Hvernig sigla skip sem eru í slipp?

Boðað hefur verið til mótmælafundar af hálfu LÍÚ á Austurvelli á morgun kl.16. Þar er frjálsmæting útgerða og áhafna að sögn framkvæmdastjóra LÍÚ, sem allir vita að má ekki vamm sitt vita.  

Það er ágætt að vera með djarfar yfirlýsingar um siglingu skipa frá Grindavík til Reykjavíkur, eins og þessi frétt greinir, þegar þau sömu skip eru þegar komin í  „slipp“ í Hafnafirði.  

Eftirfarandi er gott dæmi um meinta frjálsa mætingu áhafna á fundinn á Austurvelli.

Skip með heimahöfn fyrir norðan landaði í Reykjavík fyrir sjómannadag. Brottför hefur verið ákveðin á morgun 7. júní.  Rúta leggur af stað með áhöfnina frá útgerðarstað fyrir norðan laust fyrir hádegi.

Ekið verður með áhöfnina beint niður á Austurvöll, á mótmælafund  LÍÚ. Þar verður áhöfninni hleypt út og henni síðan ekið um borð frá sama stað klukkutíma síðar að mótmælum loknum.

Engum er skylt að mæta á þennan fund segir hinn vammlausi framkvæmdastjóri LÍÚ!

Einmitt það!

  


mbl.is Grindvíkingar munu sigla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það væri ekki óeðlilegt að fólk með eðlilega réttlætiskennd fjölmennti við höfuðstöðvar útgerðarmanna og léti í sér heyra, á meðan kvótagreifarnir og þrælar þeirra kveina við Austurvöll.

hilmar jónsson, 6.6.2012 kl. 14:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Áróðurinn hefur verið slíkur að fólk þorir því ekki Hilmar. Útgerðirnar hafa líf fólks meira og minna í hendi sér í litlum byggðarlögum úti á landi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2012 kl. 14:50

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ömurlegt.

Það er sannarlega kominn tími á að stokka upp þennan hroða.

hilmar jónsson, 6.6.2012 kl. 15:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er Mafía og Mafía skal hún heita!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2012 kl. 15:03

5 identicon

"Áróðurinn hefur verið slíkur að fólk þorir því ekki Hilmar. Stjórnvöld hafa líf fólks meira og minna í hendi sér í litlum byggðarlögum úti á landi."

Af hverju talið þið ekki hreint út, ef þið viljið þjóðnýtingu og ríkisrekstur þá segið það bara hreint út.  Að þið teljið að ríkið geti miklu betur rekið útgerð á íslandi en einkaframtakið. 

Ekki gera fólki upp skoðanir, sjómenn verða seint kúgaðir enda bara harðgerðustu menn sem gerast sjómenn.  Ég skil samt vonbrigði ykkar að útgerðarmenn og sjómenn skuli standa saman gegn þessari ofurskattheimtu.   Dýrkun ykkar á þessari vonlausu ríkisstjórn nær samt langt út fyrir alla skynsemi.

...hvað kemur það málinu við þó Gnúpur sé í slipp í Hafnarfirði?  Er ekki séns á að hann verði klár í slaginn á morgun?

Njáll (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 15:06

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef við tökum bara þessa tvo kosti Njáll, þá hlýtur að vera skárri og eðlilegrri kostur að gjöfulasta náttúruauðlind þjóðarinar sé á forræði ríkisins ( þjóðarinnar ) heldur en í höndum fárra útvalinna fjölskyldna, sem braskað hafa fram og til baka með þetta fjöregg án tillits til aðstæðna byggðarlaga hverju sinni.

hilmar jónsson, 6.6.2012 kl. 15:19

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver er að tala um ríkisrekstur Njáll? Svo sannarlega ekki hann ég! Ég er ekki að gera sjómönnum upp skoðanir, var sjálfur sjómaður. En ég heyri hvað pískrað er, það er ekki það sama og menn segja opinberlega þegar atvinnumissir vofir yfir, sé ekki hummað og hóað að vild húsbóndans.

Þú ættir sjálfur ekki að gera öðrum upp skoðanir, þó þu teljir þig í aðstöðu til að ákveða þær.

Gnúpur er í flothví og skveraður af fyrir morgundaginn? Hvar er föðurlausi Hrafninn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2012 kl. 15:21

8 identicon

Flott Hilmar, þá er það bara þannig, þú telur að einn maður sem snýst meira en skopparakringla geti stýrt þessu miklu frekar en þúsund manns um allt land.  Ég tel það ekki.

Í Grindavík eru fjölmargar útgerðir, þú getur kannski bent á hvaða útgerð það er þar sem staðið hefur í braski með fjöreggið og hvernig. Það væri bara fróðlegt að vita það því ég finn ekkert um það:

Þorbjörn – stofnað 1953
Vísir - stofnað 1972
Farsæll  ehf – stofnað 1972
Stakkavík - stofnað 1988
Lukka ehf – stofnað 1996
Ó.S.Fiskverkun ehf – stofnað 2001
Marver ehf – stofnað 2002
Besa – stofnað 2002
Einhamar – stofnað 2002
Rimý ehf - stofnað 2006
Vörðunes ehf - stofnað 2008

Þú áttar þig e.t.v á því að það eru stjórnmálamenn sem hafa staðið bakvið smíðina á kerfinu eins og það er í dag, m.a. Steingrímur og Jóhanna, ertu þá ekki kominn í vítahring með að segja að málum sé betur komið beint í þeirra höndum.

Axel, mér sýnist Hrafn vera skammt austan við Gnúp í Hafnarfjarðarhöfn, hvort hann sé næstur í slippinn veit ég ekki, þeir sigla slippnum kannski bara með - það er hörku vél í Gnúpnum.

Ef þú fylgdist með fundinum hjá Brimi þá sástu kannski viðtalið við skipstjórann á Kleifarberginu:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/06/05/steingrimur_valtar_yfir_okkur/
...þar var það Steingrímur sem kaffærði menn bara, enda hokinn af reynslu í þeim efnum.   ...svo endaði skipstjórinn á því að segja að s.l. 40 ár hafi hann mjög góð samskipti við útgerðarmenn. 

Í útvarpinu í vikunni fór fréttamaður Rásar 2 niður á höfn að ræða við sjómenn, þeir stóðu allir með útgerðarmönnum.

Heldur þú að útgerðarmaðurinn hafi staðið álengdar og att þessu fólki í fjölmiðlana?

Og er það ekki þversagnarkennt að segja að sjómönnum sé att áfram af útgerðinni þegar við blasir að Steingrímur verði stærsti útgerðarmaður landsins með frumvarpinu. 

Njáll (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 16:22

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Ertu að halda því fram Njáll að ekki hafi verið braskað með kvótann og hann hafi þannig verið færður á milli byggðarlaga án tilliti til atvinnuástands ?

hilmar jónsson, 6.6.2012 kl. 17:27

10 identicon

Það að halda því fram að útgerðarmenn haldi sjómönnum á landsbyggðinni í heljargreipum er ein mesta þvæla sem ég hef heyrt. Málið er að stjórnvöld sem ætla að leggja á þennan ofur-landsbyggðarskatt eru að kreista lífið úr landsbyggðinni. Útgerðin er með þessum aðgerðum að gera það eina sem hún getur til að ná eyrum ríkisstjórnarinnar. En þau eyru virðast vera skítug því þau heyra ekki neitt.

Ég talaði við fjölda fólks um síðustu helgi í Grindavík, bæði sjómenn og landverkafólk. Það var ekki nokkur maður sem studdi þetta frumvarp.

Þó að kvótakerfið hafi ekki verið fullkomið og kvóti hafi gengið kaupum og sölum (framsalið var samþykkt af alþýðubandalaginu, forvera Samfó) þýðir það ekki að einhverskonar "réttlæti" verði náð með skattlagningu sem setur fjölda fyrirtækja á hausinn.

Ef við leikum okkur með tölur þá hefur þetta frumvarp þau áhrif á Höfn í Hornafirði að hver einstaklingur þar væri að borga tæpar 800.000kr. Ef það væri yfirfært á íbúa Reykjavíkur væri talan um 92 milljarðar (Siv Friðleifsdóttir 6/6 2012). Seint myndi ég sjá það gerast að Reykjavíkingar myndu sætta sig við slíka skattheimtu.

Þetta er algjörlega hreinræktaður landsbyggðarskattur.

Að lokum vil ég rifja upp viðtal við hinn Steingrím J Sigfússon við Útvegsblaðið 1997:

"Í ljósi þess að fjölmargar atvinnugreinar nýta með einum eða öðrum hætti sameignir þjóðarinnar, án þess að því fylgi sérstök skattlagning, er útilokað að leggja þennan skatt á sjávarútveg eingöngu. Í því fælist mikil mismunun milli atvinnugreina. Það er ekki hægt að rökstyða með sanngirni að nýting af þessu tagi kalli á skattheimtu í sjávarútvegi, einum atvinnugreina.

takk fyrir.

Joseph (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 18:11

11 identicon

... þá meina ég að heildarskattlagning Reykjavíkur væri 92 milljarðar (ekki á mann)

Joseph (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband