LÍÚ - Mafía er það og Mafía skal það heita

Ef marka má orð Adolfs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gullbergs ehf og LÍÚ foringja,  þá treystir LÍÚ MAFÍAN  sér ekki til að gera út, verði veiðigjaldafrumvarpið samþykkt.

Hætti þeir útgerð eiga þeir ekki annan kost en að skila veiðiheimildunum aftur. Þeim verður þá úthlutað að nýju til annarra aðila sem ekki hafa hland fyrir hjartanu. Þetta er kjörstaða, MAFÍAN hefur mátað sjálfa sig.

Sjómenn og landverkafólk á ekki að líða MAFÍUNNI að hún beiti þeim fyrir sig í hótunum og kúgunaraðgerðum gegn stjórnvöldum. Sjómenn og landverkafólk þurfa ekkert að óttast, það verður áfram gert út á Íslandi, þó LÍÚ MAFÍAN geri það ekki, og fiski verður áfram landað til vinnslu.

Adolf ætti að hella sér í skriftir og byrja á sinni eigin uppsögn, enda eflaust með lengstan uppsagnarfrest hjá Gullbergi.


mbl.is Yrðu að segja upp áhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Nu tekki eg Adolf personulega og var medal annars trunadarmadur tar i mørg ar og kallid hann hvad tid viljid,en heidarlegri Utgerdamadur fynst ekki,tad held eg ad all flestir  sem hafa unnid undir hans stjorn taki undir med mer,og ekki er tad af tvi ad tessi utgerd hafi tekid tatt i neinu storkostlegu kotabraski,einhvern timan voru keift 500 tonn,en taug er ju buid ad hyrda aftur nu tegar med minkandi heimildum

Nu er malid tannig vaksid(gaman væri nu ad folk kynti ser hlutina adur en tad gabir upp med upphropanir) ad farid hefur verid med ahøfnini i gegnum rekstur og skuldir sem eru ekki serstaklega miklar,en reksturin getur einfaldlega ekki borid sig ef tetta frumvarp fer i gegn,og svo ad halda tvi fram ad tetta komi ekki nydur a sjomønnum er natturulega bara rugl,ef eg er a skipi sem myssir 20-30% af kotanum ta lækka mynar tekjur,eda heldur tu ad teir verdi ekki varir vid tad sjomennirnir a Høfn ad myssa 6-700 ton aad torsskigildumsem tvi nemur,og enn eitt afrekid hja tessari aumusturikisstjor  sem setid hefur a Islandi er ju ad enn einu sinni a ad gefa teim veidileifi sem eru bunir ad selja syna kota 2-3 sinnum,teir sem keiftu kota a synum tima keiftu hann i teirri rtu ad tad væri løglegt enda gafu stjornvøld ju leifi til tess,og tad skiftir natturulega ekki nokru mali to ad 60-70 mans myssi vinnuna i 600 manna samfelagi,tad er bara aukaatridi svo leingi sem madur getur orgad MAFIA

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 10:15

2 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

er treittur a sjalfskipudum spekingum med upphropaanir en eingin røk,en fint skøttum ta øll fyrirtæki med 70% af groda

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 10:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Adolf Guðmundsson er sem sagt eini maðurinn sem getur gert út frá Seyðisfirði og skapað þar atvinnu. 

Það er þá ekki líf eftir Adolf og félaga, falli þeir frá sínum rekstri. Eru þessar gullgæsir örugglega ekki tryggðar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 10:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef  Adolf, sem hótar sínu byggðarlagi atvinnufelli og annarri óáran verði ekki farðið að hans vilja, er heiðarlegastur í sinni stétt, hvernig eru þá hinir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 10:44

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Heldur þú Axel að bankar komi til með að lána einhverjum nýliða til að koma undir sér fótunum á meðan núverandi sjávarútvegskerfi er rifið niður með afleiðingum sem enginn sér fyrir endan á?

Eru menn virkilega svona blindir?

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 11:18

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Axel eiga sjómenn og landverkafólk þá bara að missa vinnuna sína...

Ég get ekki lesið annað út úr þessari frétt en að það séu miklar áhyggjur sem menn eru með og hann Adolf ekki sá eini vegna þessa frumvarps sem ljóst er að mun kollsteipa öllum sjávarútgerðum og fyrirtækjum honum tengdum og það finnst þér allt í lagi...

Þessi vinstri Ríkisstjórn er búin að vera dugleg í að grafa undan öllum stöðugleika hérna og hefur hún notað þetta hrun óspart til þess án þess að það sé jafnvel ástæðan og varðandi þetta frumvarp þá á það heima út á hafsauga...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.4.2012 kl. 11:27

7 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Eru tad røkin hvort Adolf getur gert ut eda ej hahaha,en nu a Adolf ju ekki tess utgerd,( er farid var yfir rekstrargrundvøllin med ahøfnini en teir eru natturulegaa bara hanbendi LIU er tad ekki tetta) er rumlega 50 ara gamalt fyrirtæki.sem altaf hefur borid hag sveitarfelagsins fyrir brjosti,og sagt nei vid mørgum tilbodum um kaup a bæddi skipi og kota,og hvad fynst ter svo um tetta frabæra afrek ad gefa teim veidileifi sem selt hafa fra ser kota i eiginhagsmunaskini jafnvel 2-3 sinnum,i tad mynsta keiftu teir seim fjarfestu i kota hann i teirri tru ad taad væri løglegt,og eins og Sindri Karl rettilega nefnir hver heldurdu ad labbi Inni Landsbankan og geti lani pening til ad starta utgerd sem ekki getur borid sig,serstaklega eftir afskriftir upp a yfir 30 miljarda ,komdu med røk madur ekki upphropaanir taad er of audvelt

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 11:36

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Leggst þá útgerð af á Íslandi hætti þessir menn í greininni? Blindir hvað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 12:31

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað verður um Gullver, hætti útgerðin? Væntanlega á bankinn veð í skipinu og hagsmunir bankans eru auðvitað að koma skipinu í rekstur hjá öðrum aðila, leggi Adolf upp laupanna. Eða hvað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 12:42

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Er það málið? Færa einhverjum öðrum útgerðina, til hvers? HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM Á AÐ FÁST ÚT ÚR ÞVÍ?

Hverskonar drullumall er verið að kokka eiginlega, hvað ef bankinn telur sínum hag best borgið með fyrirtækið undir sömu eigendum, hvað ætlar þú þá að segja næst?

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 12:50

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á hvaða leið ert þú Sindri?  Það hefur enginn sagt eða hugsað neitt í þá veru. Það er Adolf sjálfur sem segist ætla að hætta, enginn getur bannað honum það.

Skipið og aðrar eigur félagsins verða ekki settar á safn, svo mikið er víst. En bankinn sér um sig og sína hagsmuni og þeir hljóta að felast mest í því að skipið haldi áfram að greiða af sínum skuldum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 13:20

12 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Adolf a ekki skipid er tad svo flokid???,hvad verdur um Gullver,annad hvor samherji eda Grandi fa hann,ad ekki er hæg ad gera ut skip sem skuldar undir miljardri og stor hluti skuldana er vegna støkkbreitinga a kronuni sem ju margir lentu i seigir natturulega alt um tetta frumvarp ef frumvarp skal kalla og hvad verdur um fjølskildurnar sem høfdu lifibraud af tessu,ætlar tu ad borga afborganirnar af husnædisslanunum.ad ætla ad skattleggja eina aatvinnugrein upp i 70% af groda er natturulega baraa eignaupptaka en taad kemur minna vid storu utgerdirnar tar sem buid er til glufur fyrir ta(lestu frumvarpid madur)og nu spyr eg aftur finnst ter rtad ta ekki oskøb edlilegt ad Rikisstjornin er ad gefa veidleifi til teirra sem hafa selt fra ser kotan 2-3 sinnum,a sama tima og tid hropid LIU mafia ,ta stydjid tid ta sem seldu kotana madur gæti haldid aad tid værud Bandarikjaamenn svo mikill er tviskinnungurin i tessu

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 13:34

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Samherji eða Grandi ætla þeir ekki að hætta líka, eru þeir ekki hluti af Mafíunni? Nei Adolf á ekki skipið persónulega, ég geri mér grein fyrir því og hef heldur ekki haldið því fram Þorsteinn.

Ef fjölskyldurnar sem þú talar um hafa jafn þröngan sjóndeildarhring og þú Þorsteinn, munu þær veslast upp og deyja, það er öruggt.  

En þar sem þær eru örugglega nokkru víðsýnari munu þær væntanlega leita sér að öðru lifibrauði og sennilegast hjá þeim sem tekur við keflinu af Adolf.

Það sjá það nefnilega flestir Þorsteinn að það er líf utan LÍÚ, það geta fleiri en þeir sótt gull í greipar Ægis.

Getur þú fært fyrir því rök að útgerð leggist af á Íslandi verði þetta bull kerfi stokkað upp?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 13:47

14 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Eg hef aldrei sagt ad utgerd leggist af a Islandi  og kæri mig ekki um ad svona sjalfskipadir spekingar leggi mer ord i munn,en tad er natturulega bara eins og ønnur røk hja ter   taug fynnast ekki,tomar upphropanir oooo slæmu kallarnir hja LIU og ekki eru sjomennirnir nu skarri,ertu virkiega ad skrifa um hluti sem tu hefur ekki kint ter almennilega??? eg reikna med ad tu hafir rekstrar tølur vardandi reksturinn a Gullver sidan tu veist svona mikid um støduna ertu ekki vænn ad leggja tær fram svo eg eti sed hvort Addi var ad falsa skjølin???

Traungsini er tad traungsini ad færa fram røk fyrir tvi ad margir eynirkjar fari a hausin adeins a høfn tydir tetta 700 roskigildistonn(ef tu veist hvad tad er) 17 miljonir i tapadar utsvarstekjur og ekki geturdu verid svo miklill madur ad svara tvi af hverju a ad hleipa mønnum sem hafa selt kotan fra ser oftar en einu sinni 

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 14:21

15 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

og kotin fer ju til teirra sem haf peningana,og hverjir eru tad Samherji og Grandi 2 stærstu utgerdarfyrirtækin og eins og tu myndir lika vita ef tu kintir ter malin ta er gerd glufaa fyrir t sem eigaa fleiri skip og teir sleppa tvi billegar fra tessum HAMFØRUM OGNARSTJORNARINNAR

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 14:25

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ættir kannski að fara að eigin ráðum Þorsteinn og leggja ekki öðrum orð í munn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 14:48

17 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Eg bad bara um ad tu byrti rekstrareikningin fyrir Gullver,er tad erfitt,og bad um utskiringu a af hverju er verid ad lataa menn hafa veidileifi sem afur og aftur hafa selt fra ser kotan ekki bara einu sinni en 2 og 3 sinnum,en ad virdist vera djupt a svarinu , 

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 14:55

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú talar um rök en kemur ekki með nein rök sjálfur. Þú segir að rekstrargrundvöllurinn brysti undan veiðigjaldinu, ertu með rök og tölur eða er það bara þannig af því Addi segir það?

Addi er í rekstri og vill auðvitað ekkert borga nema tilneyddur þó hann geti það og framreiðir því kökuna viðbrennda og sem svartasta. Hann veit líka að þá taka allir smáhundarnir í kringum hann  undir og gjamma í kór án þess að vita af hverju þeir gjamma.

Hvernig þetta kerfi hefur verið framkvæmt eru rök á móti því en ekki með, hefði ég haldið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 15:29

19 identicon

Bestu rökin með kerfinu eins og það er í dag er að það skilar arði. Menn eru furðu fljótir að gleyma þeim tímum þegar Bæjarútgerðirnar réðu hér öllu og fóru á hausinn annan hvern mánuð og var svo reddað fyrir horn með gengisfellingu og fjármunum skattgreiðenda.

 Í dag skilar fiskurinn í sjónum verulegum verðmætum til landsmanna (og ríkisins) í gegnum launagreiðslur með stöðugri atvinnu, útsvar, tekjuskattur bæði fyrirtækis og starfsmanna, laungreiðslum starfsmanna félaganna er velt í samfélaginu með neyslu og öðru, nú svo greiða útgerðir ýmis gjöld svo sem tryggingagjald sem rennur til atvinnulausra að ógleymdu veiðigjaldinu.

