Einföld lausn á morðárásum í skólum - vopnum kennarana!

Obama forseti er milli steins og sleggju í vopnabrjálæði landa sinna. Það er alveg sama hvað hann gerir, hann stígur allstaðar á skottið á viðkvæmum atkvæðum. Það er höfuðótti allra pólitíkusa, sem hafa ekki bein í nefinu.

Obama íhugar, að sögn, að færa byssulöggjöfina aftur fyrir 2004 þegar Bush karlinn rýmkaðir hana því hann taldi nauðsynlegt að hríðskotabyssur yrðu staðalbúnaður sem flestra heimila.

Af ótta við að hríðskotabyssur, eins og sú sem notuð var í voðaverkunum í Newtown, verði bannaðar, streyma Bandaríkjamenn nú og sem aldrei fyrr og í kapp við tímann, í byssubúðir til að tryggja sér þessi nauðsynlegu heimilistæki.

Það kemur ekki á óvart að Repúblikanar fái hland fyrir hjartað sé það nefnt að takmarka þurfi möguleika Bandaríkjamanna á að nýta sér meintan stjórnarskrárbundin rétt þeirra til að drepa samlanda sína.

Rick Perry ríkisstjóri í Texas, sem átti sér þann draum að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í síðustu kosningum, en náði ekki einu sinni upp í þann gáfumannaflokk, hefur snjalla og einfalda lausn á síendurteknum skotárásum í skólum landsins.

Repúblikanalausn Perry er auðvitað ekki sú að fækka byssum eða aðgengi að þeim, ó-nei. Hann Perry karlinn vill ekki flóknar lausnir, hann vill hafa þetta einfalt og gott.

Hann vill vopna kennarana!

Þá er auðvitað „rökrétt“ framhald á ruglinu að vopna börnin ef ske kynni að kennarinn færi af sporinu.

 

mbl.is Obama vill banna hríðskotavopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður pistill Axel..

hilmar jónsson, 18.12.2012 kl. 22:02

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Virkar í ísrael. Af hverju ekki annarsstaðar?

Millistéttin í Ísrael er stærri en á flestum öðrum stöðum - það er viss breyta.

Mér lýst vel á þennan Perry. Hann er mjög ólíkur þessum týpíska íslending. Sem er gott. Óvenjulegt fyrir suðurríkin.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2012 kl. 22:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þið eigið ykkur heillandi framtíðarsýn Ásgrímur, þú og þínir félagar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.12.2012 kl. 22:41

4 Smámynd: Jens Guð

  Byssur virðast vera banvænar.  Margar byssur virðast vera banvænni en fáar byssur.  Það er komin reynsla á það. 

Jens Guð, 18.12.2012 kl. 23:10

5 identicon

Virkar í Ísrael, segirðu, Ásgrímur? Þetta er komið til af tómri neyð í þeim bæjum þar sem þeir vopna skólanna þar. Sömu neyð og er ástæða þess að fjöldi gyðinglegra grunnskóla eru vaktaðir af vopnuðum öryggisverðum frá lögreglunni bæði í Frakklandi og á Bretlandi, og hafa verið það í þó nokkur ár. Sams konar öryggisgæslu og hefði þurft í Malmö, en borgarstjórinn neitaði að útvega, og þess vegna er Malmö, fyrrum stærsta gyðingasamfélag Svíþjóðar, nú nærri tóm af gyðingum, vegna þess fólk var komið með ógeð á árásum á börnin sín, en um 35% íbúa Malmö aðhyllist herskáa Islams trúa eins og Wahabisma og er smituð af sama gyðingahatri og ófáir íslenskir bloggarar og önnur andleg afkvæmi nazista. Þú ruglar saman neyð og vilja. Gyðingar Evrópu voru friðsömustu borgarar hennar fyrir aðra heimstyrjöldina. Það friðsamir að margir sagnfræðingar segja skortur á vilja til að beita ofbeldi hafi átt stóran þátt í því að svo margir af þeim dóu sem raun bar vitni. Þeir reyndu friðsamlegu leiðina löngu eftir að hún var orðin ómöguleg. Þú getur ekki borið saman Texas búa með byssuna sína og mann sem býr fyrir framan nefið á hryðjuverkamönnum.

Steinn (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 02:45

6 identicon

Rétt Steinn.  Það er með ólíkindum hvað Ísraelsmenn hafa verið seinþreyttir til vandræða, kannski svo seinþreyttir að það er að koma niður á þeim núna. 

Íslamistar, sem til skiptis grenja á samúð og á útýmingu gyðinga allah til dýrðar njóta nú samúðar hjarðdýranna á vesturlöndum óttalausir.

imbrim (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 07:55

7 identicon

Góður pistill.  Afstaða Perry kemur akkurat ekkert á óvart.

Skúli (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.