Hrærivélarbátur kom til hafnar

Hún er orðin svolítið þreytandi þessi  síendurtekna „beitningarvélarbáta“ tugga á mbl,is. Hvaða fyrirbrigði eru þessir svokölluðu beitningarvélabátar? Jú það munu víst vera bátar sem veiða á línu og hafa vél um borð sem beitir línuna.

Bátar sem veiða á línu, hafa svo lengi sem ég man verið kallaðir línubátar og ekkert kallar á breytingu á þeirri nafngift þó beitning línunnar hafi verið vélvædd og færð um borð.

Beitningarvélin, sem slík, er aðeins hluti af búnaði bátsins rétt eins og hrærivélin í eldhúsinu. Engum dettur þó í hug, þrátt fyrir tilvist hrærivélarinnar  að fara að kalla viðkomandi bát hrærivélabát nema þá ef vera kynni blaðabörnunum á mbl.is, sem virðast gersneyddir allri máltilfinningu.

 


mbl.is Kom til hafnar vegna bilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel, er ennþá verið að róa að einhverju marki með bala beitta í landi?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 22:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það þekkist enn að beitt sé í landi og þá aðallega á minnstu bátunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.4.2014 kl. 22:43

3 identicon

Eftir því sem ég bezt veit, þá fá línubátar sem láta beita með handafli niður í bala í landi stærri kvóta en þeir sem vélbeita. Sem gefur meira í aðra hönd þrátt fyrir að þurfa að greiða öðrum fyrir beitningarvinnuna.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 11:03

4 identicon

Þá á ég við að línubátar sem láta handbeita fyrir sig þrátt fyrir að hafa beitingarvélar um borð.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband