Alfreð Gíslason sem næsta landliðsþjálfara!

Guðmundur Guðmundsson hefur því miður ákveðið að hætta sem þjálfari handboltalandsliðsins eftir Ólympíuleikanna í sumar. Guðmundur hefur staðið sig með afbrigðum vel og skilað landsliðinu lengra en bjartsýnustu menn þorðu að vona. En hans ákvörðun ber að virða.

Efniviðurinn í liðinu er góður en til að virkja hann og skila liðinu áfram til góðra verka dugir ekki að einhver aukvisi leysi hetjuna Guðmund af hólmi.

Alfreð Gíslason er besti kosturinn og raunar sá eini, sé mönnum alvara að halda landsliði Íslands í handbolta í þeim gæðaflokki sem það hefur skipað sér í með dugnaði, hörku og fyrirtaks leiðsögn og þjálfun.

Fáum því Alferð til leiks, hvað sem það kostar.


mbl.is Hrikalega stoltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju ætti Alfreð að hafa áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið???

Valgeir (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 00:24

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Nei Alfreð er búinn að þjálfa Íslenska landsliðið,alltjent að sinni...

...Og ég er ánægður að GÞG ætli að hætta með liðið..það er enginn endurnýjun þar með hann sem þjálfara..

Vantreystir öllum nema þessum svokölluðum stórstjörnum....

Held að hann vilji að Óli S ..verði þangað til hann fer yfir móðina miklu,þó 100 ára væri...

Halldór Jóhannsson, 10.6.2012 kl. 01:35

3 identicon

Alfreð náði litlum árangri með Íslenska landsliðið fyrir nokkrum árum. Sem þjálfari Kiel gat hann óskað eftir leikmönnum óháð þjóðerni og slegið  í gegn. Guðmundur er hins vegar sennilega besti þjálfari heims.

valdimar (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 02:48

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dagur Sigurðsson kemur líka sterklega til greina.

Sigurður I B Guðmundsson, 10.6.2012 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband