Hengjum ekki bakara fyrir smið

Ég hef engar forsendur, frekar en aðrir á þessu stigi málsins, til að móta mér vitræna skoðun á þessu máli Guðmundar Arnar Jóhannssonar framkvæmdastjóra Landsbjargar. Málið hefur þó, við fyrstu sýn, alla burði til að verða leiðindamál fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg, sem tengist málinu líklegast aðeins sem vinnustaður framkvæmdastjórans.

Það ríður á að menn gæti hófs í allri umræðu um málið og fari ekki inn á þær brautir að laska Slysavarnarfélagið með því að tengja það þessum meintu afbrotum að órannsökuðu máli og geri það að sökudólgi eða blóraböggli. Það er okkar hagur að skaða ekki Landsbjörg því laskað Slysavarnarfélag er löskuð þjóð.

Því miður virðist „framkvæmdastjóri“ Landsbjargar hafa stigið fyrsta skrefið inn á þá braut, meðvitað eða ómeðvitað, þegar hann gaf í skyn að félagið hafi hugsanlega verið skotmark hinna óvönduðu manna sem að baki þessum tilhæfislausu ásökunum standa.


mbl.is „Umrætt myndband er tilbúningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Hjartanlega sammála þér í þessu.

Björn Jónsson, 31.10.2012 kl. 14:10

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Það er bara nákvæmlega ekkert í þessu "myndbandi"  Orð í tveggja manna tali án nokkurrar staðfestingar hver er hver, texti á skjá.  Hvar eru "sönnunargögnin"? 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 31.10.2012 kl. 15:18

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú verður gaman hjá "nafnlausu bloggurum" sem allt vita í svona málum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 31.10.2012 kl. 16:00

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú þegar búin að missa einn vin út á að ég hætti mér inn á þessar slóðir með blogg, fannst ég samt svo varkár og dæmdi engann, fannst þetta þó lykta af skemmdarverki á hendur Landsbjörgu sem mér finnst hræðilegt. Viltu gera mér greiða og lesa bloggið mitt og segja mér hvort þér finnst ég vera að "slúðra"

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2012 kl. 17:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu undarlega máli. Falskar ásakanir um alvarlega glæpi eru að mínu mati jafn alvarlegar og meintir glæpir.

Ég sé ekkert athugavert við færsluna þína Ásdís.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.10.2012 kl. 18:43

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Svo sammála þér nágranni..Við eigum allt undir björgunarsveitunum og erum um þessar mundir að kaupa KARLINN þeirra til að styrkja hverja og eina sveit. Maðurinn gæti hafa gert eitthvað sem miður hefur verið en að líkinum áður en hann tók við þessu starfi..Enginn er samt sekur fyrr en sekt hefur verið sönnuð.

Kveðja úr Stafneshverfinu.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.11.2012 kl. 08:47

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

:)

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2012 kl. 10:09

8 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Vildi bara benda þér á að myndbandið á Youtube er titlað "General Manager Landsbjorg"  Það er því augljóst, í mínum augum, hvert skotmarkið var.  Það var staða Guðmundar hjá Landsbjörgu og þar með var það félag dregið inn í þetta af þeim sem settu þetta saman.  Mér skilst að þessi upptaka hafi átta að eiga sér stað 2 eða 3 árum áður en hann hóf störf hjá Landsbjörgu. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 1.11.2012 kl. 15:53

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef það er tilfellið Arnór, að markmiðið hafi verið að skaða Landsbjörg, þá er meiriháttar skítlegt eðli á ferð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.11.2012 kl. 17:29

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Silla og aðrir, ég má ekki til þess hugsa að Landsbjörg skaðist af þessu máli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.11.2012 kl. 17:30

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Held að það sé best að bíða átekta og sjá hvað er í gangi, eða öllu heldur hvað olli því að Guðmundur Andri sagði af sér. Mér sýnist þó á öllu að hann vilji fyrir engan mun skaða Landsbjörgu, enda fullyrðir hann að mál sitt hafi ekkert með félagið að gera.

Sé einhver vitleysingur, eða jafnvel brjálæðingur, að reyna að skaða Landsbjörgu með þessum hætt er það stóralvarlegt mál, og skyldi því kappkosta að finna út úr því hver sökudólgurinn er.

Björgunarsveitirnar eru lífsankeri svo margra að þetta má ekki viðgangast.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2012 kl. 00:43

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef það hefur verið markmiðið að skaða Landsbjörg er tímasetningin hárrétt, nú þegar í hönd fer aðal fjáröflunartími björgunarsveitanna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2012 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.