Besta gabbið ekki gabb

Það var eðlilegt að setja þetta nýja framboð á koppinn í dag 1. apríl. Allir líta auðvitað á þetta sem gabb,  enda er formaður framboðsins, Pétur Gunnlaugsson trúður á Útvarpi Sögu,  eitt allsherjar aprílgabb.

Það verður með þetta „aprílgabb“ eins og önnur slík, það lifir daginn en er svo öllum gleymt.

  


mbl.is Átta samtök standa að Flokki heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pétur og Arnþrúður Sögusletta ráku mikinn og hatraman áróður fyrir  framboði Lýðræðisvaktarinnar og snérist útsending Útvarps Sögu dögum saman um það eitt.

En þegar í ljós kom að lítill sem enginn áhugi var innan Lýðræðisvaktarinnar að framboð LV  snérist eingöngu um persónulegan frama þeirra tveggja stukku þau frá borði.

Ég held að heilagur Halldór í Holti geri sér ekki fyllilega grein fyrir hvaða nöðrur hann elur sér við brjóst fyrr en þær bíta. Þess verður ekki langt að bíða. Ég gef því viku, hámark.

Útilokað er að þessi undarlegi framboðsbræðingur lifi sameinaður fram að kosningum með þetta þokkapar innanborðs, sem nærist á sundrungu og illmælgi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2013 kl. 00:25

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sama hvar þessi skötuhjúin birtast, fólk með fulle femm mun forða sér.

hilmar jónsson, 2.4.2013 kl. 09:46

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var svoooo viss um að þetta væri aprílgabb .... svo það má eiginlega segja að ég hafi hlaupið 1. apríl

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2013 kl. 10:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vonaði að þetta væri aprílgabb, heyrði smá ávæning af útvarpi Sögu í strætó fyrir nokkrum dögum, þá voru Arnþr. og Pétur að ræða þessi mál, hélt hreinlega að það væri skollinn á heimsendir, þvílík læti í þeim

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2013 kl. 12:05

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég var alveg sannfærð um að þetta væri aprílgabb og hló mig nánast í kekki.

Svo ég varð frekar vandræðaleg þegar ég komst að því að þetta væri fúlasta alvara.

Hvaða viti borni maður samþykkir Pétur Gunnlaugsson sem formann yfir einu né neinu?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.4.2013 kl. 12:34

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segðu IAA 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2013 kl. 13:26

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég get nú ekki orða bundist. Þetta blogg og eftirfylgjandi athugasemdir eru sláandi dæmi um það sem í daglegu máli kallast illmælgi. Það hljómar eins og þið lumið á einhverjum kræsilegum sora eða óhróðri um Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúði Karlsdóttur, án þess þó að segja það berum orðum. Er þetta ekki það sem kalla mætti dylgjur?

Jónatan Karlsson, 2.4.2013 kl. 17:08

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já sæll!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2013 kl. 18:41

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það skemmir verulega gildi aprílgabba sú hugmyndasnauð fjölmiðla, að til undantekninga heyrir nú orðið ef gabbið er ekki eingöngu ætlað  höfuðborgarbúum.

Þetta sýnir klárlega að fjölmiðlar almennt telja að við landsbyggðarfólkið erum of gáfuð til að hægt sé að láta okkur hlaupa apríl, sem er vitaskuld öldungis rétt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2013 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.