Hvort kemur á undan, jólasveininn eða afsökunarbeiðni Ögmundar?

Það kann vel að vera að spár Veðurstofunnar, sem dögum saman spáði þessu óveðri, hafi farið gersamlega framhjá félaga Ögmundi Jónassyni ráðherra.

veðurkortHvað er það sem kemur félaga Ögmundi Jónassyni ráðherra til að stíga í ræðustól Alþingis og fullyrða þá vitleysu að enginn hafi varað við óveðrinu og að það hafi komið mönnum gersamlega á óvart?

Félaga ráðherra virðist ekki hafa dottið í hug að kanna málið agnargögn áður en hann steig í ræðustól Alþingis og ruddi úr sér bullinu. Félagi ráðherra hlýtur að stíga fram og biðja hlutaðeigandi afsökunar, hafi hann snefil af sómakennd. En kannski er vænlegra að trúa á jólasveininn en að reikna með því.

Menn hljóta framvegis að taka allt sem frá félaga Ögmundi kemur með fullum fyrirvara,  þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa þegar tamið sér þá góðu reglu.


mbl.is Ummæli ráðherra komu Veðurstofunni í opna skjöldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jólasveininn

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 10:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jólasveinninn kemur örugglega á undan til byggða og mér finnst mjög hæpið að hann gefi Ögmundi nokkuð í skóinn...........

Jóhann Elíasson, 8.11.2012 kl. 10:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú, jú Ömmi fær í skóinn - myglaða kartöflu árgerð ´85.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 11:03

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli ef Jólasveinninn hugsar málið þá sé kartaflan of góð fyrir hann jafnvel þó það verði farið að slá hressilega í hana....

Jóhann Elíasson, 8.11.2012 kl. 11:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jæja þar fór túin á jólasveininn. Gott hjá Ögmundi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 12:06

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En þegar ég las betur yfir yfirlýsingu Ögmundar yfir þá sá ég að ég var fullfljótur að kasta trúnni á jólasveininn og bið ég hann afsökunar á því.

Þegar betur er rýnt í afsökunarbeiðni Ögmundar, dregur hann nokkuð í land í orðalagi en að því er best verður séð þá stendur fyrri meining eftir lítt högguð.

Betur má ef duga skal Ömmi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 12:16

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viðurkenni að ég las þetta ekki nema rétt flaug yfir.  En ég trúi á jólasveininn rétt alveg eins og Guð.  Hann er til í hjörtum barnanna og þar með til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 12:24

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Aldrei hefur hvarflað að mér að skaða trú barnshjartans með mínu trúleysi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 14:46

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn Guð er reyndar ljósið í sjálfri mér en ekki gamall karl með skegg og faðir Jesú

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 17:02

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá erum við á svipuðu róli Ásthildur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 17:45

12 identicon

Trúarbrögð sem á trúa á "Guð föður" svonefndan, nema Mormónismi, segja að Guð sé ekki maður, hafi ekki mannlegan líkama, og ekki kyn, og sum þeirra, eins og Gyðingdómurinn, trúarbrögð þessa Jesús, kalla það guðlast að gera að því skóna Guð hafi kyn og sé í mannsmynd. Guði er stundum líkt við föður í trú Jesús, en Biblían, sem lítill hluti Gyðingasiðs var byggður á, líkir honum líka víða við móður. En að segja að þessi Guð og raunverulegt kyn var bannað. Þessi Guð átti að vera uppruni heimsins alls, og neisti hans að búa innra með manninum, og það lærði þessi Jesús og trúði á. Kallinn í skýjunum er ekki kominn frá Jesús eða hans trú, heldur innblásinn af verum eins og Zeus, grískri hliðstæðu Óðins, sem stundum voru gerðar myndir af og var hann þá alltaf gamall maður með skegg. Jahve, Guði gyðinga, voru aldrei gerðar neinar myndir af og það var bannað og væru þær myndir af "manni" þá var það kallað guðlast.

Kall með skegg. (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 19:42

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skeggur, ætternið á þessu innleggi leynir sér ekki þetta er sama torskylda tuðið og í annarri færslu við þetta blogg þá heitir þú Halldór. Vonandi er allt í lagi hjá þér Halldór skeggjuðum eða skegglausum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 21:49

14 identicon

Ögmundur minnir um margt á jólasveininn. Góðlegur, viðfelldinn og með gott hjartalag.

Áslákur (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 22:03

15 identicon

Þó er einn sláandi munur á þeim bræðrum, Ögmundi og jólasveininum. Þeim síðarnefnda hafa kaupmenn rænt og er hann fangi kapítalismans og neysluhyggjunnar. En Ögmundi er ekki hægt að stela eða kaupa, hann sér í gegnum tálsýnir auðmanna frá Tíbetsdeild heilaþvottarráðuneytis Kína.

Áslákur (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 22:07

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú verður að fara að ákveða Áslákur Halldór Örn Y með skegg hvað þú heitir eða finna einhvern sem getur sagt þér það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 22:58

17 identicon

Meðvirkni fjölmiðlafábjána og sjálfskipaðrar bloggelítu kristallast í þessu meinta Ömmamáli. Blessuðum ráðherranum varð það á að segja satt á Alþingi og þið gjörsamlega tapið ykkur í uppskrúfuðum bloggæsingi.

Það var ekki varað við fjárskaðaveðrinu mikla í september sl. - svo einfalt er það bara. Veðurstofa Íslands hafði ekki samband við almannavarnir og engin viðbragðsáætlun var í gangi. Reynið að fara rétt með staðreyndir - jafnvel þó það geti verið erfitt fyrir Grindjána!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 01:38

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gaman þegar menn rembast við að setja saman svona hástemmda og föðurlega umvöndun Hilmar, langt umfram sína getu en geta svo ekki stillt sig um að sína sitt rétta andlit og grípa til uppnefna.

Ég er ekki Grindvíkingur og því missti þessi fýlubomba gersamlega marks. Það er lágkúrulegt að uppnefna heilt bæjarfélag, sem ekkert hefur til saka unnið, til að fullnægja vandlætingu þinni og gremju í minn garð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2012 kl. 22:12

19 identicon

Talandi um "hásetmmda umvöndun" Seli minn

Þú mátt nú ekki egna mér eigin afrek. Eftir að vera búinn að toppa bloggvandlætingarbullið út af meintum afrekum Ömma á Alþingi virðist beiskur raunveruleikinn vera þér um megn - hvort sem þú ert innfluttur eða fæddur Grindjáni.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.