Ruglukolla úti á túni.

Það munar ekki um það hjá Lilju Mó, hún bregst ekki vonum – nú vill hún  hóta lífeyrissjóðunum skattlagningu á inngreiðslur í sjóðina, afskrifi þeir ekki skuldir þeirra sem fóru offari í fjárfestingum.  

Lilju finnst eðlilegt að lífeyrissjóðirnir afskrifi útlán fyrir útvalda og skerði með því lífeyrisréttindi allra þeirra sem ekkert hafa með þessar skuldir að gera.

Skattlagning á inngreiðslur í lífeyrissjóðina verður ekki skattur á sjóðina sjálfa heldur beinn skattur á launþega. Því það verður ekki sú fjárhæð sem dregin er af launþeganum, sem myndar inneign iðgjaldsgreiðandans, heldur sú fjárhæð sem kemur í sjóðinn eftir skattinn. Mismunurinn fer í að greiða óreiðuskuldir annarra, í boði Lilju Mó.

Þetta sýnir glöggt að Lilja er nákvæmlega það sem hún lítur út fyrir að vera – ruglukolla úti á túni.


mbl.is Hóta ætti lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eina sem er úti á túni er að það er óþarfi að nota orðið "hótun".

Ef Alþingi samþykkir lög um þetta þarf engar hótanir.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2012 kl. 20:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta verður enn ein álagningin á þann hluta almennings sem tók ekki þátt í ruglinu. Af hverju eiga þeir sem ekki skuldsettu sig upp fyrir rjáfur að borga skuldir þeirra sem það gerðu, í hagnaðarskini?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2012 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband