Fylgi Sjálfstæðisflokksins er í frjálsu falli en samt reynir flokkurinn ekki að draga úr fallinu

Það þarf aðeins eina ákvörðun til að stöðva eða draga úr fylgishruni Sjálfstæðisflokksins. Hún er sú að knýja kjánaprikið Bjarna Benediktsson til afsagnar hið snarasta eða rífa hann ella frá bjarniformstýrinu og kasta honum fyrir borð og fela Hönnu Birnu stjórnina.

Innviðir flokksins verða auðvitað eftir sem áður myglaðir  og morknir en þessi kattarþvottur gæti verið flokknum nægjanleg andlitslyfting til að stöðva fall hans eða draga úr því.

Tíminn er naumur og þessa hallarbyltingu þyrfti að framkvæma sem fyrst. En það er engin hætta á að því að það gerist, til þess eru Sjálfstæðismenn alltof spéhræddir og sjálfumglaðir. Þá langaði til að láta Bjarna fjúka á landsfundinum, en brást kjarkurinn. Þeir óttuðust að missa við það andlitið, þetta líka andlit.

 
mbl.is Framsóknarflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Já Axel,Bjarni Ben er meysemdin og það skilur hann ekki.það er ekki nóg að vera af slæmum Ættum eins og Engeyjarætt það sem alt snýst um peninga........

Vilhjálmur Stefánsson, 26.3.2013 kl. 16:33

2 identicon

Skil ekki allar þessar vangaveltur um fylgi Íhaldsins og hækjunnar.

Það er summa stærðanna tveggja, D + B sem skiptir máli, en ekki hver stærð fyrir sig. Þetta eru flokkar sömu hagsmunahópa samfélagsins, enda undir forystu skilgetinna afkvæma mestu braskara og fjárglæframanna samfélagsins á mölinni fyrir sunnan; Vafningur + Kögun. 

Summan ætti að vera áhyggjuefni, en ef innbyggjarar eru svona skyni skroppnir, Ok, so be it!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 16:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er skiljanlegt Vilhjálmur, að Bjarni sjái það ekki sjálfur eða vilji ekki sjá það.

En það er óskiljanlegt að flokksmenn skuli bæði sjá það og skynja, en aðhafist svo það eitt að kjósa hann enn og aftur til forystu á landsfundinum.

Sjálfstæðismenn eiga því þennan formann sinn svo sannarlega skilið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2013 kl. 17:06

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nokkuð til í þessu Haukur, það er kannski ekki spurningin hvort þessi flokkar myndi næstu ríkisstjórn, heldur frekar hver leiði stjórnina.

Og fari svo þá eigum við þá ríkisstjórn svo sannarlega skilið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2013 kl. 17:08

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

breytir engu með að skipta út bb - miklu meira þarf

Rafn Guðmundsson, 26.3.2013 kl. 18:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er meira en tilbúinn að kaupa það Rafn. En Sjallarnir þyrftu ekki að brjóta nein prinsip með því að kasta BB, það væri því tilraunarinnar virði. Bjarni verður flokknum aldrei til gagns, af hverju dröslast Sjallar þá með þetta lík í lestinni, vitandi vits.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2013 kl. 19:01

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Sjálfstæðisflokkurinn starfar í þágu auðklíkna og auðvitað fáránlegt að hann skuli sækja fyfgi sitt út fyrir þann hóp. Varla er 25% þjóðarinnar auðmenn og braskarar ?

Annars sammála Hauk. Þetta eru sömu meinin Framsókn og Sjálfstæðisflokkur.

Sorglegt þó að Samfylkingin virðist upp á síðkastið leggja alla sína orku í að slaga upp í þessa 2 flokka hvað ómerkilegheit varðar.

hilmar jónsson, 26.3.2013 kl. 20:29

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Venjulegt launafólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn Hilmar, kosningar eftir kosningar hlýtur að vera  haldið einhverskonar sjálspíningarhvöt 

Ég fagna því Hilmar að ákveðin teikn séu á lofti hvert hugur formanns Samfylkingarinnar beinist. Því get ég forðað mér frá því upplifa enn einu sinni það hugarvíl sem Viðeyjarferð Jóns Baldvins og Þingvallaskreppur Imbu ollu á sínum tíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2013 kl. 20:58

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Held ég sé að missa trúnna á gömlu flokkunum. Þetta er ekki að virka.

hilmar jónsson, 26.3.2013 kl. 21:11

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Taktleysi þessa sjálfstæðisflokks er með ólíkindum. Það var löngu fyrirséð að hann gæti ekki orðið annað en sterkari með HBK sem formann. Ekki varð af því.

En það sem virkilega fór illa með þá var þessi fáránlegi landsfundur. Þar opinberaðist nefnilega hverjir raunverulega ráða fyrirbærinu og hverjar áherslur þeirra eru. í kjölfarið hefur fólk þarna innanborðs að sjálfsögðu farið að hugsa sinn gang (þ.e.a.s. þeir sem geta hugsað sjálfstætt) og auðvitað er niðurstaðan sú að flokkurinn er í frjálsu falli.

Og það gleðilega er að ég sé ekki að þeir hafi neina leið til að redda þessu fyrir kosningar

Þetta hlýtur þó að teljast gríðarlegt afrek í sjálfu sér, hafandi verið í notalegri stjórnarandstöðu gegn óvinsælustu ríkisstjórn í áratugi. Þó væri jafnvel enn meira afrek að verða áfram í stjórnarandstöðu eftir kosningar, eins og margt bendir nú til.

En ertu að meina þetta Hilmar, hafðir þú virkilega ennþá einhverja trú á gamla draslinu eftir það sem á undan er gengið...? 

Haraldur Rafn Ingvason, 26.3.2013 kl. 23:22

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta greinargóða innlegg Haraldur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2013 kl. 10:16

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ágætis komment hjá ykkur og ég er sammála með D og B  en drottinn forði okkur frá öðrum eins vitleysing og formann samfylkingar, ég er nú bara hrædd fyrir hönd þjóðarinnar ef hann kemst að borðinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.3.2013 kl. 11:20

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég lít svo á Ásdís að með Árna sem formann Samfylkingarinnar sé mikið hreinlegra að kjósa Sjálfstæðisflokkinn beint en að koma honum til valda með atkvæði greiddu Samfylkingunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2013 kl. 11:29

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst hræðileg tilhugsun ef S og D fara saman í ríkisstjórn.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.3.2013 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband