Fjórflokkafjósið

Ráðning Páls Magnússonar í stöðu forstjóra bankasýslu ríkisins  er  að verða leiðinda mál, hvernig sem á það er litið. Maður bar þá von í brjósti að breytt hugsun hefði hafið innreið sína eftir kollsteypuna miklu og að ráðning hans hafi verið vísbending um það.  (Sjá eldra blogg um sama mál)

En allt bendir til að svo hafi ekki verið, þó ljóst megi vera að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki haft puttana í ráðningarferlinu og útkomu þess. Þó hugur hafi eflaust fylgt máli hjá einhverjum pólitíkusum um vilja til breytinga, að skapa nýtt Ísland upp úr hruninu, þá hefur sú hugsun aldrei náð út fyrir sali Alþingis og inn í stjórnkerfið, þannig að gagn væri að.

Þetta ráðningarferli verður því ótrúverðugra sem meira er um það fjallað. Það virðist ekki vera annað en staðfesting á því gömlu góðu flokksstimplarnir séu enn í fullu gildi í stjórnsýslunni og embættismannakerfinu og að þar ríkir langt í frá fersk og ný hugsun.

Gamla gjörspillta embættismannakerfið situr enn sem fastast, eins og krabbamein á þjóðarlíkamanum. Allir flokkar stunduðu það grímulaust alla lýðveldistímann og fram að hruni að koma sínum flokksmönnum fyrir í stjórnunarstöðum sem mest þeir gátu.

Ekki þarf að efast um hvernig kerfið var orðið mannað og hvaða litur var komin á laufin á trjánum í embættismannagarðinum eftir 18 ára nánast samfelda stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun og lengst af í samvinnu við Framsóknarflokkinn.

Ef flokkarnir meina eitthvað af því sem þeir segja og stjórnarandstaðan ekki hvað síst, þá blasir verkefnið við, moka embættismanna flórinn í fjórflokkafjósinu og innleiða nýja hugsun og starfshætti, sem allir virðast, í orði kveðnu, sammála um.


mbl.is Segir ráðninguna hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Trúi ekki öðru en að brugðist verði við þessu ranglæti og ráðningin endurskoðuð.

hilmar jónsson, 6.10.2011 kl. 12:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og ekki bara þessi eina ráðning, það verður allt að vera undir. Það er greinilega ekki nóg að ríkisstjórnin haldi að sér höndum og hafi góðan ásetning um að láta mannaráðningar "ganga eðlilega fyrir sig".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 12:39

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sannarlega orð í tíma töluð. Það þarf aldeilis að munda rekurnar og moka þennan flór.

Sigurður Sveinsson, 6.10.2011 kl. 12:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2011 kl. 12:58

5 identicon

Sæll.

Hér gleymist alveg að nefna að Capacent (held ég muni rétt) sá um ráðningarferlið. Það fyrirtæki stendur því eftir rúið trausti. Ekki satt? Ábyrgð þess fyrirtækis sem tekur svona að sér þegar útkoman er svona einkennileg hlýtur að vera mikil.

Ég held að allir sjái að hæfasti umsækjandinn var ekki ráðinn þó PM sé ábyggilega ýmislegt til lista lagt.

Annars er auðvelt að leysa þetta vandamál: Leggja niður Bankasýsluna og nota í staðinn peningana í heilbrigðiskerfið.

Helgi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 13:47

6 Smámynd: corvus corax

Formaður stjórnar bankasýslunnar, þessi framsóknarslepja Þorsteinn hefur örugglega verið búinn að lofa Páli djobbinu áður en umsóknarferlið hófst þannig að aðrir umsækjendur voru hafðir að ginningarfíflum til að Þorsteinn spillingarstjóri bankasýslunnar gæti ráðið þetta skilgetna afkvæmi framsóknarspillingarinnar. Burt með þá báða, BURT!!!

corvus corax, 6.10.2011 kl. 13:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég viðurkenni Helgi, að ég veit ekki hvernig svona ráðningarmál eru unnin upp í hendurnar á Capacent, af þeim sem borga reikninginn.

Þú segir sjálfur Helgi að ljóst sé að Páll hafi ekki verið hæfasti umsækjandinn. En Páll var engu að síður ráðinn að undangengnu ráðningarferlinu sem C. sá um.

Það hlýtur að vekja upp spurningar hvort vinnan á þeim ferli öllum hafi verið alveg gallalaus eða nákvæmlega eins og lagt var upp með í upphafi.

Gengur rekstur fyrirtækja eins og C. ekki út á það eitt að veita  viðskiptavininum  sínum þá þjónustu sem þeir falast eftir og borga fyrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 14:31

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og þitt innlegg Sigurður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 14:33

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já corvus corax, hausar hljóta að fjúka.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 14:34

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú hef ég ekki litið svo á að Þorsteinn sé framsóknarmaður. Ég hefði fremur stungið upp á Samfylkingu.

Og svör hans við spurningum fréttamanns voru ekki upp á marga fiska né heldur skýringar.

Árni Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 15:05

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit ekki hvar þeim "góða" manni er í flokk skipað Árni, og má einu gilda. Það er lyktin af honum sem ber að hafa áhyggjur af.

Já slappari gerast vart viðtölin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 15:31

12 identicon

Það sjá allir með meira en hálfan heila að það mikilvægasta fyrir ísland er að losna undan 4flokk sem hefur smitað sér um allt þjóðfélagið eins og krabbamein.

Það er bara ein leið að framförum og réttlæti, það er að losa sig undan 4flokkamafíu; Face it.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.