Það sem þetta frumvarp gerir er fyrst og fremst að tortýma þessum arðbæru fyrirtækjum og búa til óvissu. Hvað tekur við? Ríkið missir allar þessar tekjur af fyrirtækjunum, fyrirtækin hætta að vera til í þeirri mynd sem þau eru í dag, þekking glatast, fjárfestingar glatast, upplausn ríkir með fastafjármuni félaganna, skip, bátar, flökunarvélar o.s.frv. Mikilvæg viðskiptatengsl glatast, gæði gætu tapast, áreiðanleiki tapast. Og hvað tekur við? Óvissa.  Þúsundir Íslendinga á pínkulitum óarðbærum döllum að dúlla sér rétt utan við landgrunn. Öll stærðarhagkvæmni farin, allur fyrirsjáanleiki í rekstri farinn, í svona litlum rekstri eru ekki forsendur til að halda uppi öflugum upplýsingatæknikerfum, markaðs og söludeildum, þróunarsviðum, innkaupastjóra, sölustjóra, o.s.frv. sem öll þessi stóru fyrirtæki hafa.

Það sem Ísland þarf eru fá, stór og sterk sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða, vinna og selja fisk með eins arðbærum hætti og mögulegt er.  Sjávarútvegurinn er síðasta haldreipið eftir að allt fór hérna til andskotans og að sjálfsögðu ætlar þessi versta ríkisstjórn sögunnar að tortýma honum.

Blahh (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 16:27

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Afleitur rekstur bæjarútgerðanna var ekki tilkominn vegna þess að ekkert væri kvótakerfið. Starfsemin var yfirmönnuð, sukk og spilling  var dyggð og metnaður og hvati til að standa sig var enginn.

Annars er ekki heil brú í þessu hjá þér Blahh.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 17:28

21 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ekki veit ég hvar brúin þín er en í það minnsta nær sú brú sem við notum, sem hrærumst í þessum geira, greinilega ekki til þín og þinna líka.

Ef þú heldur það að það sé guðsgjöf að koma Nilla og slíkum mönnum að í greininni aftur, þá trúir þú á skrítinn guð.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 17:41

22 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Axel mikið er nú aumt að fullornir menn hafi þörf fyrir að uppnefna alla útgerðarmenn sem mafíósa og ég sé að þú bírð í Grindavík það hlýtur að vera mikil kvöl og pína að búa innan um alla þessa mafíósa.

Magnús Gunnarsson, 19.4.2012 kl. 17:46

23 identicon

Útgerðin var á lífi meðan evran var á 90 kr og dollari á 70 nú er evran nærri 170 og dollarinn á 125kr. Kvótalausir útgerðamenn eru að leigja kvóta á fleirihundruð krónur kílóið

en þegar kemur að því að greiða sanngjarnt verð fyrir afnot af auðlindinni til eigenda hennar þá ætlar allt um koll að keyra. Á ákveðnu árabili skuldsetti útgerðin síg fyrir á milli 4 og 5 hundruð miljarða en fjárfesting í greininni var á sama tíma 90 miljarðar. Væri ekki einhver kunnugur í klíkunni tilbúinn að stíga fram og útskýra þetta fyrir okkur hinum sem er spurn í huga af tilefni þessa harmagráts mafíunnar hjá LÍÚ

Bergur (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 17:49

24 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Bergur af hverju eru menn kvótalausir ?.

Magnús Gunnarsson, 19.4.2012 kl. 17:55

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,, þegar Bæjarútgerðirnar réðu hér öllu og fóru á hausinn annan hvern mánuð og var svo reddað fyrir horn með gengisfellingu og fjármunum skattgreiðenda."

Eg vil koma til varnar fyrir Bæjarútgerðirnar eða fiskvinnslur sem voru uppá gamla lagið. Vegna þess að það var ákv. prinsipp innifalið í þeim. það fengu, má segja, allir vinnu í fiski sem vildu. Líka þeir sem höfðu skerta starfsgetu. það var ákveðin samfélagslega ábyrgð svífandi yfir vötnum. þetta hafði alveg sína kosti og það er ósanngjarnt að mála fiskvinnslur fyrri tíma eingöngu dökkum litum. Ósanngjarnt.

Í annan stað má alveg segja að það er nefnt er í seinni hluta tilvitnaðs varðndi hausfarir og skattborgara - að það sé enn til staðar!

Eða kom gengisfall sér útgerðum ekki vel eftir Sjallahrunið? Ójú! Ennfremur er almenningur enn að borga tapið. Heldur fólk kannski að enginn borgi afskriftirnar sem útgerðir fá í bönkunum? Að sjálfsögðu lengir kostnaðurinn allur á skattborgurum með einum eða öðrum hætti. Að sjálfsögðu. Afskrift banka þýðir barasta að bankinn tekur inn tapið einhversstaðar annarsstaðar til langs tíma litið.

Jafnframt verðurað hafa í huga að kv´taeigendum eða handhöfum veiðiheimilda var beisiklí veitt peningaprentunarvald með framsali kvótans hérna um árið. það að leyf veðsetningu og framsal kvóta jafngildir bara að gefa nokkrum einstaklingum í landinu leyfi til að prenta peninga í kjallaranum hjá sér. Með auvitað tilheyrandi verðbólgueffekts til lengri tíma og stórskaða fyrir skattborgara.

þannig að ég er ekkert að sjá alveg að eftir Bæjarútgerðir þá hafi skattborgarar verið í góðum málum þessu vivíkjandi. Eg mundi segja að þeir hefðu verið í verri málum! Og reyndar er ekki enn sé fyrir endan á vondum málum skattborgara vegna þess einfaldlega að sennilega hafa útgerðarmógúlar veðsett mest alla eign skattborgara og almennings, þ.e. fiskauðlindina sem svo er kölluð á 17. júní, til erlendra banka. Hræddur um að ýmsu sé enn haldið leyndu því vivíkjandi. Búið að veðsetja mikið erlendis.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2012 kl. 17:56

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Ómar Bjarki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 19:01

27 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Blahh svona eru øll rrøk hja honum  tid vitid ekkert eg veit alt hahaha en tølur eda annad er otekt greinlega i hans hugarheimiRøk eru hja honum LIU MAFIA haha.Røkseigirdu eg er buin ad leggja tølur a bordid i sambandi vid td Høfn hvad tad kostar i utsvarstekjur og tøbud torskigildistonn,og tu getur nu lesid yfirlisinguna sem var ad koma fra tinu eigin bæjarfelagi(hvar eru tølurnar tinu mali til studnings inni i tokuni ) ekki var hun frinilegri,en tad skiftir natturulega eingu mali tvi tu greinilega berd eithvad hatur til utgerdarmann og sjomanna,og tølurnar for ahøfnin yfir med aAdolf sem tu virdist hafa serstaka astædu til ad rakka nidur an tess ad tekkja mannin neitt,en tad er ju svoleidis yfirleitt med folk sem lidur svona illa i salinni eins og ter virdist lida ad reyna ad rakka heidarlegar manneskjur nidur tvi ta tarf madur ju ekki ad horfast i augu  vid sjalfan sig a medan og ut yfir tad ta fynst mer timi minn of vermætur til ad eyda meira af honum a tig tvi eingin astæda er til ad røkrædda tu vilt ju ekki svara spurningum sem eg beini til vardandi af hverju Teir sem eru margbunir ad selja kotan eiga ad fa einu sinni enn ad stunda veidar tu leggur ekki fram neinar tølur eda annad tinu mali til studnings ættir kanski ad fa ter eitthvad lif i stadin fyrir ad gaba her inni eins og tom tunna,og reina ad leita ad einhverju til ad væla yfir,og vel ad merkja an tess ad færra fram ønnur røk en MAFIA og tadan af verra,aumingja madurin tu att bagt    

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.4.2012 kl. 19:44

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 20:21

29 identicon

Ég tek ofan fyrir Axel fyrir þolinmæðifyrir fávitum sem tjá sig hér.

Elías (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 20:24

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Elías.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 20:45

31 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sér er nú hver hálfvitinn!

Fiskvinnslur upp á gamla lagið, jamm það er nú það. Veistu hvernig var að manna fiskvinnslur á árunum 1999 til 2007? Sem betur fer eru hlutirnir að þokast til betri vegar núna.

Veistu hvernig er að manna smábátarómantíkina þessa dagana og hvert hlutfallið þar er af íslenskum ríkisborgurum?

Kynntu þér málið og kynnið ykkur einnig hvernig starfsréttindamálum er háttað og kíkið í skýrslu sjóslysanefndar fyrir árið 2011, þið gætuð séð sitthvað þar, fróðlegt.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 21:54

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Núna er ég gersamlega úti á túni Sindri. Ég á í mesta basli að finna þessu innskoti þínu tengingu við það sem á undan er gengið. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 22:29

33 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Axel.

Ég var nú einfaldlega að þrusa aðeins á bæjarútgerðarfílinginn hans Ómars Bjarka og hvernig hlutirnir hafa breyst í þessari iðngrein. Áður þurfti að manna allar stöður tvisvar, vegna þess sem Ómar er réttilega að benda á og síðan 10 til 15 árum síðar þurfti að flytja inn fólk til að lágmarksmanna sömu vinnslur vegna þess að það þoldi enginn Íslendingur lyktina eða vinnuna.

Ef þú skoðar smábátakerfið, sem er dásamað hástert þessa dagana, þá eru margir hverjir að vinna þar án kjarasamninga og stéttarfélög sjómanna "hafa ekki lögsögu" yfir þessari grein nema að litlu leyti.

Þannig að þegar verið er að taka atvinnuna af mönnum sem eru í "stálbátaútgerð" og færa hana yfir í einhverja potta sem smábátaútgerðin ein hefur aðgang að þá er þetta afturför um marga áratugi í réttindamálum sjómannastéttarinnar.

Hef ekki heyrt hósta eða stunu frá Sjómannasambandinu vegna þessara mála, frekar en andmæli ASÍ vegna yfirvofandi atvinnumissi sinni skjólstæðinga.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 23:18

34 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þú hefur nú samt sem áður ekki svarað spurningunni af hverju á að færa einhverjum öðrum atvinnu annara?

Ég hef áhuga á að heyra hvaða rök eru fyrir því. Það er nefnilega auðvellt að heimfæra slíka gjörninga upp á nánast hvað sem er. Af hverju er t.d. ekki endurúthlutað leigulóðinni þinni á 15 ára fresti og þá til árs í senn?

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 23:26

35 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef þegar svarað því Sindri. #11. Það hefur aldrei staðið til að færa einhverjum vinnu annarra. Það er aðeins verið að taka eðlilegt gjald fyrir  nýtingu á sameiginlegri auðlind landsmanna.

Ef einhverjir kjósa hinsvegar að hætta útgerð, eins og Addi vinur vor, vegna andstöðu við gjaldið er eðlilegasti hlutur í heimi að nýjum aðilum verði gefið tækifæri til að veiða þann kvóta.

Hvað er svona flókið við þetta sem veldur því að hvorki þú eða Þorsteinn skiljið þetta?  Þið eruð eins og fiðurlausir ungar, gapið með gogginn sem víðastann og virðist engu nær sama hve einföldustu hlutir eru marg tuggðir í ykkur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2012 kl. 23:57

36 identicon

Merkilegt hvað menn þurfa að standa í upphrópunum endalaust,útgerðarmenn eru að karpa um veiðigjaldið sem þeir telja of hátt ásamt fleirum en þá ryðjast vælukjóar landsins fram á ritvöllinn og kalla alla fávita,glæpalýð,mafíósa og þar gram eftir götunum.

Axel,láttu reikna út fyrir þig kostnað frá grunni,kaup á bát tildæmis 150 tonna bát,notaðan,startkostnað vegna veiðarfæra,lína,net og jafnvel troll en má sleppa.Leigðu kvóta frá ríkinu og gerðu út í eitt fiskveiðitímabil og sýndu okkur svo niðurstöðuna.Þú getur haft 2 dæmi:annarsvegar þarftuaf fjármagna dæmid með lánum og hinsvegar seldiru kvóta og átt sjálfur eigum viðað segja 150 milljónir.

Ég bíð spenntur eftir að sjá útkomuna og ég tala nú ekki um allan gróðann sem þetta skilar.

Valur Björn (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 00:31

37 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú virðist nokkuð viss um útkomuna Valur Björn og byggir hana vafalaust á eigin útreikningum, traustum og gildum. Það tekur mig eflaust einhvern tíma að reikna þetta út. En meðan ég þræla í gegnum útreikningana hvernig væri að þú birtir á meðan þína úrteikninga. Svo berum við þá saman lið fyrir lið.

Ég bíð spenntur að sjá í útreikningum þínum hvað varð um alla hagræðinguna og hagnaðinn sem núverandi kvótakerfi var sagt hafa skilað inn í greinina en hefur núna gersamlega gufað upp í umræðunni um veiðileifagjaldið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2012 kl. 00:52

38 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þú ert verri en stjórnmálamennirnir, snýrð spurningum sem þú færð á þig upp á spyrjandann.

# 11 er ekkert svar.

Skipið borgar engar skuldir, það er kennitalan og þegar hún er sett á höfuðið, hver borgar þá?

Sindri Karl Sigurðsson, 20.4.2012 kl. 08:41

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svarað aftur í #35, opnaðu augun maður!

Það er til nokkuð sem heitir kaup og sala, þá skiptir skipið um eigendur, nýtt lán búið til og skipið greitt og nýja lánið á nýju kennitölunni borgar lánið á þeirri gömlu. Er það allt í einu orðið of flókið fyrir íslendinga að færa rekstur á milli kennitalna. Ég hélt að við þekktum öll trixin í þeirri list, bankarnir ekki hvað síst.

En Sindri veist þú hvað varð um hagræðinguna og allan hagnaðinn af kvótakerfinu, hann virðist hafa gufað upp nákvæmlega á þeim tíma sem umræðan um veiðigjaldið byrjaði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2012 kl. 09:07

40 identicon

Nei ég er sjálfur ekki viss um útkomuna,sjálfur er ég ekki á móti breytingum og í raun þekki ég engann sjómann sem er alfarið á móti breytingum á kerfinu.Hvergi hef ég sagt né skrifað að útgerðarmenn séu að fara með heilagann sannleika varðandi afleiðingar veiðileyfisgjaldsins en ég hef heldur hvergi séð upphróparana bakka upp þær fullyrðingar að þeir séu að hafa rangt fyrir sér.

Valur Björn (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 09:24

41 identicon

Nei hva, á þjóðin ekki að gefa útvöldum auðlyndir og alles.. .og svo þakka fyrir ef þeir vilja borga eitthvað fyrir.. Eigum við ekki að vera þakklát fyrir alla ölmusu sem útvaldir íslendingar henda í okkur... ha

DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 10:06

42 identicon

Við skulum taka taka eðlilegt gjald fyrir nýtingu á sameiginlegum auðlindum landsmanna. Hvort sem það er fiskur, vatn eða fólk. Útgerðin borgi 70% af meðaltals hagnaði heildarinnar. Fyrirtæki borgi t.d. aukalega milljón á ári fyrir afnot af verkamanni, 2 fyrir hvern iðnaðarmann og þrjár fyrir háskólagengið fólk. Lagsveiðiár skili einhverjum þúsundköllum fyrir hverja stöng á klukkutíma yfir laxveiðitímabilið. Bændur tvær þrjár krónur á hvern fermetra túna. Hitaveitur borgi einhverjar krónur fyrir hvert tonn af heitu vatni sem og vatnsveitur. Virkjanir aura á hvert tonn sem flæðir í gegnum hverflana. Rafveitur einhverja þúsundkalla fyrir hvern staur og kílómetra í jörð o.s.frv. Og bannað verður að bæta þessum kostnaði við verð á vörunni og bindum þetta fast í lög til 20 ára þannig að ekki verði hægt að breyta þó nýtt fólk komi á þing.

Þannig sætu allir við sama borð og útgerðinni er ætlað að setjast við núna. Auðvitað kæmi þessi skattlagning í veg fyrir endurnýjun tækja og tóla og sumir færu á hausinn. Störfum mundi fækka og laun lækka. Það væri seinnitíma vandamál sem leysa má með því að ráðherra úthlutar styrkjum til þeirra sem hann vill að lifi.

kommiT (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 10:56

43 identicon

KommiT,þú ert nefninlega með þetta:)

Valur Björn (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 11:17

44 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Opnaðu augun maður!!

Hvað heldur þú að hafi verið að gerast í sjávarútveginum síðust 15 árin?

Greinilega ekki hundsvit á því sem þú skrifar um.

Sindri Karl Sigurðsson, 20.4.2012 kl. 13:33

45 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þú varst í þessu síðasta innleggi að tala til mín Sindri, þá er skemmst frá því að segja að ég er búinn að vera með vökustaura alla helgina, verandi á menningarhátíð eins af frystitogurum landsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2012 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband