Fellir Þóra sitjandi forseta?

Þóra AÞað stefnir allt í hörkuspennandi kosningar. Þessi skoðanakönnun staðfestir að slagurinn um lyklavöldin að Bessastöðum muni standa á milli Þóru Arnórsdóttur ogÓlafur Ólafs Ragnars Grímssonar. Aðrir frambjóðendur njóta ekki fylgis sem neinu nemur.

Það er vonandi að kosningabaráttan verði heiðarleg og drengileg og bæði frambjóðendum og stuðningsmönnum þeirra til sóma.

.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


 


mbl.is Ólafur og Þóra með jafn mikið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni finnst talsvert áberandi núna, að helstu stuðningsmenn ÓRG séu fyrst og fremst sjálfstæðismenn (hluti þeirra) og svo framsóknarmenn. Reyndar voru það þessir aðilar, sem kusu hann upphaflega, auk þess sem hluti svokallaðra vinstri manna gerði það reyndar líka og það mun hafa ráðið úrslitum. En flestir þeirra sem kusu ÓRG þá, gerðu það til að losna við hann af þingi. Það fólk sá ekki fyrir hvaða tökum hann tæki embættið, merkilegt nokk. Þá var það Davíð, sem kom í veg fyrir að nokkurt alvöru framboð kæmi á móti honum með því að draga það fram á síðustu stund að tilkynna, hvort hann færi í framboð eða ekki. Nú ætlaði ÓRG að endurtaka trix Davíðs, en það mistókst. Fróðlegt að fylgjast með hvernig mál þróast.

Quinteiras (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 09:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kaus Ólaf á sínum tíma, gerði það af því að ég taldi hann hæfastan frambjóðenda. Ekki vegna þess að ég vildi losna við hann af þingi. Tel hæpið að einhver sem ekki taldi Ólaf hæfan til þingmennsku hafi talið hann hæfan í embætti forseta.

En það er lítil von til þess að þessi kosningabarátta verði heiðarleg og drengileg. Ég var að hlusta á útvarp Sögu núna áðan. Þar þegar hafin  smíði samsæriskenninga og skítaustur yfir Þóru. M.a. var sagt að Þóra væri frambjóðandi "hagsmunaaðila" sem vildu að Landsvirkjun yrði seld "réttum aðilum" og því vildu þeir skipta um forseta. Þeir vissu að Ólafur myndi vísa slíkum lögum til þjóðarinnar en Þóra myndi ekki gera það. Því þyrfti að losna við Ólaf!

Þá vitum við það!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2012 kl. 09:56

3 identicon

Sæll.

Þóra fer vissulega vel af stað en er hún annað en erindreki núverandi valdhafa sem vilja losna við Ólaf eftir þær skráveifur sem hann olli núverandi valdhöfum?

Hvað hefur Þóra til brunns að bera sem gerir hana að hæfum forseta? Hefur hún gert eitthvað annað en vera á ríkisjötunni alla ævi? Hvað hefði hún gert í sporum Ólafs varðandi Icesave? Hvað hefur hún fram að færa sem gerir hana að betri forseta en Ólafur? Gæti hún staðið í lappirnar ef á þyrfti að halda?

Þar fyrir utan, ef hún fellir Ólaf, höfum við efni á að borga 3 forsetum laun?

Helgi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:49

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hafði Ólafur þá eitthvað annað til bruns að bera 1996, en að hafa verið á ríkisjötunni alla ævi? Svona málflutningur dæmir sig sjálfur Helgi.

Ég er stuðningsmaður Ólafs, en hvorki þú eða ég höfum nokkuð í höndunum að Þóra sé erindreki stjórnvalda, annað en að það er hentugur áróður. Það þarf hinsvegar ekki að koma á óvart að Þóra njóti meiri stuðnings þar en Ólafur.

Ég veit ekki hvað Þóra hefði gert í Icesave, veist þú það? Margir þykjast vita það, þó Þóra hafi ekkert tjáð sig um það enn, sem hún á eflaust eftir að gera.

Við vitum ekkert enn sem komið er um afstöðu einstakra frambjóðenda til einstakra mála, utan Ólafs og Ástþórs, þangað til þeir upplýsa okkur um stefnu og afstöðu er óþarfi að gera þeim upp skoðanir.

Það eru ekki rök gegn neinum frambjóðanda Helgi að ekki megi kjósa hann í stað Ólafs vegna launanna.

Já Þóra fer vel af stað og kann að eflast enn frekar einmitt vegna svona órökstuddra kjaftasagna og skítausturs. Allur þorri fólks kann ekki að meta slíkt. Slíkum áróðri var óspart beitt af Íhaldinu gegn Ólafi 1996, svo mjög að fólki ofbauð og fylkti sér um Ólaf. Af því skítkasti sem farið er af stað núna er ljóst að Íhaldið hefur ekkert lært, það er enn haldið sama skítlega eðlinu. Kann ekki annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2012 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband