Stéttarfélag gangstera

Samkvæmt 4. gr laga um kosningar til alþingis eru allir kjörgengir til Alþingis sem hafa kosningarétt,  nema tveir hópar manna. Fyrri hópurinn eru þeir sem hafa flekkað mannorð og hinn hópurinn eru Hæstaréttardómarar, þessir hópar eru lagðir að jöfnu. Ég legg það í mat hvers og eins hvernig á því stendur.

Frægt er þegar handhafar forsetavalds, sjálfstæðismennirnir Geir Haarde forsætisráðherra, Sólveig Pétursdóttir forseti Alþingis og Gunnlaugur Claessen forseti Hæstaréttar misnotuðu vald sitt í fjarveru forsetans og endurreistu "æru" rummungsins  Árna Johnsen svo hann gæti aftur gengið í sitt stéttarfélag, þingflokk Sjálfstæðisflokksins.

Gunnar Örlyngsson  þingmaður Frjálslindaflokksins missteig sig eitthvað á svellinu og hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm, sem hann sat afsér. Hann hélt þingsæti sínu því hann taldist, þrátt fyrir dóminn, hafa óflekkað mannorð, þar sem mannorðið glatast ekki fyrr en við 4 mánaða fangelsi.

Þegar Gunnar snéri aftur á þing, sté í pontu Davíð nokkur Oddson og hélt innblásna vandlætingarræðu þar sem hann gerði endurkomu Gunnars að umtalsefni og taldi óhæfu mikla að tukthúslimir vanvirtu hið háa Alþingi með nærveru sinni. Slíkir ættu að sjá sóma sinn og hypja sig svo þingið mætti halda „virðingu“ sinni.

Einhverjum vikum seinna sagði Gunnar sig úr  Frjálslindaflokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Hver beið þá innan við dyrnar á þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins með útbreiddan faðminn til að bjóða „glæpamanninn“  velkominn í hóp jafningja, annar en Davíð Oddson!  

Glæponar eru nefnilega illa séðir nema þeir séu fullgildir meðlimir í réttu stéttarfélagi.

  


mbl.is Óflekkað mannorð þarf á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Skemmtileg grein.. :-)

Anna Svavarsdóttir, 24.4.2013 kl. 20:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Anna, takk fyrir það.

Það er virkilega gaman að fá þína heimsókn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2013 kl. 20:35

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er góð grein Axel!

Dómstólar og hæstiréttur hafa ekki óflekkaða ferilsskrá!

Þeir sem telja sig eiga þetta flekkaða dómsvald skuldlaust, eru ekki alveg að skilja raunverulegan tilgang laga og dómstóla á Íslandi!

Hver er sekur?

Hver ákveður sekt og sakleysi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.4.2013 kl. 21:29

4 identicon

Ekki hægt að orða þetta betur.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 21:30

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Anna Sigríður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2013 kl. 21:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Sigurður Kristján.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2013 kl. 21:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 11:50

8 Smámynd: hilmar  jónsson

*****

hilmar jónsson, 26.4.2013 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband