Skítapakkið og forgangsmál þess

Samhliða skattalækkunum til ríkra og velmegandi er skorið niður hægri vinstri vegna fjárskorts. En það vantar ekki aur í ríkiskassann þegar NATO og stríðsleikir eru annarsvegar, ónei.

Sennilega verða á næstu dögum boðaðir nýir sjúklingaskattar og  hækkun þjónustugjalda til að mæta auknum útgjöldum til „varnarmála“ svo aðall landsins geti óhræddur notið sinna skattfríðinda.

Djöfuls skítapakk sem  hún er þessi ríkisstjórnardrusla.


mbl.is Ísland eykur framlög til NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki nær að segja sig úr NATÓ og nýta peninginn hér heima? Sé enga þörf á þessu fyrir okkur lengur. Rússinn lítur á okkur sem vini og við höfum enga íslenska múslima hjá ISIS sem síðan koma heim til að drepa landa sína eins og stefnir í hjá nágrönnum okkar.

Gísli Jónasson (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 16:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hafi einhverntíma leikið vafi á veru okkar í NATO er það núna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.9.2014 kl. 19:42

3 Smámynd: Bjarni Benediktsson

Eins og staðan er í dag að þá þurfum við NATO því annars er hætta á því að Sovietið sprengi okkur í loft upp. Þannig er nú það.

Bjarni Benediktsson, 6.9.2014 kl. 14:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér er komin maður sem segist heita Steingrímur J. Sigfússon en kýs að kalla sig Bjarna Benediktsson. Skrautlegra verður það vart.  En sennilega er það sjálfur forsætisráðherrann Sigmundur D. Gunnlaugsson sem siglir hér undir fölskum flöggum enda aldrei verið neitt að marka þann mann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2014 kl. 15:45

5 Smámynd: Jens Guð

Samkvæmt forsætisráðherranum þá hefur búið sjaldan verið blómlegra. Hann segir atvinnuleysi vera orðið það minnsta sem þekkst hafi í Evrópu, handan við hornið séu mestu kjarabætur sem þekkst hafi í Evrópu. Og það ofan á mestu skuldaleiðréttingar sem þekkst hafi í öllum heiminum.

Jens Guð, 6.9.2014 kl. 19:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Forsætisráðherrann er eins og leikmynd í vestra, reisuleg framhlið bygginga meðfram aðalgötunni, sem nákvæmlega ekkert er á bakvið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2014 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.