir það ekki eitthvað um hana? Var hún ekki bara að ljúga þessu öllu? Ef svo er þá á hún skylið fangelsi.

Óli (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 18:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var konan að ljúga? Hvað með aðrar konur sem hafa sömu sögu að segja, ljúga þær?

Hvort sem þetta tilvik er satt eða logið er ljóst að garpurinn er ekki við eina fjölina feldur í þessum málum, maður með fortíð!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2011 kl. 18:29

3 identicon

"Hvað með aðrar konur sem hafa sömu sögu að segja, ljúga þær? "

Sé ekki að ég hafi minnst á aðrar konur.  

Ég ætla svo sem ekki að vera dómari í þessu máli. Ég var bara að lesa þessa frétt. Dæmi hver fyrir sig. Hún er að minnsta kosti ekki saklaus þessi kona.

www.dv.is/frettir/2011/7/1/vitnisburdur-thernunnar-gloppottari-en-adur-var-talid/

lygi 1.

 Í yfirlýsingu sinni í dómsal sagðist hún hafa sagt yfirmanni sínum frá athæfi Strauss-Kahn strax eftir að hann var farinn. En í reynd þá þreif hún herbergi Strauss-Kahn ásamt öðru herbergi við hliðina á því, áður en hún lét vita af misnotkuninni.

 lygi 2.

 Þá hefur þernan orðið uppvís að veigamiklum lygum í umsókn sinni um pólitískt hæli, sem hún sendi yfirvöldum á sínum tíma. Í bréfi sem ákæruvaldið sendi dómaranum kemur fram að konan hafi logið um að eiginmaður hennar hafi verið pyntaður í fangelsi og látist í kjölfar þess. Þá laug hún um að henni hafi verið nauðgað af hópi manna í heimalandi sínu í Gíneu. Þetta sagði hún til þess að auka líkurnar á því að hún hlyti hæli. Hún hlaut erindi sem erfiði.

 (Hún hefur semsagt logið til um nauðgun áður)

lygi 3.

Þá varð hún einnig uppvís að því að ljúga á skattaframtali sínu, en hún kvaðst vera foreldri barns sem var í raun og veru barn vinkonu hennar, til þess að fá hærri endurgreiðslu frá skattinum. 

Óli (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 18:53

4 identicon

Reyndar innihélt lygi 2 þrjár lygar. Þannig að þetta eru sem sagt 5 lygar í það heila. Sem sagt já konan var að ljúga og það allsvakalega miðað við þessa upptalningu.

Óli (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband