Er „kók“ með kaffinu á fundum SUS?

Þó ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn er sjúkur flokkur, grunaði eflaust fáa að hann væri þetta langt leiddur og illa farinn. Þeir hafa ekkert lært blessaðir, haftalaust frelsi leiðir alltaf til ófarnaðar, sama hvort það er í fjármálum, fíkniefnum eða öðrum sviðum, eins og þessi þjóð hefur fengið að reyna.

Ég held að vatnsgreiddu jakkafataguttarnir sem samþykktu þessa dæmalausu ályktun, hljóti að hafa verið búnir að fá sér vel í aðra nösina, ef ekki báðar.

Hvað kemur næst frá þessum fáráðlingum í nafni sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins? Gefa rán, nauðganir, morð frjáls til að hefta ekki frelsi einstaklingsins til athafna?

Það mætti þá byrja á því að selja veiðileyfi á þessi meindýr sem tilheyra tegundinni Sjálfstæðisflokkur.

  


mbl.is Vilja lögleiða fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama hvað má segja um lögleiðingu fíkniefna þá verða röksemdafærslurnar vart heimskulegri en að geta sér til um að næst á dagskrá sé að gefa rán, nauðgandir og morð frjáls. Einhverntímann hefðu svona röksemdafærslur verið kallaðar að fara út á hálan ís, en þetta er hreinlega bara heimskulegt.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:53

2 identicon

Hvað finnst þér skynsamlegra: Að ríkið selji vímuefnin sem eru nú seld af Hells Angels og öðrum glæpahópum... Hversu lengi ætlar þú að vera í óvinnandi eiturlyfjastríði.. hversu lengi ætlar þú að horfa á þetta stríð og styðja augljósa vitleysu sem hefur engu skilað nema ofurglæpagengjum.

Þetta hefur verið reynt, að ríkið skaffi lyf.. sú reynsla lofar mjög góðu; Þvert á það sem núverandi ástandi gerir.. sem gerir glæpamenn ríkari, lætur glæpamenn um að markaðsetja lyf ofan í allt og alla.. .
Hversu lengi á að stinga hausnum í sandinn, hversu margir þurfa að deyja til þess að menn sjái að þetta vímuefnastríð er fáránlegasta stríð allra tíma, stríð sem skilar fleiri fíklum og fleiri glæpamönnum;

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 09:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jafnvel þú ættir að sjá Ragnar að þessi framsetning er auðvitað til að undirstrika þá misnotkun og nauðgun sem SUS stundar aftur og aftur á hugtakinu "frelsi einstaklingsins".

Bjóst þú við þessari tillögu, jafnvel úr þeirra ranni? Ég gerði það ekki, þó ég viti þá tæpa, hélt að þeir gætu dregið línuna réttu megin í þessu máli. Það er því eðlilegt að spyrja sig, hvar  þessir tappar draga línuna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 10:02

4 Smámynd: Marilyn

Þetta er ekki tillaga til að gera eiturlyf "mainstream" (eins og áfengi). Heldur leið til að ná stjórn á markaði sem í dag er stjórnað af glæpamönnum og það oft frekar harðsvíruðum. Þetta kippir fótunum undan alls kyns glæpasamtökum hvað fjáröflunarleiðir varðar.

Eitt það gáfulegasta sem komið hefur frá sjálfsstæðisflokknum um árabil því alla jafna finnst mér þeir ekki beint stíga í vitið. 

Marilyn, 5.3.2012 kl. 10:11

5 identicon

Ef menn taka innprentaða fordóma út úr hausnum á sér; Þá sjá allir að aðeins einn hópur manna græðir á eiturlyfjastríðinu.. það eru glæpamenn; Allir aðrir tapa.. ég, þú .. börnin okkar, allir... Við höfum faktískt gefið glæpamönnum stjórn á markaðsetningu og sölu fíkniefna... Og núna næstum öld síðar, er eiturlyfjastríðið að gera þessa glæpahópa svo sterka, að jafnvel her nær ekki að halda þeim niðri...

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:15

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Guðrún.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 10:30

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við erum ekki á sömu "línu" í þessu máli DoctorE

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 10:31

8 identicon

Þessi framsetning þín er misnotkun og nauðgun á heilbrigðri umræðu.

Til að átta sig á hvar "þessir tappar" draga línuna þá þarf bara örlítið common sense og smá rökhugsun. Alls ekki flókið. Þú heldur þó varla að SUS séu samtök verðandi morðingja og nauðgara sem bíða þess að morð og nauðganir verði lögleg svo þeir geti byrjað að stunda það óáreittir.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:32

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eru þín orð "Ragnar"! Ertu í SUS, þú hljómar þannig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 10:48

10 identicon

Nei ég er ekki í SUS. Ég hef heldur aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:50

11 identicon

Mér er umhugað um að svona mikilvægt mál fái réttláta málsmeðferð, ekki upphrópanir og skítköst.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 10:52

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað er rétt málmeðferð? Hugtakið "rétt málsmeðferð" er jafn teygjanlegt,  afstætt og misbrúkunarhæft og "frelsi einstaklingsins".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 10:56

13 identicon

Ég sagði réttlát málsmeðferð. Það felst t.d. í því að vitna rétt í orð annarra.

En talandi um eins teygjanlegt hugtak og "rétt" er þá má ég til með að vitna í þín orð hér að ofan: 

"[ég] hélt að þeir [SUS] gætu dregið línuna réttu megin í þessu máli".

Draga línuna "réttu" megin? Þú varst að enda við að segja að svona hugtak væri  "teygjanlegt,  afstætt og misbrúkunarhæft".

Ragnar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:27

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær, sum fíkniefni verði lögleyfð.

Svo vil ég benda þér á Axel, að þessi "sjúki" flokkur, sem þú kallar svo, hefur meira fylgi meðal almennings en báðir ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt. Hvað eru þeir þá hvor um sig? "Helsjúkir"?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2012 kl. 11:28

15 identicon

Það þarf enginn að horfa lengra aftur en til bannárana í USA; Mafían óx eins og ekkert annað...
Við verðum að horfa á vímuefnin á annan máta.. það gengur ekki upp eins og staðan er í dag, það mun aldrei ganga upp svo lengi sem menneskjur verða til... bönn eru ekki boðleg í þessum málaflokk, það er að stinga hausnum í sandinn og afneita raunveruleikanum... og hugsanlega verða plaffaður niður af her glæpamanna sem bítast um vímuefnamarkaðinn; Ef ríkið tekur ekki markaðinn, þá munu glæpamenn gera það..

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:32

16 Smámynd: Reputo

Það er svoldið mikið um það að fólk sem ekki hefur kynnt sér þessi mál er með upphrópanir og nafnaköll og heldur að það séu raunveruleg lóð á vogarskálarnar. Það þarf að rökræða þetta, en ekki kalla menn dópista fyrir að koma með hugmyndir að lausn fíkniefnavandans. Staðreyndin er sú að það hefur gefið góða raun að lögleiða t.d. kannabis annarsstaðar og hefur fækkað nýliðun í sterkari efnum um allt að helming. Ætlar fólk bara að loka augunum fyrir því? Hefur fíkniefnastríðið einhversstaðar í heiminum unnist með boðum og bönnum? Er fólk raunverulega ekki tilbúið til að skoða rækilega allar leiðir til að hefta útbreiðslu eiturlyfjaneyslu? Telur fólk sig hafa alla nauðsynlega vitneskju um þessi mál til að koma fram eins og oflátungar og vita allt betur aðrir án þess sennilega að hafa skoðað annað en fréttina sjálfa og veit því EKKERT um þessi mál? Ja, mér er spurn miðað við hin ýmsu blogg sem sprottið hafa upp í kringum þessa frétt. Þetta sýnir ekki mikinn vilja til að takast á við vandann.

Reputo, 5.3.2012 kl. 12:30

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

SUS vill lögleiða fíkniefni til að draga úr neyslu. Ekki auka hana.

SUS á hrós fyrir það að vilja efla lýðheilsu á Íslandi. 

Ég er ekki oft sammála SUS. En þarna eru þeir "spot on"

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 12:37

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú þarft ekki mína aðstoð Gunnar til að móta þína skoðun um það, sé ég.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 12:42

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Reputo, í fyrri svona umræðum hafa svona snillingar étið "sannleikann" hver upp eftir öðrum og talið hann þar með fullsannaðan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 12:44

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

S&H, dregur lögleiðing virkilega úr neyslu eiturlyfja? Neyta menn þá fíkniefna eingöngu af því það er bannað? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 12:46

21 Smámynd: Reputo

Stór ástæða þess að fólk "leiðist" t.d. frá kannabis, sem er mjög vægur vímugjafi, yfir í sterkari efni er m.a. sá að undiheimaliðið er stanslaust að ota sterkari efnunum að þeim sem eru bara í "vægri" neyslu. Þetta skilar sér í stöðugri nýliðun í sterkari efnunum.

Ef kannabis yrði gert löglegt og hægt yrði að kaupa það á hófsömu verði í t.d. ÁTVR yrðu neytendur þess lausir við ágang undirheimalýðsins. Auk þess er kannabissala stærsta tekjulind fíkniefnasala og því yrði hoggið stórt skarð í þeirra umsvif. Til að takast á við þjóðfélagsvandamál er ekki sniðugt að sópa því í undiheimana, það finnst mér segja sig sjálft.

Þetta er allavega mín pæling og ég fagna öllum hugmyndum sem koma fram til lausnar þessum vanda. Ef við fáum ekki allar hugmyndir fram getum við heldur ekki vinsað úr þær góðu. Ég bið því fólk um að vera ekki í upprópunum og reynið að tjá ykkur á netinu eins og þið stæðuð andspænis fólki. Það minnkar oft dónaskapinn.

Reputo, 5.3.2012 kl. 13:11

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

skv reynslu Portugala þá dró verulega úr neyslu eftir lögleiðingu 2001.

ergo lögleiðing dregur úr neyslu

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2012 kl. 13:17

23 identicon

SUS er að fara ranga leið í þessum málum. Margir málsmetandi Sjálfstæðismenn skilja ekki hvers vegna flokkurinn hafi ekki náð að sækja meira fylgi en kannanir sýna, þrátt fyrir slökustu ríkisstjórn í manna minnum. Kannski er þetta hluti skýringarinnar. Almennt vill fólk ekki að reglur um vímuefni séu rýmkaðar. Verið er að herða reglur víðast hvar í löndunum í kringum okkur sbr. reglur um bjór í Bretlandi. Þá hafa Svíar alfarið hafnað því að selja sterkt áfengi, vín og bjór í stórmörkuðum.

Sjálfsákvörðunarrétturinn á fullan rétt á sér, en verður þá að taka tillit til afleiðinganna. Þeir sem neyta fíkniefna eru mun slakari þjóðfélagsþegnar. Þeir eru dýrari fyrir heilbrigðiskerfið, þeir eru líklegir til að valda meiri spjöllum á eigum annarra, heilsu meðborgaranna o.s.frv. Þetta eru staðreyndir sem menn verða að hafa í huga. Þess vegna erum við með lögreglu, lýðheilsustöð, SÁÁ og annað í þeim dúr.

Þessi skoðun SUS endurspeglar ekki á nokkurn hátt skoðun hins almenna Sjálfstæðismanns. Það er sorglegt að þurfa að hlusta upp á svona vitleysu hjá SUS. Ekki eykst fylgið við svona bix.

joi (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 13:22

24 identicon

Axel: Það hefur sýnt sig og sannað með mildun banna og refsinga í Hollandi og Tékklandi á kannabis og hálf lögleiðingu á öllum vímuefnum í Portúgal að neysla ungmenna hefur minnkað, að dauðsföll af völdum vímuefna hafa snarminnkað og að sjúkdómar éins og AIDS hafa að auki snarminnkað í Portúgal.

Þegar Portúgalar ákváðu að taka upp þessa stefnu, þ.e. að þú mátt hafa allt að 10 daga birgðir af hvaða efni sem er í þínum persónulegu vörslum til persónulegra nota, varð allt brjálað og spáðu svartsýnir hruni portúgalsks samfélags og að landið yrði paradís dópistatúrista. Það kom hinsvegar á daginn að neysla meðal fullorðinna hefur að mestu leyti haldist í stað og að neysla ungmenna hefur snarminnkað og neysla fólks almennt séð er með því minnsta af öllum ESB ríkjum, þrátt fyrir að hafa frjálslyndustu stefnuna í þessum málum.

Hvort er svo betra, að við eyðum tugum ef ekki hundruðum milljóna í að elta uppi grassala og hefja mál á höndum þeirra og að halda þeim í þegar yfirfullum fangelsum á meðan að höfuðpaurar gengja hér á landi moka inn tugum ef ekki hundruðum milljóna í sína eigin vasa eða við lögleiðum þetta, höfum öflugt eftirlit með gæði neysluvaranna svo neytendur séu ólíklegri til að skaðast af þeim, hættum að eyða pening í ''stríð'' sem hefur aldrei og mun aldrei virka, fáum skattinn af þessu í ríkiskassann og eyðum þeim pening sem við græðum og þeim sem við spörum í öflugra forvarnarstarf eins og við höfum gert með áfengi og tóbak.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 13:31

25 Smámynd: Reputo

joi, heldur þú að með þessum hugmyndum sé pælingin sú að gera það þægilegra fyrir notendur að nálgast efnin? Heldur þú að þetta sé til að hækka þjónustustigið við vímuefnaneytendur? EF þetta virkar og neytendum fækkar mun það spara gríðarlegar upphæðir í þjóðfélaginu. Allt frá tryggingaiðgjöldum til löggæslu til heilsugæslu o.s.fr. Dettur mönnum það virkilega í hug að verið sé að setja þetta fram til þess auka á neysluna og auðvelda aðgengið?

Reputo, 5.3.2012 kl. 13:32

26 identicon

Þótt oft hefur verið út í það farið þá er augljóst og nánast grátlegt að bannglaðir einstaklingar eins og þú sjálfur getið ekki áttað ykkur á því að með því að hafa þetta bannað verða þessi undirheimar svæsnari með hverju árinu sem líður, þeir græða meira og meira pening og þeim er slétt sama hvað þeir selja, það er ekkert gæðaeftirlit með efnunum á svarta markaðnum.

Þótt vímuefni yrðu gerð lögleg myndir þú þá fara á næstu mínútu og kaupa þér kókaín? Það held ég ekki, miðað við afstöðu þína til þessa máls.. ekki myndi ég heldur gera það, hvað kemur þér það þá við þó einhver annar einstaklingur gerir það? Hvenær ætlar fólk að hætta einusinni að reyna að hafa vit fyrir hvað aðrir gera við sitt eigið líf.

Jón (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 14:18

27 identicon

Sonur minn fór út í neyslu, hann sagði sjálfur að bannið hafi gert þetta meira spennandi fyrir sig sem ungling...
Ég persónulega sé tækifæri hans til að hætta vera mun minni vegna þess að efnin eru bönnuð... að hann eigi mun meiri séns ef samfélagið horfir á þetta mál í alvöru.. en ekki bara LOK LOK OG LÆS ALLT BANNAÐ

Ég vil að ríkið skaffi hörðum fíklum þau efni sem þeir þurfa, þannig má nálgast fólkið, tala við þau; Þetta gefur þeim séns á að hugsa um ástand sitt.. í stað þess að getað bara hugsað um hvar og hvernig eigi að fá næsta skammt.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 15:15

28 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð er komin á þann aldur að vera oft á tíðum argasta íhald; þó ekki algjörlega vonlaus, því ég er hlynnt því að dópið verði lögleitt eins og tóbak, áfengi, kaffi og örvandi orkudrykkir.

Eru ekki allir orðnir þreyttir á linnulausum innbrotum, ránum og misþyrmingum í fíkniefnabransanum? Að baki þessu ástandi blómstra undirheimarnir. Full ástæða til þess að kippa undan þeim rekstrargrundvellinum.

Skynsamir ráðamenn og sérfræðingar geta eflaust í sameiningu fundið bestu leiðina til þess að stýra neyslunni og stoppa ofbeldið.

Kolbrún Hilmars, 5.3.2012 kl. 15:30

29 identicon

Ég veit ekki Axel...ég er á móti eiturlyfjum en það umhverfi sem ég lifi í er þannig að þeir sem kjósa eiturlyf nálgast þau án teljandi vandræða, rándýr og vask-frí.

Ég hef hægt og rólega komist nálægt þeirri skoðun að ríkið ætti að íhuga þann möguleika að taka þennan vafasama markað yfir.

Rök mín eru þau að með þeirri aðgerð dræpi ríkið mjólkurkú undirheimanna.

Neytendur fengu hreinna efni og ríkið fengi hreina innkomu.

Stóran part hagnaðarins mætti nota í forvarnarstörf og endurhæfingu.

Svona mætti lengi telja.

Það versta við lögleiðingu væri meira framboð=fleiri neitendur, en ef rétt væri á spilum haldið í sambandi við forvarnarstörf þá gæti þetta mögulega reynst gæfuspor.

En visslega er þetta tvíeggja sverð og stíga ber varlega til jarðar.

Rauði þráður málefnisins er einfaldlega að sala fíkniefna er svar við kalli neitenda..ekki öfugt (undantekningar vissulega til).

Ef yfirvöld vilja tækla vandann þá verður að breyta um taktík.

runar (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 15:51

30 Smámynd: Jens Guð

  Fíkniefnalaust alþingi 2020! Kannski óraunhæft.  En gott og metnaðarfullt markmið!

Jens Guð, 5.3.2012 kl. 23:34

31 identicon

Lögleiðing Kannabis hefur ekki aukið neyslu sbr langa reynslu frá Hollandi þar sem fíkniefnaneysla er almennt lítil miðað við Evrópu meðaltal.

Bandaríkjamenn eru með þyngstu löggjöfina og eyða mestu púðri í 'stríðið', en þeir eru samt heimsmeistarar í fíkniefnaneyslu, nota sem dæmi 2 sinnum meira Kannabis per kjaft en Hollendingar, og meira en 8 sinnum meira Kókain. Það þarf ekki mikla greind til að sjá að fíkniefnastríðið er brjálæði.

- Lögleiðingin í Portúgal hefur gengið mjög vel síðustu 10 ár, neysla hefur minnkað og samfélagsvandamál tengd henni líka.

- Ísland fór aðra leið en Portúgal, því hér var farið á sama tíma í herferð er nefndist 'Fíkniefnalaust Ísland', en í stað þess að neyslan minnkaði eins og í Portúgal þá hefur hún aukist og er Ísland nú Norðurlandameistari í Kannabis reykingum.

magus (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 23:39

32 identicon

Á Íslandi sitja menn ekki í fangelsi fyrir kannabisvörslu/-reykingar. Allir dómar í þessum málum eru skilorðsbundnir. Þeir sem sitja inni eru undantekningarlaust með dóma fyrir önnur brot samhliða. Menn með mörghundruð plöntur í ræktun fá skilorðsbundna dóma. Refsirammi á Íslandi í þessum málum á ekkert skylt við USA.

Annars er undarlegt að menn álykti sem svo að siðlitlir glæpamenn eða þá sem hungrar í skjótan gróða með góðu eða illu hætti glæpaverkum bara ef ákveðin tegund af vímuefni færist inn í vreslanir. Óþverrar eru og verða til, þeir beina þá bara óþverraverkum sínum í aðra átt.

Páll (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 00:57

33 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jens, var ekki stefnan einhverntíman sett á "fíkniefnalaust Ísland árið 2000" í boði Framsóknar, eða misminnir mig árið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2012 kl. 03:22

34 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mikið afskaplega eru fylgjendur eiturlyfja gáfaðir og hinir að sama skapi vitlausir. Það er mjög áberandi í þessari umræðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2012 kl. 03:24

35 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Axel.

Þú ættir að skammast þín að láta morgunkaffið standa svona í manni.  En til að halda friðinn við áhugafólk um frelsi í nös þá ætla ég ekki að segja hvað fékk mig svona til að hlæja.

Virkilega góður pistill, takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2012 kl. 08:25

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt inlegg Ómar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2012 kl. 12:11

37 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Páll.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2012 kl. 12:29

38 identicon

"Þeir hafa ekkert lært blessaðir, haftalaust frelsi leiðir alltaf til ófarnaðar, sama hvort það er í fjármálum, fíkniefnum eða öðrum sviðum, eins og þessi þjóð hefur fengið að reyna."

Sagði maðurinn í yfirvigt sem er jafnframt með mynd af sér sötrandi áfengi... Gott dæmi um "fjandinn hirði löstur annarra svo lengi sem að ég fæ að hafa mín".

Fíkn hvort sem að fólk vill viðurkenna það eða ekki, er ákveðin tegund "sjúkdóms" (á sama hátt og alkóhólismi) að því leytinu til að það eiga sér líffræðilegar breytingar í heila fíkla sem kalla á hvert það efni sem hann er háður. Persónulega finnst mér það gera fíkn, líkt og áfengissýki að heilbrigðisvandamáli, frekar en eitthvað sem ætti að fara í gegnum dómskerfið hjá okkur.

Þegar þessum sömu efnum sem fíklarnir eru háðir er stjórnað af siðblindum og harðsvíruðum glæpamönnum er það ávísun á ástandið sem á sér stað, ekki bara hér á Íslandi heldur víðsvegar í heiminum. Ætli ástandið sé einhvers staðar verra en við landamæraborgir og bæi í Mexíkó þar sem að glæpagengi bókstaflega ráða lögum og lofum? Allt þetta má síðan rekja óbeint til stefnu stjórnvalda, stefnu sem að n.b. þú lýsir þig hliðhollan.

Ungir kvenkyns fíklar eru gerðir út í vændi, á meðan hnéskeljar karlkyns fíkla eru yfirleitt það sem fær að fjúka þegar þeir geta ekki borgað skuldir sínar. Allt af því að menn eins og þú geta ekki kyngt stoltinu og sætt sig við að mörg þessara efna eru á engan hátt verri en áfengið sem að þú vafalaust nýtur til fullnustu.

Samanburðurinn við áfengisbannið í byrjun síðustu aldar við núverandi fíkniefnabann er ótvíræður og glæpaveldi Al Capone var jafn mikið byggt á etanólinu eins og veldi einhverra í dag er byggt á þeim efnum sem eru bönnuð í dag.

Sviss hafa t.a.m. haft svokallaðar "heroin clinics" síðan í byrjun 10. áratugarins og afraksturinn af því er að glæpum tengdum hörðum vímuefnum hefur fækkað niður í nánast ekki neitt, HIV smitum hefur fækkað, dánartíðni sökum ofneyslu þessara efna hefur lækkað og það eru meira að segja dæmi um það að heróín fíklar, sem fá efnin sín gefins tolla auðveldlega í starfi! Hver hefði trúað því að fordómar, illkvittni, lagaumhverfið og samfélagið í heild sinni yrði til þess að heill hópur fólks væri það útskúfaður að hann ætti aldrei sjéns? Greinilega ekki þú.

Axel Jóhann skrifar: "Hvað kemur næst frá þessum fáráðlingum í nafni sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins? Gefa rán, nauðganir, morð frjáls til að hefta ekki frelsi einstaklingsins til athafna?"

Þó að þetta sé vel þekkt rökvilla ætla ég mér samt að svara þessu... Munurinn á því að setja einhver ákveðin efni í líkama sinn, og svo að skaða einhvern annan ætti að vera augljós.

Rán felst í því að taka eitthvað af einhverjum öðrum ófrjálsri hendi, þ.e. að maður tekur eitthvað sem maður á ekki, án þess að spyrja og hefur ekki í hyggju að skila því aftur.

Nauðganir á sama hátt felast í því að gera eitthvað á kostnað einhvers annars sem að hann eða (og oftast) hún vilja ekki að sé gert. Nauðganir eru jafnframt eitt það ógeðslegasta form ofbeldis sem að manneskjan tekur sér fyrir hendur, og finnst mér hún persónulega töluvert verri en rán.

Morð felast síðan í því að taka líf annarrar manneskju af ásetningi, án þess að eiga sér nokkrar aðrar málsbætur... Málsbætur væru þá t.d. ef einhver tæki líf annarrar manneskju í sjálfsvörn, af því að hann eða hún fannst sínu eigin lífi ógnað.

Vímuefnaneysla felst síðan í því að innbyrða eitthvað efni, algjörlega ótilneyddur.

Hvernig þú færð út eitthvað samasem merki þarna, eða að hitt þrennt ætti að fylgja einhvers konar sjálfsákvörðunar rétti einstaklingsins er mér algjörlega hulin ráðgáta. Vímuefnaneyslan skaðar einstaklinginn sjálfan á meðan hitt þrennt gengur út á að skaða einhvern annan en sjálfan sig.

Svo vil ég taka það fram, áður en þú ferð að brigsla mig við þann flokk að Sjálfstæðisflokkinn hef ég aldrei kosið, mun aldrei kjósa hann og hef engan sérstakan áhuga á að sjá hann aftur við stjórnvölinn. En þarna er ég algjörlega sammála SUS þó að skoðanir mínar markist frekar af mannúðlegum ástæðum frekar en einhverri hugmynd um frelsi.

Góðar stundir.

Maynard (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 21:52

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2012 kl. 22:35

40 identicon

Vímuefnaneysla er ekki einkamál einstaklinga. Vímuefnaneysla, mikil eða lítil, hefur áhrif á nánasta umhverfi og aðstandendur þess sem notar. Þannig er neysla einstaklinga afskaplega oft tilfinningaleg, félagsleg og fjárhagsleg ógn fyrir þá sem standa honum næst. Og það hefur ekkert að gera með hvort efnið sé löglegt eða ólöglegt. Þessar aðstæður og einkenni birtast í löglegri áfengisneyslu jafnt sem ólöglegri vímuefnaneyslu.

Páll (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 23:08

41 identicon

Annars er undarlegt að menn álykti sem svo að siðlitlir glæpamenn eða þá sem hungrar í skjótan gróða með góðu eða illu hætti glæpaverkum bara ef ákveðin tegund af vímuefni færist inn í vreslanir. Óþverrar eru og verða til, þeir beina þá bara óþverraverkum sínum í aðra átt. Páll

1. Enn eins og staðan er í dag þá er ólöglegi fíkniefnamarkaðurinn aðdráttarafl fyrir helstu óþvera heimsins vegna þess að gróðinn er svo svakalegur. Lögleiðing myndi ekki útiloka alla glæpi en hún getur minnkað umfangið á glæpastarfsemi tengdri fíkniefnum all svakalega. Um það snýst lögleiðingin.

2.  Reynslan frá Hollandi og Portúgal sýnir að 'mýkri stefna' hefur gefið sig mjög vel, bæði í samanburði við önnur Evrópulönd og svo sérstaklega BNA. Reynslan frá BNA sannar að fíkniefnastríðið er tapað fyrir löngu, enda er baráttan gegn þessu stríði þar vel studd af löggæslunni:

Founded on March 16, 2002, LEAP is made up of current and former members of the law enforcement and criminal justice communities who are speaking out about the failures of our existing drug policies.

http://www.leap.cc/about/who-we-are/

We believe that drug prohibition is the true cause of much of the social and personal  damage that has historically been attributed to drug use. It is prohibition that makes these drugs so valuable –  while giving criminals a monopoly over their supply. Driven by the huge profits from this monopoly, criminal gangs bribe and kill each other, law enforcers, and children. Their trade is unregulated and they are, therefore, beyond our control...

We believe that by eliminating prohibition of all drugs for adults and establishing appropriate regulation and standards for distribution and use, law enforcement could  focus  more on crimes of violence, such as rape, aggravated assault, child abuse and murder, making our communities much safer....

And we believe that by placing drug abuse in the hands of medical professionals instead of the criminal justice system, we will reduce rates of addiction and overdose deaths.

http://www.leap.cc/about/why-legalize-drugs/

magus (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 01:21

42 identicon

Á Íslandi sitja menn ekki í fangelsi fyrir kannabisvörslu/-reykingar. Allir dómar í þessum málum eru skilorðsbundnir. Þeir sem sitja inni eru undantekningarlaust með dóma fyrir önnur brot samhliða. Menn með mörghundruð plöntur í ræktun fá skilorðsbundna dóma. Refsirammi á Íslandi í þessum málum á ekkert skylt við USA. Páll

Refsirammin er kannski skárri en í BNA en það getur næstum hvaða land sem er sagt það...nema kannski Norður Kórea og þannig lönd.

Viðhorf löggunnar á Íslandi gagnvært fólki á hinsvegar mjög mikið skylt við BNA, eins og frægt er orðið. Menn eru kannski ekki dæmdir fyrir neyslu en löggan er fræg fyrir misnotkun og lögbrot gegn fólki og unglingum sérstaklega sem hafa ekkert gert nema að vera grunaðir um að reykja hass. Stundum gengur þetta svo lang að fólk er tekið í ólöglegar líkamleitanir uppá Hverfisgötu, lamið og annað slíkt. Og alveg eins og í BNA þá halda yfirmenn í lögguni kjafti yfir þessu og gera ekki neitt. 

- Og alveg eins og í BNA þá hefur umfang fíkniefnamarkaðarins ekkert gert nema að stækka þrátt fyrir fasistatilburðina.

magus (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 01:33

43 identicon

Mikið afskaplega eru fylgjendur eiturlyfja gáfaðir og hinir að sama skapi vitlausir. Það er mjög áberandi í þessari umræðu. Axel

En er ekkert áberandi hversu þeir sem verja núverandi stefnu eru duglegir við að ræða allt annað en þau gögn sem eru fyrir hendi sbr reynsluna i BNA vs Portúgal og Holland... neita að taka til greina það sem samtök eins og leap eru að benda á...og láta frá svona djöfulsins viðbjóð:

'Hvað kemur næst frá þessum fáráðlingum í nafni sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins? Gefa rán, nauðganir, morð frjáls til að hefta ekki frelsi einstaklingsins til athafna?'

magus (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 01:42

44 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  jú,  Framsóknarflokkurinn setti í gang þetta átak "Fíkniefnalaust Ísland 2000".  Ég held að það átak hafi þó aldrei náð út fyrir Framsóknarflokkinn.  Þetta hafi orðið "Fíkniefnalaus Framsóknarflokkur 2000".  Átakið var óraunhæft og fór út um þúfur út um allar sveitir.  Út og suður. 

Jens Guð, 8.3.2012 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband