Góð frammistaða RUV

RUV á þakkir skyldrar fyrir þáttinn „Baráttan um Bessastaði“, hvar öllum forsetaframbjóðendum var gert jafnt undir höfði, en skoðanakannanir ekki látnar ákveða hverjir væru til muna jafnari en aðrir, eins og Stöð2 gerði sig seka um.

Það er mín skoðun að í þættinum í kvöld hafi Þóra og  Ari Trausti staðið sig best. Herdís kom mér verulega á óvart, hún stóð sig líka afar vel. Ólafur Ragnar kom mér líka verulega á óvart, hann var slakur.

Þáttastjórnendur stóðu sig mjög vel og ég get ekki betur séð en þeir hafi með frammistöðu sinni afsannað þær ásakanir að RUV stæði vörð um framboð Þóru.


mbl.is Ósammála um 26. greinina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skrýtið mér fannst Ólafur standa sig best, enda stóðu á honum öll spjót, Andra kom næst sem flott og svo Herdís.  Ari Trausti, Hannes og Þóra voru að mínu mati í tapliðinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 21:22

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta var sannarlega eitthvað annað en sirkusinn frá stöð 2.

hilmar jónsson, 7.6.2012 kl. 21:31

3 identicon

Margrét Marteinsdóttir sýndi snilldar reiði-takta,það er greinilegt að henni er í nöp við Ólaf. Hún greip inní svör ýmissa frambjóðenda og greip af þeim orðin og beindi þeim svo beint á Ólaf,þetta gerði hún eingöngu gagnvart Ólafi.

Númi (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 21:34

4 identicon

Viðbót: Herdís kom verulega á óvart,hún er sterk manneskja,þá kom Andrea einnig á óvart með sína sýn á þjóðfélagsvandamálin,auðskiljanleg og víðsýn manneskja þar á ferð.

Númi (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 21:41

5 identicon

Ásthildur mín, það er eðlilegt að þér hafi fundist að það hafi verið vegið að Ólafi Ragnari, þú sérð ekki sólina fyrir honum og ert helsti talsmaður hanns hér.

Númi, það er eðlilegt að þau hafi beint spurningnum dáldið að Ólafi, hann er jú sitjandi forseti, annars fannst mér Herdís og Ari Trausti koma best út.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 21:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að ég sjái ekki sólina fyrir Ólafi er ef til vill aðeins ofmælt.  En ég treysti honum eftir allt sem á hefur gengið.  Þannig er það bara Helgi minn.  Og ég tek undir með þér Númi, Margrét missti sig algjörlega í að reyna að koma Ólafi illa, það bara varð honum til meiri samúðar.  Ef fólk vill virkilega koma einhverjum sem þeim er illa við út úr umræðunni, þá ræðstu ekki á hann með offorsi, því það vekur algjörlega andstæðar ákvarðanir hjá fólki sem er að hlusta og skoða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 21:59

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásthildur ég hafði væntingar til að Ólafur stæði sig best, en mér fannst langur vegur frá því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2012 kl. 22:40

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já minn kæri hver hefur sína sýn á hlutina og okkur ber að virða það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 22:53

9 identicon

Kom eitthvað fyrir Þóru undir lokin?

Kalli (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 23:39

10 identicon

Kalli,hún Þóra fór fram á að hafa lokaorðið,en henni var bent á að hún væri búin að segja lokaorðin,en þá sagði hún að hún vildi samt fá að hafa lokaorðið,en Margrét benti henni á að það væri ekki hægt og þessu væri lokið.Þóra greiið gleymt sér sennilegast og haldið að hún væri þáttastjórnandinn,og vinnufélagarnir mundu láta eftir henni,en það gekk ekki að sjálfsögðu.

Númi (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 01:06

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég sá það sem ég vildi sjá, nema að Þóra var ekki að standa sig, enda hjá RÚV og sitjandi forseti í löng 16 ár hefur gagnrýnt það fyrirfram. Rosalega er ´ðeg með ofnæmi fyirr ÓRG, fæ vatnsbólur á húðina, sem auðvelt er að sprengja, en þá eru eftir sár. Tek undir með að Ásthildi finnist sinn bestur og mér líka, þótt ég skili enn einu sinni auðu i forsetakosningu á Íslandi!

Guð minn, viltu gefa mér og þjoð minni sameiningarmanneskju?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2012 kl. 01:50

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir á Stöð 2 hefðu átt að fá fólk af RÚV til að sjá um "þáttinn".     "Það þykir hverjum sinn fugl fagur þótt hann sé bæði lúsugur og magur".  Þetta var sagt í sveitinni í gamla daga og mér sýnist það eiga ágætlega við í þessu tilfell................

Jóhann Elíasson, 8.6.2012 kl. 08:04

13 identicon

Þetta var allt annað en ruglið á stöð 2... En, þetta var bara ekkert sniðugt, vegna þess að við höfum ekki neitt að gera með forseta.
Ég sá bara eitthvað fólk rembast í snabbativinnuviðtali.. that's all I saw

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 10:51

14 identicon

snabbativinnuviðtali = Snobbatvinnuviðtali

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 10:52

15 identicon

Anna Benkovic,taktu þér tak.Heilsan er fyrir öllu.

Ertu með hugmynd um´´sameiningarmanneskju´´líkt og þú ritar.? ? 

Númi (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 11:42

16 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Það er stundum með ólíkindum hve ósammála fólk getur verið um hluti sem manni finnst blasa við sem augljós sannindi.  Ég er mjög ósammála þér um útkomuna úr þessum þætti.  Mér fannst ÓRG standa sig mjög vel og Andrea sömuleiðis.  Herdís var svo sem ágæt, en heillaði mig ekki.  Upp úr stendur að ég skil ekki fylgi Þóru og spái því að það muni dala mikið.  Ari Trausti olli miklum vonbrigðum, mér fannst hann koma mjög illa út.

Ég geri ráð fyrir að þér finnist afstaða mín jafn skrýtin og mér finnst þín, en þannig er tilveran

Theódór Gunnarsson, 8.6.2012 kl. 11:46

17 identicon

Ég spái því líka að fylgi Þóru hrapi algerlega og krassi

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 12:28

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Oft hættir mönnum til að gera minni kröfur til þess frambjóðanda sem þeir ætla að styðja, en annarra í svona umræðum. Það útskýrir að einhverjum hluta ástæðuna fyrir mismunandi sýn á frammistöðu manna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2012 kl. 12:36

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hugsa að það sé rétt getið hjá þér Axel.  En svo er alltaf þetta sem er þar á milli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 12:40

20 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég kaus ÓRG á sínum tíma, einfaldlega vegna þess að mér fannst hann skásti kosturinn, en var aldrei beint ánægður með hann.  Ég er ekkert yfir mig heillaður af honum, en það er sama uppi á teningnum núna.  Ég vil hafa í embættinu mann sem þorir að standa með þjóðinni, sérstaklega núna á þessum viðsjárverðu tímum þegar við erum með kolruglaða ríkisstjórn sem ætlar að troða okkur inn í ESB hvað sem tautar og raular.  Ég treysti þessari stjórn ekki til að hlusta á þjóðina.

Ég held að það eigi ekki við mig í þessu tilfelli að ég sé hrifnastur af ÓRG vegna þess að hann sé minn maður.  Hann er það í rauninni ekki, en mér finnst hann alltaf vera með skotheld svör á reiðum höndum, hvað sem á honum dynur.  Það er líka stór kostur að forsetinn sé fastur fyrir og láti ekki vaða yfir sig. Mér finnst ÓRG vera búinn að gera mjög góða hluti t.d. þegar hann er að tala máli þjóðarinnar erlendis og tjá sig við erlent fjölmiðlafólk.  Ég sé Þóru ekki í þessu hlutverki.

Theódór Gunnarsson, 8.6.2012 kl. 13:28

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ólafur verður að duga...ég er að sætta mig við það, en hefði viljað Andreu.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2012 kl. 14:35

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka öllum góð og upplýsandi innlegg.

Theódór mér finnst eins og þú hafir (eins og fleiri) bókað mig sem stuðningsmann Þóru. En svo ég taki af allan vafa, rétt einn ganginn, þá kaus ég Ólaf upphaflega og hef ekki látið af stuðningi við hann síðan.

Ég kaus Ólaf ekki af pólitískum ástæðum upphaflega og ekki síðan. Ég tel að forsetakosningar eigi ekki að vera flokkspólitískar, heldur eigi aðeins að velja þann hæfasta sem í boði er í hvert sinn. En nú er svo komið að þessar forsetakosningar eru orðnar há pólitískar, það er miður.

Mér fannst Ólafur slakur í umræðunum fyrir þá sök að hann er meira og meira að nálgast það að vera pólitíkusinn sem hann áður var og fjarlægjast þannig þá sýn sem ég hef á embætti forsetans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2012 kl. 23:43

23 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég hef á tilfinningunni að við höfum svipað viðhorf til ÓRG. Ég hallast að því að ÓRG geti lítið að því gert hve reynsla hans og harður skrápur skín í gegn þegar hann tjárir sig.  En, það er einmitt það sem ég held að við þurfum á að halda núna.  Forseta sem þorir að standa með þjóðinni og lætur ekki vaða yfir sig.

Theódór Gunnarsson, 8.6.2012 kl. 23:51

24 identicon

    7 identicon

Í boði eru tvær afburðarkonur. Baráttukona og hugsjónakona á landsvísu, hún Andrea, sem hefur sem höfuð Hagsmunasamtaka heimilanna um langt skeið unnið þúsundum heimila mikið gang, og síðan lögfræðingur á heimsmælikvarða og séní sem heitir Herdís, hugrökk kona sem er tilbúin að láta verkin tala. Síðan er í boði innantóma ljóskan Þóra, sem hefur sem fjölmiðlakona í landi sem hefur einhverja ófrjálsustu fjölmiðla heims, sem eru á hvað fæstum höndum sem beintengdustu fasíska armi auðvaldsins sem þekkist á Vesturlöndum (svo mjög að í raun má leiða líkum að því að fjölmiðlalögin sem Dabbi ætlaði að setja hefðu í raun komið í veg fyrir hrunið, þó hann kunni að hafa látið leiðast af öðrum hvötum en góðum einum, þá hefðu fjölmiðlar aldrei náð að svæfa og heilaþvo landanna svo mjög og slá skjaldborg þöggunnar um auðmenn og glæpi þeirra (enda margir góðir menn aðrir en Sigmundur reknir úr starfi fyrir að ætla að dirfast að rjúfa þagnarmúrinn, þó fáir hafi verið nógu hugaðir til að segja frá eftir allar hótanirnar) en nú vilja þessir sömu fjölmiðlar heilaþvo skrýlinn til að kjósa meinlausa ljósku sem hefur þegar fengið þjálfun á vegum fjölmiðla sem viljalaus strengjabrúða auðvaldsins og þöggunnaraflanna.

Þegar tveir augljóslega bestu og hæfustu frambjóðendurnir eru konur, þá eru þeir sem kjósa þær ekki til að einhver karl nái ekki endurkjöri, afþví þeir álíta, réttilega, að heimskur og heilaþveginn skrýll þessa lands sé líklegastur allra til að kjósa Þóru, einfaldlega kvenhatarar, en þeir sem kjósa þær ekki til að velja ljóshærða skrautdúkku hennar sjálfra vegna skárri en þessir menn, því þessa tegund kjósenda skortir einfaldlega alla greind, dómgreind og menntun. Þóra er kvenfjandsamleg táknmynd um gamaldags kvenímynd valdalausrar skrautdúkku sem fyrirmyndar ungra stúlkna, konu sem ætlar að vera sæt og prúð, þegja og rugga ekki bát auðvaldsins, heldur hlýða ríkisstjórn og eigendum hennar og strengjabrúðustjórendum í einu og öllu. Síðan eru myndir þær sem hún lætur taka af sér og börnum sínum í nazistastíl í besta falli viðurstyggilegar, en þú getur fundið margar mynd af upphafinni móður, nánast gyðju, af þessu hallærislega og úrelta tagi, með því að blaða í safni málverka frá þriðja ríkinu. Kona sem velur sér ímynd í fasískum stíl sannar innræti sitt með því. Í dag eiga konur að komast til valda sem einstaklingar rétt eins og menn. Hin upphafna móðir, og gildi konunnar sem samtvinnað móðurhlutverkinu, er fasískur arfur, í stíl páfa, kóngs og nazista, sem nútímafólki og frjálsum öndum verður flökurt af að horfa á. Móðurhlutverkið er góðra gjalda verk og ómetanlegt rétt eins og föðurhlutverkið, en kemur starfi fólks ekki við, og það eru bara fasistar sem reyna að samtvinna þetta tvennt. Herdís á líka börn, en sem alvöru manneskja, líkt og Vigdís sem heldur nær aldrei sást með dóttur sinni á mynd, sækir hún fylgi sitt til eigin verðleika, en hvorki til ljóshærðs barnahóp sem mænir á hana aðdáunaraugum eins og á þriðja ríkismynd af konunni sem náði sér í nælu frá Hitler og orður fyrir að hafa náð fimm barna tölunni (í eigin mætti eða með því að ættleiða og taka að sér börn af réttum kynþætti eins og þau sem voru til dæmis brottnumin frá Póllandi, væru þau nógu ljóshærð), eða að reyna að blóðmjólka fylgi heilalausra sjónvarpsaðdáenda sem velja einhvern sem þeir ímynda sér þeir þekki afþví hann hefur brosað nógu oft til þeirra á skjánum, þó hann hafi í raun ekkert lagt til málanna, sökum greindarskorts og þrælslundar kjósenda af því tagi.

Páll (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 13:25

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

VÁ! Ég horfi bara upp brekkuna og get ekki annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.6.2012 kl. 17:28

26 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þú semsé vilt gagnrýna Þóru fyrir að falla inn í eitthvert hlutverk sem þér er ekki að skapi Páll?

Þú lofar þarna tvær konur sem eru þér alveg svakalega að skapi og tekur svo fyrir konu sem þú þekkir ekki neitt, og mokar yfir hana skít og drullu og kallar hana nasista, vegna þess að hún er ljóshærð?

Hvað segir það um þitt innræti?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.6.2012 kl. 20:58

27 identicon

Þetta er alveg rétt hjá Núma. Svona óprófessionalismi eins og viðgengst meðal fréttamanna og dagskrárgerðarmanna á krummaskurðinu Íslandi er brottrekstrarsök í öllum siðmenntuðum löndum, og í sumum tilfellum refsingin fangavist, þar sem höfuðeinkenni góðs fjölmiðlamanns eru hlutleysi og að sýna öllum sömu framkomu. Annars er hann bara áróðursmeistari í stíl við fjölmiðlamenn í Norður Kóreu og ætti að drullast þangað með næstu flugvél, því hér á landi er okkur annt um lýðræðið og viljum ekki svona viðbjóðslegan fasisma. Lýðræðið er ekki tryggt nema allir fái að tjá sig og enginn sé hindraður í því með svona framgöngu. Tek fram ég kýs ekki Ólaf, en ég er ekki í hópi þeirra heimskingja sem láta vini Þóru heilaþvo sig til að kjósa þá manneskju sem er minnst hæf í þetta starf af öllum frambjóðendum fyrir utan skoðanabróðir hennar Hannes, sem er einskonar mislukkaður tvífari eða skopmynd hennar.

Fyrir frelsið! (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 12:36

28 identicon

Takið líka eftir hvernig táknmálatúlkanir voru látnir skyggja á alla frambjóðendur að einhverju leyti nema Þóru. RÚV var með sama plott og Stöð 2, bara lúmskara, enda ekki jafn beintengt þeim fasísku öflum og vilja gera allt til að koma einhverjum til valda sem verður til friðs og truflar þau ekki að störfum sínum við niðurbrot lýðræðisins og svæfingu lýðsins. Þeir sem haldi að þetta sé tilviljun og einhver hér með samsæriskenningar, þeir hinir sömu reyni að fá töflur við heimsku um leið og þær koma á markað.

Fyrir frelsið! (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 12:39

29 identicon

Það er sorglegt hvernig fasisminn og heilaþvotturinn slævir hugsun þeirra sem eru undir áhrifum hans. Hér segir einhver Þóru vera gagnrýnda fyrir að vera "ljóshærð" vegna þess að hún er kölluð ljóska stundum, sem er lundarfarsstimipill sem er líka stundum notaður á dökkhært fólk, en Herdís aftur á móti ekki, þegar Herdís er ljóshærð líka, og eini munurinn á henni og Þóru peroxíð-notkun þeirrar síðarnefndu. Herdís er aftur á móti ekki ljóska í niðrandi skilningi þess orðs, sem er ekki til að gera lítið úr ljóshærðum konum, heldur "hlýðnum og þægum" konum, sem mjög gjarnan aflita einmitt hár sitt með peroxíð, afþví markaðsöflin segja þeim að gera það, og afþví klámiðnaðurinn og fleira upphefur hvítt peróxíð aflitað hár. En fólk skortir orðið hugsun til að skilja líkingar og nota eðlilega dómgreind. Háralitur Þóru kemur málinu augljóslega ekkert við þegar fólk notar þetta orð, þó ljósmyndin fræga sé augljósleg stæling á neo-rómantískum/ ný-biedermayer-stíls myndum af því tagi sem nazistar héldu mikið upp á og Þóra mynduð nákvæmlega í sama stíl og hin upphafna nazíska móðir, sem er auðvitað þúsund skref aftur á bak fyrir kvenímyndina og ekki hollt fyrir litlar stúlkur að horfa upp á.

Fyrir frelsið! (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 12:49

30 identicon

Upphafnar, nánast ó-mennskar eða yfir-mennskar fjölskyldumyndir af þessu tagi, sneyddar allri mennsku, auðmýkt og raunsæi eru aðalsmerki fasista. Þóra í fókus og allir mæna á hana aðdáunaraugum og myndmálið misnotað til fulls þeim til tjóns sem kunna ekki að lesa myndmál og þekkja ekki listasöguna, heldur láta auðveldlega heilaþvo sig, voru, og eru, aðalsmerki allra fasískra einvelda. Eðlileg fjölskylda lætur ekki taka svona mynd af sér, en þið sjáið svipaða mynd margoft ef þið leitið í smiðju nazískra málara svo og kommúnískra. Þessi öfl og svipuð misnotuðu fjölskylduhugtakið til að ná stjórn á fólki, og settu það í fókus til að hvetja fólk til að "skipta sér ekki af því sem því kemur ekki við", heldur "mind their own buisness", skipta um bleyjur og elda mat og svona, á meðan valdhafar hneppa fólkið smám saman í meira þrælahald og forheimska það.  Það er sorglegt að horfa á fólk falla fyrir eldgömlum lúalegum bröðgum sem ófyrirleitnir PR-menn dagsins í dag læra af fasistum gærdagsins.

Fyrir frelsið! (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 12:57

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Talandi um heilaþvott, þá er það einmitt það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður les svona samsuðubull, sem þessar færslur þínar eru, Fyrir frelsið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2012 kl. 17:25

32 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég verð að segja að mér þykir það hálf merkilegt hvað það hefur mikið verið komið inn á það núna, að hugmyndin um barneignir og að eiga heimili til þess að sjá um sé eitthvað til að skammast sín fyrir og hreinlega mannskemmandi fyrir ungar stúlkur.

Hvorki barneignir eða að sjá vel um heimili sitt og griðarstað koma í veg fyrir velgengni á framabraut.

Samkvæmt þeim skoðunum sem ég hef lesið hérna ættu börn bara að fæðast inn á tilraunastofum og helst engin föður eða móðurímynd að koma þar nálægt, enda væri slíkt bara mannskemmandi fyrir bæði barn og foreldri.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.6.2012 kl. 20:09

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ingibjörg ég las aftur yfir kommentin hér og get hvergi séð að það sé talað niður til Þóru fyrir að vera móðir, sem er reyndar stórkostlegt hlutverk. 

Hitt er svo annað mál fyrst þú dregur þetta upp þá segi ég sem móðir fjögurra barna og er að ala upp barnabarn, að ég hefði aldrei sóst eftir svona tímafreku embætti meðan börnin mín voru svona lítil.  Þó faðirinn ætli að ala barnið upp, þá er móðureðlið sterkara en frami að mínu mati.  Ef til vill segir það eitthvað um þessa annars ágætu konu.  Hún er ef til vill ekki ástkær móðir sem vill eyða þeim stutta tíma með börnunum sínum sem er staðreynd, því þau vaxa alltof fljótt úr grasi og þarfnast manns ekki eins mikið.  Það vita allir sem vilja að embætti forseta er tímafrekt og allskona ferðalög og fjarlægð frá heimili og börnum sem ekki er hægt annað en að sinna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 21:28

34 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En hvernig finnst þér Ásthildur, sem kona, hvernig talað er til Þóru, sem slíkrar, í færslunum hér á undan?

Mér blöskrar! Þetta er rauði þráðurinn í áróðrinum gegn Þóru hér á blogginu og víðar. Í skrifunum er skítkastið alsráðandi en málefnalega er flatneskjan alger.

Ég spyr mig, er þetta liðið sem ég leik með, vill ég róa á sama borð og þeir sem tala svona? Ég held ekki, ef það á að vera fórnarkostnaðurinn, að styðja Ólaf Ragnar, að kóa með þessum orðsins skítseyðum, þá segi ég nei! Og  og þá til fjandans með Ólaf og það lið sem hann sækir sitt fylgi til.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2012 kl. 23:00

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel þú fyrirgefur gamli vin, en ég sé bara ekkert í færslunum hér að ofan þar sem talað er niður til Þóru sem konu fyrir utan tvo aðila.  Ég sé að sumir telja hana ekki hafa komið vel út, en það er álit um einstakling en ekki sem konu.  Það er líka rætt um að Ari Trausti hafi ekki komið vel út né Hannes Bjarnason þar sem þessir tveir gerðu lítið annað en að agnúast út í Ólaf. 

Það er alls ekkert hallað á konu þó manni finnist hún ekki standa sig vel Það er persónulegt mat.  ég er alveg klár á að Þóra er hin vænsta kona og glæsileg er hún svo sannarlega.  En mitt persónulega álit er að hún hafi ekki það sem þarf í þetta embætti.  Ef ég ætlaði mér að velja konu, myndi ég sennilega kjósa Herdísi.

En ég er jafnréttissinni og kýs því ekki eftir kynjahlutföllum heldur eftir því hverjum ég treysti best.  Það er svo engum til hróss að vera að ræða um útlit viðkomandi einstaklingsins á kostnað þess sem hún/hann hefur fram að færa.  Það er frekar viðkomandi til skammar en þeim sem fyrir því verður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.