Hvar í þjóðfélagsstiganum hætta skattsvik að vera afbrot?

Skattgreiðslur forsetafrúarinnar hafa verið í umræðunni í sumum fjölmiðlum undanfarið, þó aðrir reyni hvað þeir geta að þegja það hneyksli í hel.

Fremstir í þeirri þöggun fara pólitískir andstæðingar forsetans, sem þó létu sig hafa það að kjósa hann í nýafstöðnum forsetakosningum, því þeir töldu það fullnægja stjórnarandstöðu ákefð sinni og krónískum ótta við Evrópusambandið.

Ljóst er að skattauppgjör  húsmóðurinnar á Bessastöðum er ekki í samræmi við Íslensk skattalög, hvað sem skýringum forsetaembættisins líður.

Mogginn þegir þunnu hljóði  um þessi meintu skattsvik forsetafrúarinnar, sem hann best getur, en ég sé fyrir mér fyrirsagnirnar í Mogganum, greiddi einhver núverandi ráðherra eða flokksfélagi ríkisstjórnarflokkana skattana sína erlendis!

Þá yrði nú ólmast maður og afsagna krafist!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; æfinlega !

Ísland; hvað ?

Mesti mykjuhaugur veraldar - sem hlandfor; verðskuldar slíkt samfélag, skattgreiðslur Dorrit Mouasieff (held; að sé nokkurnveginn svona, ættar nafnið) - eða annarra, fornvinur góður ?

Eins; og nú háttar hér, væru okkar peningar, sem í íslenzku hítina renna, betur komnir, í Bermúda þríhyrninginn - Svartholið það, hið mikla, heldur en í botnlaust gímaldið, hér heima fyrir, Axel minn.

Eða; hvað sýnist þér, sjálfum ?

Alls ekki; illa meint, af minni hálfu, Skagstrendingur vísi.

Með beztu kveðjum; sem oftar - vestur yfir fjallgarð, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 14:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eigum við þá ekki allir Íslendingar að greiða skatta erlendis svo þeir fari ekki í hítina? Hvaða bull er þetta Óskar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.8.2012 kl. 15:00

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Auvitað er það hreinn skandall og óréttlætanlegt að kellingin skuli ekki greiða skatta hér á landi.

En varðandi skattsvik og gegnsæi, þá var það víst ekki að ástæðulausu að hrunflokkurinn gerði út Heimdellinga niður á skattstofu til að varna almenningi þess að fá að sjá álagningaskránnar.

hilmar jónsson, 12.8.2012 kl. 15:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Hilmar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.8.2012 kl. 15:04

5 identicon

Sæll enn; Axel !

Hvað sýnist þér; sjálfum ?

Og vinsamlegast, ekki saka mig um bull, þegar ég vil halda uppi alvarlegri umræðu, án gríns, eða gamansemi.

ÍSLAND ER; einfaldlega á þráðbeinni leið til HELVÍTIS, að óbreyttu Axel minn, hafir þú ekki eftir tekið, ágæti fornvinur.

Ekki; ekki skamma mig fyrir, hversu málum er hér komið, alla vega, Axel Jóhann.

Þú veist; svo miklu betur, en svo !

Ekkert síðri kveðjur; þeim fyrri, að sjálfsögðu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 15:06

6 identicon

Og; velkominn til umræðunnar, á hinni gestrisnu síðu Axels, Hilmar minn.

Ekki veitir af; að fá fleirri sjónarhornin á hlutina, svo sem.

ÓHH

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 15:08

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, ég tala um bull þegar ég sé ekki annað en bull! Ég fæ ekki séð að ég sitji í hlandfor, sjáir þú slíkt er það þitt vandamál, ekki mitt. Mig svíður allavega ekki hið minnsta.

Það er undarlegt að þú sjáir landið á leið í neðra, þegar allir aðrir sjá það á uppleið!

Snýrð þú ekki einfaldlega á haus Óskar minn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.8.2012 kl. 15:17

8 identicon

Heilir og sælir; á ný !

Axel Jóhann !

Í huglægum skilningi meint; af minni hálfu - sem umturnast gæti snart, í hlutlægan veruleika einnig, fornvinur góður. það er svo, sem ég meina.

Utanþingsstjórn; eftir brýnt frákast hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnarfars, gæti komið til einhvers konar hjálpar - ef ekki; jah; þá mættu Kanadamenn og Rússar skipta landinu, með öllum verðmætum þess, í fólki og fénaði meðtöldu, hnífjafnt á milli sín, og Íslendingar rynnu ljúflega og hljóðalaust, inn í þjóðahöf beggja, fornvinur góður.

Að minnsta kosti; er okkur ekki bjóðandi, upp á þessa óværu lengur, Axel minn.

Útilokað; að ég - sem þú, skulum vera léttadrengir, í áframhaldandi spila- og svika Svínaríi (vona; að Svínin fyrirgefi mér, samlíkinguna), íslenzkrar : stjórnmála - Banka og Lífeyrissjóða Mafíu, héðan af.

Þeir eru nefnilega all margir; Steinþórarnir Jónssynir (í Keflavík), sem enn eiga eftir, að valsa um hirzlur landsmanna, með sínar kámugu lúkur, Axel minn.

Ígildi; Sparisjóðs Keflavíkur og nágernnis, fyrst ég nefni hann sem dæmi, eru því miður, í Tuga- ef ekki, Hundraða tali, sem eiga eftir að dúkka upp, að óbreyttu, næstu ár - sem áratugi, að minnsta kosti.

Sammála núna;  að einhverju / eða öllu leyti, Axel Jóhann ?

Ekki lakari kveðjur; en áður, að sjálfsögðu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 15:46

9 identicon

Manni finnst eins og hún elski ísland ekki eins mikið og hún hefur látið í ljós..
Mér dettur það einna helst í hug að þetta sé svona fetish leikur á milli hennar og Skattmanns.. annað getur það varla verið, ha.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 17:09

10 identicon

Komið þið sælir; sem jafnan !

Fornvinur; DoctorE !

Kann að vera; kann að vera, að þín ályktun sé réttmæt, en munum bara, orð Galdra- Imbu forðum (á 17. og 18. öldum), austur á Héraði, að ''ekki væri allt, sem sýndist'', um tiltekna hluti.

Sízt lakari kveðjur; en aðrar - og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 17:14

11 identicon

"Ljóst er að skattauppgjör  húsmóðurinnar á Bessastöðum er ekki í samræmi við Íslensk skattalög"

Afhverju er það ljóst, væri ekki ráðlegt að rökstyðja svona ásakanir um refsiverða glæpi sem þú berð á fólk?

Sigurður (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 19:52

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta kom fram í fréttum Sigurður, hvar vitnað var í umrædd skattalög.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.8.2012 kl. 19:59

13 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Axel, skattalögin íslensku kveða á um að skattur skuli greiddur af tekjum og eignum en vegna tvísköttunarsamninga þá er skatturinn greiddur í því landi sem tekjurnar eiga uppruna sinn.

Ef tekjurnar eiga uppruna sinn á Bretlandi þá er skatturinn greiddur þar.  Það sem þyrfti að skoða er hvort allar tekjur séu að skila sér til landsins skv. lögum um gjaldeyrismál sem kveða á um skilaskyldu.

En íslenskir blaðamenn eru sjaldan það snjallir að skoða það.

Lúðvík Júlíusson, 12.8.2012 kl. 21:02

14 identicon

Ég segi það og skrifa að ef ég væri giftur einhverri forseta dömu úti í heimi, byggi hjá henni, væri ríkisborgari.. talaði um hversu mikið ég elskaði landið.. ég mundi verða hallærislegasti maðurinn í landinu ef ég borgaði svo enga skatta.
Í alvöru, þetta er óafsakanlegt

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 07:40

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er margt sem þarf gagnrýni á Íslandi. Svo mikið er víst. Hvernig skyldi tvísköttunar-samningur Samherja-veldisins við Afríku vera í pottinn búið? Eða var það ekki annars Samherji sem var á sjóræningjaveiðum við Afríku?

Það er ekki til of mikils ætlast, að hátekjufólk og hátekjufyrirtæki greiði sína skatta á Íslandi samkvæmt lögum og reglum. Þeir sem eru með laun undir framfærsluviðmiðum eru skattpíndir og rændir af bönkum og fjárglæfrafyrirtækjum, ólöglega, og án þess að nokkuð sé gert til að stoppa það.

Það er ekki undarlegt að réttlætiskennd fólks sé misboðið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.8.2012 kl. 08:56

16 identicon

Well Anna, mér skilst á sjálfstæðismönnum að þeir ætli að gera þá ríkari enn ríkari.. það sé best fyrir almenning því það munu hrynja eitthvað af borðum auðmanna sem sauðirnir geta japlað og jarmað á.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 09:09

17 identicon

Axel Jóhann,

Í fréttinni sem þú linkar inn á er þetta útskýrt, að vegna tvísköttunarsamnings greiði hún skattana þar sem tekjurnar verða til.

Þetta er allt uppi á borðum, en samt sakar þú forsetafrúna okkar um skattsvik.

Afhverju rökstyður þú ekki að þrátt fyrir tvísköttunarsamninga sé þetta engu að síður skattsvik?

Þetta eru alvarlegar ásakanir, sakamál og bara lágmarkið að þú færir einhver rök fyrir þessu áður en þú berð þetta upp á fólk og setur á netið.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 13:42

18 identicon

Sigurður, daman er íslenskur ríkisborgari, hún er gift forseta íslands.. Finnst þér virkilega ekki fáránlegt að hún borgi ekki skatta hér á landi.. finnst þér það í alvöru.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 14:12

19 identicon

DoctorE

Hvað mér finnst fáránlegt, eða ekki fáránlegt kemur þessum ásökunum hans Axels bara ekkert við.

Pistill Axels fjallar ekkert um að honum finnist þetta "fáránlegt", heldur að þetta sé refsivert lögbrot.

Sé það hans skoðun, að þetta sé enn lögbrot og skattsvik þrátt fyrir tvísköttunarsamning að þá hlítur bara að vera sjálfsagt mál að hann rökstyðji það.

Þetta eru bara það alvarlegar ásakanir.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 18:05

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, hún er undarleg túlkun þín á þessari frétt. En í henni er m.a. viitnað í Völu Valtýsdóttur lögfræðing, sem segir m.a.:

 ......að meginreglan sé sú að einstaklingar með lögheimili hér á landi greiði skatta hér. Þannig skipti ekki máli hvaðan tekjur séu sprottnar, greiða þurfi skatta af þeim hér.

Það er hinsvegar túlkun starfsmanna forsetaembættisins að tvísköttunarsamningurinn segi annað. Það er ekki undarlegt að einmitt sú túlkun sé uppi á þeim bænum, en ekki þar með sagt að hún sé sú rétta. Þetta þarf einfaldlega að skoða af yfirvöldum og ekkert rangt við það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.8.2012 kl. 12:28

21 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Axel, erlendir aðilar eða jafnvel útlendingar með lögheimili á Íslandi afla sér stundum tekna hér á landi með vinnu eða með því að fjárfesta í íslensku atvinnulífi.  Það væri svolítið undarlegt ef hagnaður og tekjur þeirra þeirra væru ekki skattlagður á Íslandi heldur þar sem þeir hefðu lögheimili.

Hvað finnst þér eðlilegt?  Að tekjur séu skattlagðar í því ríki þar sem þær eiga rót sína eða í því ríki þar sem aðilarnir hafa lögheimili?

Ég hef tekjur erlendis og þar greiði ég skattana af þeim.  Ég hef líka tekjur hér á landi og greiði skattana af þeim hér.  Ekkert rangt við það.

Lúðvík Júlíusson, 14.8.2012 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband