Þurfum við ekki alþjóðaflugvöll í hvert krummaskuð til að spara akstur og tíma?

Með fullri virðingu við ábúendur á Þorvaldseyri þá er ólíklegt að allir flugfarþegar  sem um Keflavíkurflugvöll  fara eigi einungis erindi á Skóga  og nágreni, þótt áhugaverðir staðir séu.  

Ef þannig háttaði væri hreinlega ódýrara að flytja Skóga og nágrenni í heilu lagi vestur á Miðnesheiði. Ferðamenn gætu horfið af  landi brott strax að loknum stuttum hring um safnið og repjuakrana og þyrftu þá ekki að sóa fé og tíma í  óþarfa ferðalög um landið, sem enginn hefur áhuga á að sjá.

Hvers eiga ferðamenn að gjalda, sem koma með skemmtiferðaskipum til landsins, eiga þeir áfram að hossast frá Reykjavík eftir vegunum austur í repjuna. Þarf þá ekki líka stórskipahöfn í repjuakurinn? En auðvitað eru menn  lítillátir, ætla sér ekki um of og taka bara eitt fyrir í einu.

En kannski eru repjubændur austur þar komir í samstarf við flugvallarvitringana í Reykjavík að á Skógasandi  og hvergi annarstaðar sé framtíðarflugvallarstæði Reykjavíkur! Ef þannig er í pottinn búið, verður fljótlega mjög stutt til Reykjavíkur.

Er þetta ekki fullmikil "2007" hugsun á þessum tímapunkti?

 


mbl.is Vill fá flugvöll í Skógum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alls ekki svo galið hjá Ólafi. Kannski þekkirðu ferðaþjónustuna ekki alveg nógu vel því Skógar eru alls ekkert krummaskuð. Hryggjarstykkið í þeim bransa eru dagsferðir um Suðurland, allt austur að Jökulsárlóni. Landfræðilega séð eru Skógar mun heppilegri miðstöð fyrir þann akstur heldur en Reykjavík, eins og kortið sem fylgir fréttinni sýnir vel.

Ef þú heldur að það sé ekkert þarna fyrir ferðamanninn nema repjuakrar þá veistu hreinlega ekkert um túrismann í dag.

En þrátt fyrir þessa kosti er ég ekki sammála Ólafi. Það þarf engan flugvöll á Skóga, það þarf almennilegt hótel og meiri þjónustu. Ferðamaðurinn getur vel gist á Skógum og farið þaðan ferðir þó að hann lendi ekki nákvæmlega þar.

Óskar Guðlaugsson (IP-tala skráð) 22.11.2013 kl. 15:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er trúlegt Óskar að ferðamennirnir sem lentu á "Skógaflugvelli" myndu líka vilja sjá Bláalónið, Gullfoss, Geysi, Goðafoss, Mývatn, Ásbyrgi og alla aðra fallega staði á landinu. Þarf þá ekki flugvelli þar líka? Þannig að ferðasparnaðurinn í akstri sem er hryggjarstykkið í rökstuðningi fyrir þessu tugmilljarðabulli, heldur ekki vatni. Sparnaðurinn í flugtíma frá Evrópu eykst samsvarandi í flugi frá Ameríku.

Það er ekki hægt, vegna fjárskorts að hafa opnar nema 2 af 3 brautum Keflavíkurflugvallar. Meðan svo er er varla forsvaranlegt að hugsa með rassgatinu og setja fram óskir um annan fullvaxinn millilandaflugvöll til að þjóna staðbundnum einkahagsmunum. 

Vilji þeir flugvöll geta þeir byggt hann sjálfir og rekið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.11.2013 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband