Hver væri stuðningurinn við Bjarna, væri sömu reikniaðferð beitt og hann notaði sjálfur í þjóðaratkvæðagreiðslunni nýverið?

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárfrumvarpið um daginn mætti helmingur kjósenda á kjörstað og kaus. Tveir þriðju greiddu stjórnarskrárfrumvarpinu atkvæði sitt sem útlagðist rúm 64% greiddra atkvæða.

bjarniformÞá niðurstöðu gat Bjarni Ben ekki unað við og dró upp á dekk alla sem heima sátu og ekki kusu og bætti þeim við nei atkvæðin á kjörstað og fann þannig út að stuðningur við stjórnarskrárfrumvarpið væri ekki nema 30% og því gífurlegt áfall fyrir ríkisstjórnina, sem ætti að segja af sér.

Þar sem Sjálfstæðismenn liggja á félagatali sínu eins og ormar á gulli er fjöldinn á kjörskrá óljós. En gefum okkur að kjörsókn hafi verið 50% eins og í þjóðar- atkvæðagreiðslunni. 

Bjarni Benediktsson fékk 54%  greiddra atkvæða í þessu prófkjöri. Ef reikniaðferð Bjarna er notuð og þeir teknir sem höfnuðu Bjarna á kjörstað að viðbættum þeim sem ekki kusu Bjarna með því að sitja heima þá hefur hann aðeins fylgi 25% sjálfstæðismanna og 75% þeirra hafna honum alfarið.

Ætla mætti að Bjarni sæi sína sæng uppreidda, færi að eigin ráðum og segði af sér. En það gerir hann vonandi ekki, því vandfundinn er meiri dragbítur á eigin flokk en vafningurinn Bjarni Ben.

 
mbl.is Bjarni með 54% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Birgir Ármanns  á eftir að reikna fylgi Bjarna upp. Formaðurinn sópaði að sér fylgi ógreiddra atkvæða.

hilmar jónsson, 11.11.2012 kl. 11:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir reikna hann upp í fylgi Stalíns 103%, furðu margt sem þeir sækja í þá smiðju.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2012 kl. 11:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann hefði alveg mátt fá minna mín vegna.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2012 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband