Þvílíkur barnaskapur

fostudagur_13Samherji er að flytja útibú sitt í Reykjavík, úr húsi verslunarinnar,  á 13. hæð við Höfðatorg.

En þar sem enginn heilvitamaður vill búa eða starfa á 13. hæð húsa hafa Samherjamenn barið það í gegn að 13. hæðin verði framvegis ekki sú 13. heldur 12.a.

Stjórnendur Samherja ná eflaust að blekkja sjálfa sig með þessum kjánaskap, en lengra nær það varla.

large_friday13Þrettánda hæðin í húsinu verður eftir sem áður sú þrettánda hvað sem Samherja menn kjósa að  kalla hana til að hindra að himnarnir hrynji í höfuðið á þeim.

Í dag er að auki föstudagurinn 13., svo menn hljóta að ganga hægt um gleðinnar dyr hjá Samherja í dag.

.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


mbl.is Þrettánda hæðin verður 12A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir kalla eflaust daginn í dag föstudaginn apríl 12a, og geta farið út að skemmta sér án þess að hafa áhyggjur.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 13:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður! Ég fattaði þetta ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2012 kl. 13:30

3 identicon

Það er hefð erlendis hjá mörgum hótelum að annaðhvort sleppa alfarið þrettándu hæðinni (11,12,14,15...) eða kalla hana einhverju öðru (11,12A,12B,14...)

Það hefur nefnilega verið sýnt og sannað að það eru nógu margir það hjátrúafullir að það hafi áhrif á viðskipti þeirra hótela sem halda tölunni 13.

Við erum bara fyrst núna að lenda í þessari umræðu, hér á Íslandi, vegna þess að við höfum ekki áður byggt svona háar byggingar.

Einar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 14:29

4 identicon

Menn þurfa að vera mjög svo fáfróðir.. illa upplýstir og hjátrúarfullir eins og fólk á fornöld, til að halda að föstudagurinn 13 sé óhappa eitthvað.

Menn ættu kannski að spá hvers vegna þessi dagur hefur hjátrúarítök í fólki... það tenginst stærsta barnaníðingshring í heimi, kaþólsku kirkjunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 14:36

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Varla telst það hefð Einar þó einhverjar þriðja flokks bíómyndir hafi verið gerðar um 13. hæðirnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2012 kl. 14:48

6 identicon

Ég stend fast á því að hver sá sem telur að föstudagurinn 13 sé óhappadagur, svartur köttur eða línur á gangstétt blah; Slíkt fólk á við andlega fötlun að stríða.. stend alveg á því

DoctorE (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 15:20

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

7-9-13, eða þannig!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2012 kl. 15:40

8 identicon

Þetta er rétt hjá Einari, í fjölmörgum löndum hafa húseigendur farið þá leið að kalla hæð 13 öðru nafni og reyndar hefur þetta ekkert með neinar bíómyndir að gera.  Ef Samherji vill gera þetta þá er það hið besta mál.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 20:27

9 identicon

Eins og það breyti einhverju að kalla 13 ... 12a; Þetta er samt 13.

Þessi fárnánlega hjátrú er að mestu sprottin upp úr því að kaþólska kirkjan myrti "Knights templar" gengið. ... síðan þá, þá er fólk að trúa heimsku; Rétt eins og að trúa á Gudda, Sússa, Mumma og Alla. Menn eru í senn gáfuðustu og heimskustu dýr jarðarinnar; Sumt fólk er einfaldlega meira stúpid en áðnamaðkar

DoctorE (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:23

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sé heimskan endurtekin nógu oft H.T.Bjarnason, kemur þá í hana vit?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2012 kl. 15:25

11 identicon

Þér hlýtur að vera e-r sé al-leiðinlegasta mannvera sem landið hefur alið. Single og skilur ekkert í því?

Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband