Líkiđ í bakgarđi ráđherrans

Lögreglunni  barst ábending um ađ „lík“ vćri grafiđ í bakgarđi innanríkisráđherrans.  Ábendingin var studd nćgum rökum til ađ lögreglan taldi fulla ástćđu til ađ kanna máliđ betur. Máliđ komst í hámćli og sú sjálfsagđa og eđlilega krafa sett fram ađ ráđherrann, sem yfirmađur lögreglunnar, viki sćti á međan á rannsókn málsins stćđi.

En ráđherrann, fullur ábyrgđar, vék hvergi og forhertist ađeins í ákvörđun sinni ţví sekari sem hann virtist. Hann beit svo höfuđiđ af skömminni ţegar hann sem yfirmađur lögreglunnar reyndi ađ stjórna ţví hvar í bakgarđi hans skyldi grafiđ og hvar ekki.

Svo verja samflokksmenn ráđherrans bulliđ út í eitt.  Fullyrt er ađ ţađ sé tilviljun ađ lögreglustjórinn í Reykjavík, sem stjórnar rannsókninni, skuli pakka saman og hćtta störfum á sama tíma. Hann sá einfaldlega  sína sćng uppreidda og lét af störfum, eflaust eftir „vinsamleg“ tilmćli í ţá átt, af afar ábyrgum ađilum.

Hvar gćti ţađ gerst annarstađar en á hinu óspilta Íslandi, ađ spilltur ráđherra stjórnađi sjálfur rannsókn á embćttisfćrslum sínum?


 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

En innanríkisráđherra var alls ekkert kunnugt um ţetta lík, ţví ađ ţađ voru rotturnar á DV sem höfđu drepiđ manninn og grafiđ líkiđ í garđi Hönnu Birnu ađ nćturlagi og kennt henni svo um allt saman.

Ţetta gerđi ađ sala á sorpsneplinum DV til greindarskertasta hluta ţjóđarinnar jókst verulega eins og alltaf gerist ţegar blađasnáparnir ţar ljúga upp einhverju upp á saklausar manneskjur og gera sér veizlumat úr rógburđinum ţangađ til kjötbitarnir úldna.

Pétur D. (IP-tala skráđ) 1.8.2014 kl. 14:19

2 identicon

Úr forsíđufrétt sorpsnepilsins DV:

"Einn viđmćlandi, sem starfar náiđ međ ráđherra í ríkisstjórninni, fullyrđir ađ ef ţađ fáist stađfest ađ Hanna Birna hafi átt fund međ Stefáni Eiríkssyni um lögreglurannsóknina á lekamálinu ţá verđi hún ađ víkja."

Ţessi "viđmćlandi", sem hvergi er nefndur á nafn er ímyndađur.

"„Ţú getur sagt ţér ţađ sjálfur ađ ef Hanna Birna rćddi viđ Stefán á ţessum nótum, eđa ef hún kallađi hann á fund um lögreglurannsóknina, ţá verđur hún látin hćtta, ţađ er alveg klárt mál,“ segir áhrifamađur úr öđrum stjórnarflokknum."

Ţessi "áhrifamađur" er hugarfóstur Jóhanns Páls og Jóns Bjarka.

Síđar í "fréttinni" stendur ađ DV hafi talađ viđ hina og ţessa nafnlausa miđstjórnarmenn í Sjálfstćđisflokknum en ţađ er hreinn uppspuni. Miđstjórnarmenn í Sjálfstćđisflokknum myndu ekki leggjast svo lágt ađ yrđa á úrhrakiđ á DV.  

Pétur D. (IP-tala skráđ) 1.8.2014 kl. 18:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ţú getur sparađ ţér púđriđ Pétur, Hanna Birna viđurkennir ađ hafa rćtt rannsóknina viđ Stefán!

Mikiđ undur ert ţú ađ geta ađ óathuguđu máli ákveđiđ og fullyrt viđ hvern hver og einn flokksmađur talar og um hvađ. Ţú hlýtur ađ vinna á ritstjórn moggans. Ađeins ţar eru menn svo vitrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.8.2014 kl. 19:00

4 identicon

Nei, en ég ţekki vinnubrögđ DV og ţau eru ekki til fyrirmyndar.

Pétur D. (IP-tala skráđ) 1.8.2014 kl. 19:15

5 identicon

Lögreglunni hefđi veriđ nćr ađ rannsaka DV. Undir yfirborđinu leynist ormagryfja lyga, rógburđar og undirróđursstarfsemi, ţví ađ sumir nafngreindir menn á blogginu hafa bent á ţá skýringu ađ DV hafi sjálft stađiđ fyrir lekanum međ ţví ađ greiđa einhverjum forritara/tćknimanni fyrir ađ leka persónulegum upplýsingum, en síđan bćtt um betur međ ţví ađ bćta viđ alls konar rógburđi til ađ koma höggi á Hönnu Birnu og Ţóreyju. Ţađ voru ţess háttar ađferđir sem felldu News of the World, en DV er mörgum sinnum verra.

Ađ Hanna tali viđ Stefán skiptir engu máli. Fólki sem liggur undir grun um ólöglegt athćfi er frjálst ađ tala viđ lögguna og fá upplýsingar um gang mála, sérstaklega ţegar upp á ţađ er logiđ.

Ţađ er stađreynd ađ í öllum sakamálum síđustu tíu ár hefur DV spunniđ hverja lygina á fćtur annarri, og löggan veit af ţví, ţví ađ hún ţekkir öll smáatriđi allra sakamála. En hefur fyrir reglu ađ fara aldrei fram á leiđréttingu, ţar eđ löggan vinnur fyrir ákćruvaldiđ og hjálpar ţví ţannig ađ fá fólk dćmt fyrir mikiđ meira en ţađ hefur framiđ. Stefán veit ósköp vel, ađ DV er ađ ljúga öllu en steinţegir til ađ sýna Sigríđi Friđjónsdóttur hollustu sína.

Pétur D. (IP-tala skráđ) 1.8.2014 kl. 23:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband