Stóra systir - lágkúran uppmáluð

Afskaplega eru þessi stóru systra samtök lágsiglt og aumkunarvert fyrirbrygði.  Ekkert afrekuðu þær dömur, ef þetta voru þá konur, með þessu tiltæki, annað en að verða sér til skammar.

Greinilega voru þær meðvitaðar um skömm sína og mannleysu og sýndu því sitt „rétta andlit“, andlit hugleysingjans sem vegur úr leyni í krafti ásjónu- og nafnleysis.

  


mbl.is Stóra systir fylgist með þér!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Þú ættir sjálfur að skammast þín fyrir lágkúruna. Þessar konur eru þó að reyna.

Dexter Morgan, 18.10.2011 kl. 21:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Reyna hvað Dexter? Brjóta lög til að finna eða búa til önnur sakamál? Hver er munurinn á lögbroti og lögbroti?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2011 kl. 21:18

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Maður hreinlega skammast sín fyrir að vera kynsystir þeirra, séu þetta konur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2011 kl. 21:40

4 Smámynd: Dexter Morgan

Þú ert kynsystrum þínum líka til skammar Bergljót.

Ef ég kæmi upp um landasölu, eða jafnvel dópsölu, hvað þá kynferðisglæp, þá mætti ég sem sagt búast við því að verða úthrópaður af atvinnubloggurum eins og ykkur, ekki satt.

Dexter Morgan, 18.10.2011 kl. 21:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kann ekki að meta svona starfsaðferðir, hvað sem tilganinum líður.

Er þetta byrjunin á "áhugamannahópum" um þetta og hitt sem munu fara um stræti og torg og ginna menn og konur til lögbrota, hver á sínu sviði,  til þess eins að þau afhjúpa síðan?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2011 kl. 22:02

6 Smámynd: Dexter Morgan

Ef tilgangurinn helgar meðalið, þá, JÁ í mínum huga. Mæli hiklaust með því. Ekki viljum við að lögbrot grasseri út um allt án þess að nokkuð verði að gert. Ef þetta er aðferðin, þá, já, TAKK FYRIR KÆRA STÓRA SYSTIR

Dexter Morgan, 18.10.2011 kl. 22:12

7 identicon

Sæll.

Ég verð að segja að ég er þér alveg sammála AJH.

Ef óbreyttir borgarar mega rannsaka svona mál mega þeir þá ekki líka bara fara að refsa? Systurnar telja sig sjálfsagt hafa sannanir í höndum. Hvar liggja mörkin? Svo er alveg morgunljóst hverjar skoðanir þessara systra eru og hverjar þær eru og því álíka augljóst hvernig þær túlka þau gögn sem þær hafa. Er algerlega útilokað að einhverjir þessara 117 hafi ekki verið að daðra?

Annars er núverandi löggjöf, ef ég hef þekki rétt til, afar einkennileg. Nú er einungis öðrum aðilanum gerð refsing vegna refsiverðs athæfis. Hvernig þætti fólki ef bara þeir sem kaupa sér fíkniefni geta lent í fangelsi fyrir það en ekki sölumennirnir?

Tóku þær ekki uppp einhver símtöl? Ég veit ekki betur en slíkt sé ólöglegt nema með samþykki beggja.

Ágætur mælikvarði á það hvort t.d. hegðun er rétt eða ekki er að spyrja sig hverjar afleiðingarnar væru ef allir gerðu svona. Hvað gerist ef allir færu að rannsaka einhverja meinta glæpi? Hvað gerist ef allir stela í búðum? Hvað gerist ef allir eru góðir við náunga sinn? 

Með þetta í huga er alveg augljóst að það sem þessar systur gerðu er rangt og sennilega líka ólöglegt. Vonandi verða einhverjar þeirra kærðar um leið og þær afhenda lögreglu gögn sín. Vonandi fá þær á sig dóm vegna þessa framferðis.

Svo er auðvitað annað: Gefum okkur að þær hafi rétt fyrir sér með alla þessa 117 aðila. Svo fara málin í gegnum kerfið og þeir fá allir dóm. Er þjóðfélagið betur sett eftir þau málaferli en fyrir?

Helgi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 22:46

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hljóðritanir símtala án vitundar viðmælanda eru refsivert brot á fjarskiptalögum. Að halda skrá um símanúmerin án samþykkis varðar við lög um persónuvernd og stjórnarskrárbundna friðhelgi einkalífs. Í a.m.k. einu símtalinu er sagt að ólögráða stúlkubarn hafi verið notað sem tálbeita. Burtséð frá því hvaða lög það brýtur er vægast sagt ógeð að setja 15 ára stúlku í þá aðstöðu með einhvern sveittan gaur á hinum endanum sem heldur að hann sé um það bil að fara að fremja barnaníð. Og fílar það.

Svo er það brot á ákvæðum stjórnarskrár um þrískiptingu ríkisvaldsins að einn og sami aðili rannsaki brot, ákæri, dæmi og framfylgi refsingunni, eins og virðist vera einlægur brotavilji fyrir hjá þessum samtökum sem eru bæði mannmörg og þaulskipulögð. Loks eru dulargervi óleyfileg á almannafæri.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2011 kl. 23:21

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert í gríngírnum í kvöld Dexter, greinilega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2011 kl. 23:34

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hver er þessi Dexter Morgan?

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2011 kl. 23:34

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir ykkar innlegg Helgi og Guðmundur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2011 kl. 23:35

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bergljót,  Dexter er ein af þessum búrkum - nafn og andlitslaus samviska heimsins, skilst mér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2011 kl. 23:38

13 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er ekki að skilja tilgangin hjá þessum Stóru systrum hverjar sem það er. Ef ég er skilja þetta rétt þá eru þær að fara fram á að þeir ( bara karlmenn ? ) sem leituðu sér eftir vændiþjónustu verði kærðir en ekki þær sem buðu upp á þjónustuna gegn greiðslu...

Vændi er og hefur alltaf verið til sem segir okkur að það er hópur einstaklinga sem þarf á þessari þjónustu að halda og eftir þessari frétt að dæma karlmenn...

Ég tek það fram að þetta er viðhorf sem ég hef haft lengi eftir þátt sem ég sá í sjónvarpinu um aðra hlið á þessari yðju og hún var hlið þeirra kvenna sem höfðu ánægju af þessu starfi og kusu sér þetta starf vegna þess að það gaf vel...

Ég man eftir því að hafa hugsað ansk.... að hafa ekki þetta element í sér vegna þess að það gefur vel...

Hverju myndi vændisþjónusta geta breytt til hins betra hef ég verið að spyrja mig stundum út frá þessari hlið og hún gæti breytt miklu og ég veit ekki hvort ég eigi að fara út í þá umræðu vegna þess að ég gæti kastað sprengju af stað hjá einhverjum. En við þurfum ekki nema að horfa til nauðgana sem eiga sér stað og heimilisofbeldisins í þjóðfélaginu, nú ef við skoðum þetta útfrá sjónarhorni þess að fá fullnægingu og þeirra spennulosunar sem á sér stað í líkamanum og hverju það gæti breytt miklu vegna þess að flest okkar vonandi öll vitum að ánægja fylgjir á eftir...  Þá mætti alveg skoða það að hafa vændishús og Ríkið fengi tekjur af...

Það eru ekki allar vændiskonur og menn í þessari yðju vegna þess að þeim er nauðgað út í starfið og það er það sem ég er að reyna að segja.

Fyrirgefðu  Axel Jóhann hvað þetta varð langt og opiðskátt en mér finnst umræðan svo oft vera einhliða þegar kemur að vændi og þegar hugsað er til baka þá hefur þessi yðja alltaf fylgt með...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2011 kl. 23:55

14 Smámynd: Dexter Morgan

Djöfls... sparðatíningur er þetta hjá ykkur, sláið um ykkur með allskonar lagagreinum og meira að segja stjórnarskránni.

Mér finnst nú, svona gerður eins og ég er, að eitt mikilvægt atriði gleymist í þessum upphrópunum hjá ykkur. Það er siðferðið. Siðferði fórnarlambs v.s. siðferði geranda.

En það er allavegna komið á hreint, hverjir eru meðfylgjendur vændis og kaup á þeim. Fínt.

Dexter Morgan, 19.10.2011 kl. 00:22

15 Smámynd: kallpungur

Í þessu máli er mitt mat að allir aðilar skripli hér á siðferðinu. Vændiskonur fyrir að bjóða þjónustu forboðna af lögum. Vændiskaupendur fyrir að kaupa eða gera tilraun til að kaupa þjónustu forboðna af samfélaginu og lögunum. En ekki síst þessar svo kölluðu "stórusystur" fyrir að halda að tilgangurinn helgi meðalið. Þessi síðast taldi siðferðisbrestur er hinsvegar eins og allsherjar pest sem herjar á samfélagið, og helgast af þeirri villu að ef þitt markmið er helgað "góðum málstað" að þá megi beita öllum ráðum til að ná framgangi hans. Málfrelsið er einmitt eitt af fórnarlömbum þessa hugsunarháttar, þar sem reynt er að þagga niður í mönnum sem ekki falla einhvernvegin í far hugmyndafræða dagsins. Best er að muna eitt ágætt spakmæli sem á hér við í dag: " Vegurinn til helvítis er varðaður góðum áformum."

kallpungur, 19.10.2011 kl. 00:49

16 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Eru allir að missa vitið? Allar leiðir til að koma í veg fyrir svona viðbjóð eru vel þegnar! Hvernig sofið þið á nóttunni vitandi að þið látið hafa svona eftir ykkur?

Þið eruð til skammar.

Sigurður Heiðar Elíasson, 19.10.2011 kl. 02:44

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Dexter, þér finnst semsagt óeðlilegt að grunaðir menn njóti mannréttinda. Þú ert þegar búinn að stíga næsta skref í þessu ferli. Þ.e.a.s. að þeir sem vilja fara að lögum og reglum í þessu máli teljist samsekir og fylgjandi vændisstarfsemi.

Það er skiljanlegt að þú setjir ekki fram skoðanir þínar undir nafni, þannig hafast þeir að sem eru ekki sjálfir sannfærðari en svo um sínar skoðanir að þeir vilji kannast við þær opinberlega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2011 kl. 07:25

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef engu við þetta að bæta Kallpungur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2011 kl. 07:27

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður Heiðar.

Þegar allar leiðir verða notaðar af öllum, til að koma "þjóðþrifamálum" sínum fram, er ég hræddur um að þú munir kvarta yfir að ekki sé svefnfriður í þessu landi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2011 kl. 07:33

20 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Lögreglan hefur ekki heimild til þess að nota tálbeitur við rannsóknir sínar, og getur því ekkert með þennan lista gert.

Og hvað gerir stóra systir þá? Ætlar hún kannski að birta þennan lista sjálf?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.10.2011 kl. 07:36

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stóra systir kemur upp ferðadómstól, nappar þessa karla, dæmir þá og fullnustar dómnum á staðnum. Hvort heldur það verður að velta þeim upp úr tjöru og fiðri eða hreinlega hengja þá.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2011 kl. 07:47

22 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þetta eru allavega ömurlegar leiðir til að vekja athygli á ömurlegu máli. Ég hefði viljað sjá hópinn allann án svona galdraklæðnaðar. Þá hefði þessi uppákoma náð tilætluðum árangri.

Kveðja af vestanverðum Reykjanesskaganum.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2011 kl. 09:26

23 identicon

Finnst að stjórnendur mbl.is eigi að henda svona vanvitum út eins og Dexter.  Það á ekki að bjóða uppá svona lágkúru.

Þessi hópur kvenna á bágt, þetta eru glæpa og haturssamtök.

Vændi, sú umræða verður alltaf flókin.  Persónulega vil ég sjá vændi lögleitt, þá er þetta á yfirborðinu því aldrei verður þetta stöðvað.  Þannig er það og verður alltaf.  Boð og bönn leysa EKKERT heldur gera eymdina og vandann meiri.

Svo dregur maður í efa fullyrðingar þessara samtaka, manni grunar að þær hafi verið í mörgum tilfellum beggja vegna borðsins.  Þ.e.a.s talað fyrir vændiskaupandann og vændiskonuna, þeim er trúandi til þess svona ofstækishópum.  Búa til öfga dæmi sem eiga sér enga stoð.  Lögreglan á að henda listum þeirra í ruslið. 

Það á að uppræta þennan hóp, punktur.

Baldur (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 11:52

24 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er svo miklu auðveldara að halda utan um hluti sem eru leyfðir. Nágrannalönd okkar hafa mörg tekið þá stefnu að lögleiða vændi og mér skilst að vandamálunum hafi fækkað allverulega. En það á í rauninni sekkert skilt við þessa umræðu, sem fjallaði um framgöngu þessa dulbúna hóps og svo ekki sé meira sagt, um aðferðir þeirra.

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.10.2011 kl. 18:42

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað á að kalla dexter morgan og aðra sem segja að þeir sem fordæma svona systrastarf, eigi að skammast sín? .... Yðar heilagleiki?

Hvað hann/þau eru að spila sig, er erfitt að segja.

Þessi Ku Klux Klan samkoma þeirra systra, er óhugnanleg

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2011 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.