Aðeins hálfur sannleikurinn

ObamaÁhrifarík en jafnframt átakanleg er hún myndin af Obama forseta, með konu sína og Bush að baki sér, skoða minnisvarðann um fórnarlömb þessa voðaverks.

Myndin endurspeglar í senn það besta og það versta í mannskepnunni.

En þetta er aðeins hálf myndin, hálfur sannleikurinn. Á myndina vantar að baki þeirra minnisvarðann um alla þá sem hafa fyrir litlar eða engar sakir fallið fyrir vopnum Bandaríkjamanna um allan heim síðustu áratugina.

Á þeim minnisvarða væru nöfn manna, kvenna og barna sem myrt hafa verið með sprengjum þeirra og fallbyssum  í þágu pólitískra og efnahagslegra hagsmuna Bandaríkjanna,  en framkvæmt í nafni friðar og mannúðar.


mbl.is Sex þagnarstundir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Svo satt og rétt Axel....

hilmar jónsson, 11.9.2011 kl. 14:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hugsaði ég einmitt þegar ég horfði á erlendar fréttastöðvar í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2011 kl. 17:25

3 identicon

Rétt það. Sennilega munu Þeir mjólka þetta um ókomna tíð til þess að réttlæta alla þá hernaðarleiðangra sem þeir hafa áformað.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 20:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er orðið eins og á Sturlungaöldinni á Íslandi. Einhver var drepinn og síðan fylgdu í kjölfarið hefndardráp á víxl milli ætta á meðan menn höfðu þrek til.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2011 kl. 11:32

5 identicon

Stríðsrekstur er það sem þeir lifa fyrir, eða það er það sem þeir hafa sýnt í gegnum árin og ekki eru þeir hræddir við að nota "auga fyrir auga" þegar það snýr að örðum en þeim sjálfum. Þeir munu gera allt til þess að geta haldið áfram þessum sandkassaleik.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.