"Kuldi er ekkert hættulegur!"

„Kuldi er ekkert hættulegur!“ Segir kokhraustur skjálfandi "sjósundkappinn", til að ýkja nokkuð eigin getu og þol, auk þess til að fá fleiri til að trúa bullinu, sem hann getur varla, með réttu, trúað sjálfur.

Þetta er alveg ný kenning, því hingað til hefur kuldinn, ofkælingin, verið helsti óvinur Íslenskra sjómanna sem lenda í skipssköðum. Það sama gildir til lands og upp til heiða. Ofkæling drepur og er fljót að því, öllu getur verið lokið á nokkrum mínútum, hafi menn ekki tilheyrandi hlífðarbúnað og noti hann rétt.

Svo halda einhverjir kjánar því fram að það sé heilsusamlegt að synda nánast nakinn í ísköldum sjónum í vetrartíð og færa líkamann út á ystu nöf ofkælingar og það sem verra er, reyna að telja öðrum trú um það.

Að því kemur að kuldinn mun, á óafturkræfan og sárann hátt, minna þessa sjósundkappa á, að hugmyndir þeirra um skaðleysi kuldans eru rangar og lífshættulegar.


mbl.is „Kuldi er ekkert hættulegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þær eru oft furðulegar yfirlýsingarnar. Líkt og íslenskur framleiðandi útivistarfatnaðar sem auglýsti fyrir nokkrum árum að "kuldi væri hugarástand", líkt og þú þyrftir bara að hugsa með öðrum hætti ef þér væri kalt. Mér varð á þeim tíma oft hugsað til akkúrat þess sem þú skrifar hér að ofan.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 13:00

2 identicon

Sama má segja um lýsi og mjólkurvörur. Svo ert þú líka stórhættulegur, að því að þú ert mannvera og þið skaðið jörðina í sameiningu. Hey, svo ertu líka skaðlegur að koma með skoðanir þínar á framfæri, hvað með alla sem hafa háan blóðþrýsting og lesa neikvæðu orkuna í þessu bloggi?

Takk, þú styttir líf mitt um ~2-3 ár. Fæ ég skaðabætur?

Með alheimsvíddar kveðju,

Suomynona

Anonymous (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 13:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er hættulegur málflutningur og getur ekki annað en endað illa Guðmundur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2015 kl. 13:48

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við lestur innleggs þíns Anonymous næst fullkominn skilningur á nafnleyndinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2015 kl. 13:51

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Líf aldur manna er genatengdur. En sá sem lifir átaka litlu en heilsusamlegu lífi, lifir lengur en erfiðismaður.  Að synda ber við íslandsstrendur reynir mikið á og styttir líf við komandi.  Þetta á ekki bara við um menn.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2015 kl. 16:06

6 identicon

Sjósund er heilsusamlegt, ef farið er rólega af stað og sundferðirnar lengdar í takt við efni og ástæður. Þetta er orðið töluvert vinsælt og gaman þegar ný almenningsíþrótt skýtur rótum og dafnar. En hjálpar ekki íþróttinni að tala mannalega í blaðaviðtölum. 

Það er ekki að ástæðulausu sem læknar eru fengnir til að tala á fræðslukvöldum sjósundfélaga um ofkælingu til að hjálpa sundfólkinu að stunda íþrótt sína af skynsemi. 

jon (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 19:34

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Axel, góður pistill hjá þér ég tek undir hvert orð sem þú skrifar, ofkæling drepur. Okkur sjómönnum var kennt að meðal maður þolir að vera í köldum sjó í 8 til 10 mín. Ótrúlegt bull að halda því fram að kuldi sé ekki hættulegur.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.4.2015 kl. 22:35

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ditto. Það er alveg sama hvað hver segir.: Kuldi drepur. Aðeins bjálfar halda öðru fram.

Kær kveðja að sunnan og góðar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 5.4.2015 kl. 03:18

9 identicon

Kuldi i hofi er hollur líka hiti ég er líka viss um að þeir sem stunda sjósund gætu verið heilbrigðari en þeir sem gera það ekki,svo getur  hiti líka drepið aðeins bjálfar halda öðru fram

The benefits of cold water immersion

https://www.youtube.com/watch?v=h2cIoYq7reU

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.4.2015 kl. 11:09

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef mínar efasemdir jon, um að það sjokk og álag sem kuldinn veldur á líkamann sé heilnæmt t.d. fyrir hjartað, hvaða tilfinningu sem unnendur þessara undarlegheita kunna að hafa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2015 kl. 20:58

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Sigmar og undirtektir. Ég held að kennarar í slysavarnaskóla sjómanna skrifi seint undir fullyrðingar  sund"kappans".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2015 kl. 21:00

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Halldór og innlitið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2015 kl. 21:00

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hitabreitingar sem valda annað hvort hækkun eða lækkun á líkamshitanum Helgi, eru ekki hollar og óvíst hvort til sé eitthvert hóf í því sambandi.

Fæst okkar hafa upplifað ofkælingu en öll höfum við upplifað hækkun líkamshitans við veikindi. Líkamshitinn þarf ekki að hækka nema um eina til tvær gráður, svo ekki sé talað um meira, til að okkur líði afar illa og verulegar truflanir verði á líkamsstarfseminni og við ófær um einföldustu hluti.

Það sama gildir um breytingu á líkamshitanum í hina áttina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2015 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.