Er ekki frelsið dásamlegt?

Eitt er ríki í heiminum svo stútfullt af frelsi hverskonar, heimsins besta frelsi, já svo fínu frelsi raunar að nauðsynlegt þykir að troða því upp á önnur ríki, með illu ef ekki góðu.  

Í þessu landi frelsisins er frelsið svo mikið að allt er leyfilegt, eða næstum allt, það eina sem virðist vera bannað er frelsi á ferðalögum til Kúbu. Slíkt er gróft brot á viðskiptabanninu, sem þetta land "frjálsra viðskipta" setti á Kúbu þegar þeir fæddust, sem nú eru komnir yfir miðjan aldur. Að rjúfa heilagt  viðskiptabannið er einhver versti glæpur sem Bandarískir „nasistar“ geta hugsað sér, jaðrar við landráð.

Viðskiptabannið var sett á Kúbu í kjölfar þess að ríkisstjórn Kúbu þjóðnýtti eigur Bandarísku mafíunnar á eynni. Í rúm 50 ár hafa Bandarísk stjórnvöld reynt, með banninu, að þvinga Kúbu til að skila mafíunni „eigum“ hennar. Viðskiptabannið getur allt eins staðið til eilífðar, svo mikilvægt sem það er Bandaríkjamönnum að mafíunni sé staðið skil á sínu.

Í seinni tíð hefur þó ný söguskýring á viðskiptabanninu skotið upp kollinum af og til þegar hún þykir til vinsælda fallin. Sem er að ljúga upp stuðningi Kúbu við hryðjuverk! Slíkar fullyrðingar eru beinlínis hlægilegar þegar þær koma úr munni Bandarískra repúblikana sem eru friðlausir  nema bandarískir hermenn séu sem víðast út um heim að drepa fólk til að neyða upp á það þeirra gildi.

Frelsi til að segja nei við því „hjálpræði“ liggur ekki á lausu.


mbl.is Hafði Beyoncé leyfi fyrir Kúbuferðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftir áratuga misheppnaðar tilraunir til "útflutnings" á bandarískum hugmyndum um stjórnarfar og lýðræði til Kúbu, var tekin sú ákvörðun í Washington að sneypuför í þessari útrás yrði ekki leyft að eiga sér.

Niðurstaðan varð þessi: setjum viðskiptabann á þá og þá höfum við fullkomna afsökun fyrir að hafa ekki tekist að flytja út bandarískt lýðræði til þeirra eins og tekist hefur svo vel í löndum sem við höfum frelsað á borð við Kuwait, Afghanistan, Lýbíu og fleiri. Enginn mun kalla það mistök í útrásarstefnu okkar heldur getum við alltaf bent á Kúbu og sagt: það er ykkur að kenna að taka ekki á ykkur okkar hugmyndir, þið hafið sjálf kallað yfir ykkur viðskiptabann.

Núna þarf sú sem söng við vígsluathöfn forseta Bandaríkjanns, að fá leyfi ef hún vill heimsækja Kúbu.  Svona svipað og sóvéskir skákmenn þurftu að fá leyfi til að koma til Íslands að tefla hér á árum áður. Á meðan fjölskyldan þeirra var höfð í stofufangelsi svo þeir myndi nú örugglega skila sér til baka í gleðina heima fyrir...

Vil ég þá frekar búa á Kúbu norðursins en í Sovétríkjum Norður Ameríku.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2013 kl. 13:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

... sneypuför í þessari útrás yrði ekki leyft að eiga sér stað. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2013 kl. 13:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Guðmundur. Þeim væri nær að taka til heima hjá sér en þeir leggja öðrum lífsleglurnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2013 kl. 13:58

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/07/born_letust_i_aras_nato/

Það má undarlegt teljat ef aðstandendur þessara barna og annarra sýna ekki "þakklæti" sitt fyrir amerikanseringuna, frelsið og lýðræðið sem sprengjur og byssukúlur NATO hafa fært þeim. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2013 kl. 14:09

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

.....þessara barna og annarra sýna ekki í verki "þakklæti" sitt.... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2013 kl. 14:26

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og þeir geta ekki sjálfir selt sína vinsælu Havanna vindla, heldur hafa gert viðskiptasamninga við nágrannalönd sín að selja þá.  Í þeirra kerfi er menntun ókeypis, og eina skilyrði sem læknar til dæmis þurfa að uppfylla er að vinna á vegum ríkisins í tvö ár frá prófum, þannig eru þeir sendir til annara ríkja sem þurfa á slíkum að halda, til dæmis til Venezúela og fá olíu í staðinn.  Það er margt auðvitað að á Kúpu, en margt gott líka þegar að er gáð með opnum huga.  En þeir standa að mínu mati miklu framar á skalanum mannréttindi en BNA.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2013 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband