Eftir hverju dansa glæpa limirnir, ef ekki höfðinu?

Tarfurinn, Víðir Þorgeirsson, foringi glæpasamtakana Outlaws er laus úr haldi eftir að dómari hafnaði kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald.

tarfurinnÞað hlýtur að vekja upp spurningar, eftir stórtækar aðgerðir lögreglu gegn glæpasamtökunum, hvar eiturlyf, gambri, landi, eimingartæki, vopn og hvaðeina var haldlagt, að foringja glæpamannanna skuli sleppt að skipun dómara og hann þannig, ekki talinn tengjast málinu!

Ekki er forysta Tarfsins og stjórn og tök hans á glæpasamtökunum Outlows upp á marga fiska dansi glæpalimirnir eftir einhverju öðru en hans fyrirmælum.

Var dómaranum hótað? Það væri hrein afneitun að afskrifa það. Það er staðreynd að lögreglumönnum hefur verið hótað því að þeir og fjölskyldur þeirra væru ekki óhultar færu þeir fram í ákveðnum málum. Það væri barnalegt að ætla að glæpamenn, sem einskis svífast, beiti sér ekki með sama hætti gegn öðrum starfsmönnum réttarkerfisins.

Íslenskir glæpamenn eru því miður ekki lengur neinar dúkkulísur, þeir eru orðnir alvöru, ef svo hallærislega má að orði komast.

Viðauki:

Frá því var greint í hádegisfréttum RUV að lögreglan hafi haft fyrir því áræðanlegar heimildir að glæpasamtökin Outlows hafi verið að undirbúa innrásir á heimili lögreglumanna til að beita þá og fjölskyldur þeirra ofbeldi í þeirra óþjóðfélagslega og glæpsamlega tilgangi.

Málið er litið grafalvarlegum augum, eðlilega, en ekki allstaðar greinilega.

Þetta styður, frekar en hitt, að dómaranum sem sleppti Tarfinum úr haldi hafi hreinlega ekki verið sjálfrátt! 


mbl.is Kröfu um gæsluvarðhald hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hótun kemur vel til greina.  Þetta er hneyksli og ennþá meira hneyksli er viðtal við forystusauðinn í fréttunum.  Algjör aulagangur fréttamannsins, sem var eins og smákrakki á tali við GUð, eruð þið glæpasamtök??? Og því er verið að aðstoða þetta lið við að réttlæta sig í fjölmiðlum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 13:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég bara næ þessu ekki Ásthildur, er verið að afhenda þessum mönnum þau völd sem þeir ásælast og þeim best hentar?

Erum við stödd í Hollywood reyfara bíómynd, eða er þetta veruleikinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2012 kl. 13:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta virðist vera veruleikinn.  Málið er að ef þetta er svona, þarf að fá fleiri harðjaxla í dómarasæti.  Ef hægt er að múta þeim eða hræða vinstri hægri, eru þeir ekki verki sínu vaxnir. 

Ég átti ekki orð þegar ég heyrði að foringinn hefði sloppið, og datt það sama í hug og þér, hótun var mín fyrsta hugsun.  En svo hvað með lögregluþjónna sem búast við innrás?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 13:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sérstaklega þegar það hefur verið gefið út af fróðum mönnum að foringjarnir beiti fyrir sig yngri  mönnum til að vinna skítverkinn.  Þeir eru bara verkfæri í höndum þessara bullia.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 13:51

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..og þeir sem att var á foraðið, segja ekki neitt, því þá munu þeir ekki kemba hærurnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2012 kl. 14:06

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki endilega þeir sjálfir, glæpamennirnir eru sérfræðingar í að finna út hvað svíður mest, það getur allt eins verið barnið, systkini eða foreldrarnir.  Láttu mig þekkja þetta, þó langt sé liðið um.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband