Bátnum ruggað af óþörfu

Þetta er afleitt innlegg hjá stjórnendum Landsspítalans í þann mikla starfsmannavanda sem blasir við. Ætli forstjóri spítalans hafi dregið af sínum launum þann tíma sem hann eyddi í að leita fyrir sér með starf erlendis?  

Hitt er annað mál að þrír morgnar í viku, í kjaraumræðu, er ansi ríflegt, svo ekki sé meira sagt. Í deiluna er komin kergja og stífni, sem hefur aldrei stuðlað að lausn deilumála fram að þessu.


mbl.is Fá fjarvist fyrir að mæta á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ætli stjórnandi spítalans hafi stimplað sig út á meðan hann spjallaði við Guðbjart um hvernig þeir gætu samið um hnífasett í bakið á öllum starfsmönnum spítalans?

Óskar Guðmundsson, 16.1.2013 kl. 16:12

2 identicon

Eru "lífeindafræðingar" að sinna sinni vinnu á meðan hangið er á fundum í vinnutíma? Á almenningur að borga skatta vegna þessa? Hvaða fordæmi væri það? Ég vann hjá ríkinu í 25 ár. Innan um var "starfs"fólk sem sífraði um starfsmannafundi og námskeið sí og æ. Þetta var undantekningalaust fólkið sem sveikst um sína vinnu hvenær sem færi gafst, og kemst upp með það ennþá, smjaðrandi fyrir stjórnendum sem þora ekki að taka á þessu fólki sem þó rægir þá á bakið!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 16:32

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hrútur.

Það þarf ekki að heygja neina kjarabaráttu fyrir þig sem sagt?

Óskar Guðmundsson, 16.1.2013 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband