Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Guðnagrín
10.9.2011 | 11:41
Það er alltaf gaman að Guðna Ágústsyni hann er grínisti góður og er því sjaldan, sem aðrir slíkir, tekinn alvarlega og vart ástæða til.
Guðni heggur í þessari grein að Bryndísi Gunnlaugsdóttur bæjarfulltrúa í Grindavík og segir að hún ætli að hanga á bæjarstjórnarlaunum sínum þrátt fyrir úrsögn úr Framsóknarflokknum og afsögn sem varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Guðni er með öðrum orðum að senda henni þau skilaboð að henni beri, fyrir liðhlaupið, að hverfa úr bæjarstjórninni.
Þessi orð Guðna, ef þau eru ekki grín eins og öll greinin, verða vart skilin á annan veg en smalastrákurinn Ásmundur Einar Daðason liðhlaupi úr VG og núverandi þingmaður Framsóknar, hangi líka óverðskuldað á sínum launum.
Þar sem Guðni er samkvæmur sjálfum sér, jafnt í gríni sem alvöru, verða orð hans vart skilin á annan veg en að hann telji að Ásmundur eigi að búa sig nesti og nýjum skóm, kveðja Alþingi og koma sér heim í sína af-Dali, hið snarasta.
Rætnar árásir aðildarsinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1027594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Athugasemdir
EInmitt, en þú veist nú að þeir hafa aldrei sömu skoðun á því hvort hlutirnir snúa að þeim eða öðrum. Gott dæmi um hræsni og siðleysi er Þórunn Sveinbjarnar, geri ráð fyrir að þú hafir heyrt í henni í Kastljósi.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2011 kl. 12:21
Aldrei hefur álit mitt á Þórunni Sveinbjarnar risið hátt og ekki jókst það eftir Kastljósþáttinn. Sveiattann!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 12:37
Ég held að það væri þá einnig holt að skoða hvernig það hentaði Guðna að hætta á þessu andartaki út frá eftirlaunamöguleikum hans.
Það er mjög margt sem bendir til þess að Guðni hafi vitað fyrirfram um þær hremmingar þjóðin hafði nýlent í þegar hann hætti.
Opinberlega voru hann og Davíð hinir mestu mátar og það meðan mestu árásirnar beindust að Davíð í stóli bankastjórans
Kristbjörn Árnason, 10.9.2011 kl. 12:53
Tek undir sveiattann
Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2011 kl. 13:09
Það hefur, Kristbjörn, aldrei verið gefin fullnægjandi skýring á mjög svo óvæntu brotthvarfi Guðna úr stjórnmálum. En kannski er þar ekkert til að útskýra.
Kannski var brotthvarfið bara grín hjá Guðna. Svo hlægjum við öll þegar einhver fattar brandarann í fyllingu tímans.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 13:14
Seint mun mér finnast Guðni fyndinn, en hlægilegur er hann vissulega..
hilmar jónsson, 10.9.2011 kl. 13:50
Heill og sæll Axel Jóhann - sem og, aðrir gestir, þínir !
Axel Jóhann !
Ágæt lýsing þín; á Guðna Ágústssyni, frá Brúnastöðum, svo sem.
Rétt; að minna þig á, sem aðra lesendur og skrifara þína, að Guðni; ásamt Þorsteini Pálssyni og Margréti Frímannsdóttur, aðhöfðust EKKERT, þegar fornvinur minn og félagi, Eggert Haukdal á Bergþórshvoli austur, barðist EINN þingmanna Suðurlands, fyrir tilvist Hraðsfrystihúss Stokkseyrar h/f; árin 1987 - 1992.
Hins vegar; varðar mig lítið um, einhverjar viðsjár, millum þeirra Norður- Ameríkana, sem Íslendingar eru nefndir, og þykjast sækja fast, að komast undir feldi Evrópskra nylenduvelda ribbalda, suður á Brussel völlum, Skagstrendingur vísi.
Sem; er jú fásinna ein, út af fyrir sig - sem mont og merkilegheit.
Alveg; una Grænlendingar og Færeyingar við sitt, og miklast ekki af, enda ekki nema um eða yfir 50 Þúsundir manna, sem byggja þau lönd.
Mikið; gætu sjálfbirgingslegir Íslendingar lært, að þessum nágranna- og vinaþjóðum, í vestri og austri, fornvinur góður.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 14:37
Jú, jú, Hilmar Guðni er góður grínari, svo góður að menn hættu að gera greinarmun á honum og Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu. Menn héldu jafnvel, þegar þeir hittu Guðna, að þeir væru að tala við Jóhannes í gervi Guðna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 16:10
Það er gaman að því Óskar, að þeir sem harðast berjast gegn ESB eru sömu mennirnir og sömu flokkarnir börðust hvað ákafast fyrir því að Kaninn sáði sér sem mest og víðast um landið með sitt hermang.
En það verður að viðurkennast að kúkurinn úr þeim þarna vestra er til muna betri til neyslu en taðið úr þeim eystra.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 16:26
Komið þið sæl; að nýju !
Axel Jóhann !
Þakka þér fyrir; andsvör skýr og skorinyrt, sem vænta mátti, Skagstrendingur góður.
Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 19:46
Það er ekki frá því, að mér finnist eftirlíkingin skemmtilegri en orginallinn
Kristbjörn Árnason, 10.9.2011 kl. 20:14
Eftirlíkingin hefur fleiri karektera á takteinunum, það er ljóst og fjölhæfari að því leytinu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.