Hörð samkeppni eða grímulaust samráð

Bankarnir streða við að telja fólki trú um að á milli þeirra ríki hatröm samkeppni og að þar sé hvergi gefið eftir.

Bankarnir munu eflaust halda því fram að þessi hraðbanka gjaldtaka sé dæmi um samkeppnina og að það sé alger tilviljun að bankarnir hafi allir tekið gjaldtökuna upp sama daginn.

Samráð er það fyrsta og eina sem almenningi dettur í hug.

Er samráð ekki bannað?


mbl.is Rukkað fyrir þjónustu hraðbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það á að vera það, en því miður virðist engum reglum vera fylgt eftir í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2012 kl. 12:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig á annað að vera, er ekki enn sama fólkið í bönkunum og dansaði hvað ákafast í kringum gullkálfinn á mektardögum græðginnar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 12:13

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég á afskaplega bágt með að trúa því að þetta sé eitthvað nýtt af nálinni.

Þykist muna eftir svona gjaldtöku frá því að ég fékk mitt fyrsta debetkort. Það eru komin alveg 10 ár síðan.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.10.2012 kl. 12:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga, það hefur lengi verið tekið svokallað færslugjald á hverja notkun debetkorta. En fram að þessu hefur notkun hraðbankanna verið gjaldfrí.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 12:46

5 identicon

En er leifilegt að rukka falin gjöld? Ég hélt nú að búðir væru sektaðar um 200 000 kall fyrir að gefa upp rangt verð. En hvergi stendur á hraðbönkum að þeir kosti. Gjaldtakan byrjaði auglýsingalaust, er þetta ekki að brjóta neytenda lög líka?

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 14:57

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð ábending Guðmundur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 15:35

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Maður getur spurt sig af hverju og hvernig það tók tvær heilar vikur fyrir þessa frétt að rata í fjölmiðla.

Marta B Helgadóttir, 16.10.2012 kl. 16:44

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já segðu!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 17:26

9 identicon

Reyndar hófst gjaldtaka bankanna ekki á sama degi.

Í fréttinni kemur fram að Íslandsbanki hafi byrjað að rukka 1.okt. síðastliðinn, en ég veit að Landsbankinn mun byrja að taka gjaldið 22.okt.

Sara (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:28

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég var ekki að tala um færslugjöldin.

Ég nota aldrei hraðbanka nema hjá þeim banka sem ég versla við, vegna þess að mér hefur verið margbent á að bankar rukki viðskiptavini samkeppnisaðila fyrir notkun. Og þá af starfsfólki bankanna.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.10.2012 kl. 20:39

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Héðan í frá mun ég aldrei nota hraðbanka!

Sigurður Haraldsson, 17.10.2012 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband