Dagsskipun flokksins er: Öllu skal fórnað fyrir vafninginn og hans spillta lið (lesist - pakk)

Er Hanna Birna að svara kalli hins almenna flokksfélaga og kjósenda með þessu varaformannsframboði, hún sem hafði áður alfarið hafnað þeim möguleika?

Þetta nýjasta framlag Hönnu Birnu er augljóslega að boði flokkseigandafélags Sjálfstæðisflokksins og er ekki sniðið til þess að koma flokknum, sem slíkum, til valda heldur til að tryggja völd „réttra“ manna, flokksgæðinga með réttu hagsmuna tengslin.

Flokkeigandafélag Sjálfstæðisflokksins sér að hægt og örugglega fjarar undan því litla trausti sem almenningur hefur á Bjarna Benediktssyni og vill tryggja að Hanna Birna fari ekki gegn „glataða syninum“ á flokksþinginu.

Flokkseigandafélagið kýs ætterni og hagsmunatengsl fram yfir heiðarleika og æru, því vill það frekar spilltan og ærulausan karl í forystu en heiðarlega konu, sem hefur unnið sér það eitt til saka, að þeirra mati, að vera „ættsmærri“ en vafningurinn Bjarni, þrátt fyrir afgerandi umfram mannkosti.

Flokkseigendafélagið ætlar Hönnu Birnu það eina hlutverk að lyfta vafningnum upp í embætti forsætisráðherra, sem verður meiriháttar pólitískt hneyksli, jafnvel á íslenskan mælikvarða. 

Lítil leggst fyrir góða stúlku að þrælmenni skuli henni að fjörtjóni verða!


mbl.is Býður sig fram til varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er nú hirðmey Kjartans Gunnarssonar orðin að góðri stúlku. Kannski líka óspjölluð?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2013 kl. 19:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það stendur þér nær Jóhannes, en mér, að leiðrétta missýn mína, sé hún einhver.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2013 kl. 19:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Talandi um meydómsspjöll Jóhannes: Var Jón Hreggviðsson ekki spurður að því erlendis hvort það væri rétt að á Íslandi teldust konur hreinar meyjar uns þær hefðu átt sjö börn í lausaleik?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2013 kl. 19:35

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kiljan kunni að koma við kaunin hjá Íslendingum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2013 kl. 19:46

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hanna Birna vill líklega vel, en þeir sem stjórna henni sjá einungis gróða fárra innan flokka-klíkunnar af sölu LANDSVIRKJUNAR til einkavinaklúbbsins.

Ég fullyrði að sjálfsögðu ekki að þetta mat mitt sé rétt, en þetta var það fyrsta sem fór í gegnum hugann. Ég vil þessari konu allt annað en að vera verkfæri glæpaflokks.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.2.2013 kl. 21:37

6 identicon

Útgefandi Kiljans sagði spillingu nauðsynlega fyrir frjóan jarðveg listanna. Hann sagði bestu blómin gróa hjá fjóshaugnum. Sé satt að segja engan mun á Bjarna, Steingrími og Halldóri Kiljan. Þeir eiga vel saman eins og blóm í vendi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 09:21

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit satt best að segja ekki Anna Sigríður, hvað gimbrin Hanna Birna er að vilja innan um úlfana.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.2.2013 kl. 11:07

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hreint ekki sama Elín, hvernig blóm veljast saman í vönd, eigi hann að vera augnayndi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.2.2013 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband