Verður nauðgun barna lögleidd?

Hollendingar virðast telja sér skylt, í nafni frelsis, að ryðja brautina fyrir hverskonar öfga, óra og ónáttúru. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úrskurður áfrýjunarréttar þess efnis að félagsskapur sem hefur nauðgun barna sem aðal áhugamál sé hið eðlilegasta mál.

Hollendingar eru núna að átta sig á því, að fenginni biturri reynslu, að fíkniefna frelsið sem leit svo dæmalaust vel út fyrir nokkrum árum, er hreint ekki að gera sig eins og vonir stóðu til. Í staðin fyrir að bakka frá bullinu grafa þeir sig aðeins dýpra í viðbjóðinn.

Núna virðast Hollensk yfirvöld ætla að toppa sjálfa sig í bullinu, fórnarlömbin verða að þessu sinni börn. Dómstóll þar í landi hefur úrskurðað að samtök sem berjast fyrir lögmæti „kynlífs“ barna og fullorðinna séu fyllilega réttmæt og sé frjálst að breiða út sinn boðskap!

Er hægt að sökkva sér dýpra í viðbjóðinn?

  
mbl.is Barnaníðssamtök ekki bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Þetta er í góðu lagi meðal múslima enda er þetta það sem þeirra fyrirmynd Múhameð gerði.

Mofi, 3.4.2013 kl. 08:11

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Fyrst voru það samkynhneigðir sem "fengu allt sitt í gegn" og "nú þetta" ?

Er virkilega hægt að bera saman samband tveggja fullorðinna einstaklinga sem eru nógu gamlir og þroskaðir til þess að gefa samþykki sitt, og einstaklings sem nauðgar barni?

Er ekki í fokkin' lagi?

Þegar samkynheigðir voru að "fá allt sitt í gegn", voru þeir fyrst og fremst að fá að njóta þeirra mannréttinda sem þeir hafa alltaf átt rétt á.

Frelsi sem einstaklingar, og réttindi sem pör. Ekki eins og þeir hafi verið að sækja um undanþágur til nauðganna.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.4.2013 kl. 09:33

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei er ekki guðsútvalinn mættur veifandi umburðarlyndinu og fyrirgefningunni á báðar hendur.

Ég hélt að ég hefði verið búinn að gera þér ljóst Mofi að láta heimsóknir hingað eiga sig þangað til þú biðst afsökunar á ummælum þínum. Ég árétta það hér með.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2013 kl. 10:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ármann, það er ekki glóra í því að jafna samkynhneigð við barnaníð, sama hvaða skoðun sem menn kjósa að hafa á samkynhneigð.   

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2013 kl. 10:11

5 identicon

Vissulega er þétta ógeðslegur félagshópur af fólki en taktu eftir, stjórnvöld ætla ekki að banna þetta félag þar sem félagið brýtur ekki lög.

Þetta er merki um frelsi, þeir henda þeim í fangelsi ef þeir brjóta lög en það er ekkert ólöglegt að hittast og berjast fyrir sameiginlegu viðbjóðslegu málefni. 

Axel (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 10:58

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef það er ekki bort á Hollenskum lögum nafni, að hvetja til nauðgana á börnum, erum við þá ekki sammála um að þar sé pottur brotinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2013 kl. 11:53

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef það er ekki brot á...... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2013 kl. 12:55

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég las fréttina Ármann. Kynlíf með barni er og verður alltaf nauðgun. Börn hafa hvorki vitsmuna né tilfinningaþroska til þess að gefa samþykki sitt fyrir kynlífi.

Þótt að einhver hópur níðinga neiti að kalla þetta nauðgun, þá er þetta samt nauðgun. Börn eru ekki kynverur.

Þú ættir kannski að hella þér útí lestur rannsókna um þær afleiðingar sem nauðganir hafa á börn, og þeirra framtíðarhorfur. Slíkt er ekki hægt að bera saman við kynlíf tveggja fullorðinna einstaklinga sem báðir hafa gefið samþykki sitt, sama af hvoru kyni þeir eru.

Ef þér finnst kynlíf samkynhneigðra svona ógeðslegt, þá ættir þú kannski að hætta að hugsa svona mikið um það. Tveir fullorðnir einstaklingar sem geta gefið samþykki sitt fyrir samförum ættu að fá að njóta þeirra réttinda sama hvað þér finnst.

Axel J.

Á meðan þessi samtök fylla mig óhug og viðbjóði, þá get ég ekki séð réttlætið í því að banna samtök vissra aðila, sama hver tilgangur þeirra er. Ef það á að fara að banna fólki að hittast á samkomum, hvar endar þetta þá?

Samtök nýnasista og Ku Klux Klan fá að vera í friði, sem og flestir sér og öfgatrúarhópar: þrátt fyrir að ofantaldir hafi gerst sekir um lögbrot.

Á meðan þessi samtök fá að vera í friði, þá er það kannski þeim mun auðveldara fyrir hollensku lögregluna að fylgjast með þessum einstaklingum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.4.2013 kl. 13:01

9 identicon

mer sýnist vera komin hefð a svona viðbjóð meðal trúarofstækis manna

http://www.youtube.com/watch?v=vxemZLqhSio&feature=player_embedded

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 13:36

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að þú misskiljir þetta eitthvað Inga. Það þýðir ekki endilega þó svona starfsemi viðgangis að hún sé lögvarin. Ekki dettur nokkrum manni í hug að Mafían sé heilbrigður félagsskapur sem ætti að fá frjálsar hendur til athafna, þó ætla mætti að sumstaðar hafi hún blessun yfirvalda.

Það gengur bara ekki upp í mínum huga að lögvernda starfsemi sem þrýfst eingöngu á lögbrotum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2013 kl. 14:09

11 identicon

Hollendingar eru magnaðir. Ef það er e h vandamál í gangi þá er það lagað með því að leyfa það bara! Dóp eða e h annað skiptir engu. Og nú þetta! Auðvitað er það glæpsamlegt að hafa þetta sem e h áhugamál. Og hvað með e h annað? Ef ég fæ nú sérstakan áhuga að raðmorðum td. Má ég þá kannski bara stofna samtök sem vilja berjast fyrir því fallega málefni??

þetta er bara klikkun.

ólafur (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 20:48

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Axel:

Að sjálfsögðu ekki. Það eru til alls kyns samtök. Samtök sem berjast fyrir lögleiðingu og afglæpavæðingu fíkniefna. Samtök sem berjast fyrir afglæpavæðingu og lögleiðingu fyrir réttindum fólks til að stunda kynlíf með dýrum. Samtök sem berjast fyrir auknum réttindum, og rýmkun á lagaheimildum til byssueignar og notkunnar. Samtök sem berjast fyrir minnkuðum réttinda samkynhneigðra / litaðra. Og nú samtök sem berjast fyrir réttindum fullorðinna einstaklinga til þess nauðga börnum.

Það þrætir enginn fyrir það að það sé ólöglegt að eiga og neyta fíkniefna. Það er ólöglegt að stunda kynlíf með dýrum. Sum / flest skotvopn eru ólögleg, sem og réttindi fólks frekar takmörkuð í þeim efnum. Fordómar eru strangt til tekið ólöglegir, þ.e.a.s. í framkvæmd eða mismunun. Og það er svo sannarlega bannað að nauðga börnum.

En á sama tíma þá á ekki að taka burtu réttindi fólks til að berjast fyrir þeim málefnum sem það trúir á, sama hversu ósiðleg, ógeðsleg, út í hött og fáránleg þau eru fyrir okkur hinum. Ef við förum bara að banna hin og þessi samtök og baráttumál bara vegna þess að þau hugnast okkur ekki, þá erum við beint og óbeint, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að traðka á mál og tjáningarfrelsi fólks. Fólki er frjálst að hafa hvaða skoðanir sem því þóknast, svo fremi sem lögbrot séu ekki framin.

Mér er t.d. fullkomnlega frjálst að berjast fyrir afglæpavæðingu og lögleiðingu vissra fíkniefna; en á meðan er mér ekki frjálst að neyta þessara fíkniefna, kaupa þau eða selja. En samkvæmt þinni rökfærslu fyrir þessu, þá ætti að banna þessi samtök, vegna þess að þegar að öllu er á botninn hvolft, er framkvæmdin ólögleg, og sumum þóknast málefnið ekki.

Málið er bara, að ef að okkur hugnast ekki samtökin, baráttu- og málefni, þá er lausnin svo sannarlega ekki fólgin í banni við viðkomandi samtökum. Heldur er það í hlutverki okkar, sem þegnar í upplýstu samfélagi, að veita þessum einstaklingum ekki þau réttindi sem þeir berjast fyrir.

Kynlíf með börnum er nauðgun, sama hvernig á það er litið. Við þurfum ekki að líta í hina áttina og samþykkja það í hálfu hljóði, bara vegna þess að einhverjir rugludallar, sem eru augljóslega eitthvað andlega veikir, finnist þetta vera í lagi og vilja að okkur þyki það líka.

Afnám við banni á þessum samtökum er ekki það sama og lögvernd fyrir málefni þessara einstaklinga. Heldur bara lögvernd fyrir málfrelsið, þótt okkur hugnist það ekki.

Ólafur:

Fullt af fólki er með áhuga fyrir raðmorðum, og eyðir miklum tíma í að lesa um raðmorðingja, hugarástand þeirra, kringumstæður og fórnarlömb. Það er ekki glæpur. Þér er einnig frjálst að stofna samtök með það að markmiði að lögleiða raðmorð.

Þér er bara ekki frjálst að myrða.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 4.4.2013 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband