Annarra manna fé

Kristján Loftsson vill gjarnan fá fé lífeyrissjóðanna inn í sín fyrirtæki en vill ekki að sjóðirnir skipti sér af sínum fjárfestingum. Hann vill með öðrum orðum fá annarra manna fé í sinn áhætturekstur, til ráðstöfunar að eigin geðþótta.

Er líklegt að Kristján Loftsson fjárfesti fúlgur fjár í fyrirtækjum og láti svo öðrum alfarið, án eftirfylgni, um meðferð fjárins og ávöxtun? Held ekki.

Er eðlismunur á fjárfestingum lífeyrissjóða og fjárfestingum Kristjáns Loftssonar? Af hverju ættu lífeyrissjóðir að vera síður áhugasamir um framgang sinna fjárfestinga en Kristján Loftsson?

Kristján nýtir sér að sjálfsögðu afl síns eignarhlutar í fyrirtækjum til að hafa áhrif á stjórnun þeirra og ekkert óeðlilegt við það. Það væri óeðlilegt ef lífeyrissjóðirnir gerðu það ekki það sama.

Hún er alltof ríkjandi í þjóðfélaginu sú undarlega hugsun að vanti einhverstaðar áhættufjármagn þá eigi lífeyrissjóðir landsmanna skilyrðislaust að stökkva til og fjármagna hugmyndir misvitra ævintýramanna.

Það undarlega er að lífeyriseigendur sjálfir taka iðulega undir þetta sjónarmið og gleyma því algerlega að lífeyrissjóðirnir eru ekkert annað en sparifé þeirra sjálfra. Sparifé, sem verður ekki nýtt á ævikvöldinu hafi því verið sóað af Kristjáni Loftssyni eða öðrum fjárfestatröllum.

Hugmynd Kristjáns er að sjálfsögðu sett fram á degi verkalýðsins - til hamingju með daginn!


mbl.is Vill að lífeyrissjóðirnir skipti sér ekki af hlutafélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er alveg rétt hjá Kristjáni, sjóðirnir eru komnir langt út fyrir upprunalegt verksvið sitt, að tryggja mannsæmandi ævikvöld fyrir sjóðsfélagana. Þeir eru að leika eitthvað ríki í ríkinu með því að vera í lögguhlutverki á hlutafélagamarkaði, er það ekki kaldhæðnislegt þegar þeir töpuðu um og yfir 500 millJARÐA í bankabólunni, einn gleymdi m.a.s. að endurheimta kröfu upp á 5 milljarða. Er ekki best að Kristján og atvinnumenn sjái um rekstur þessara fyrirtækja og sjóðirnir snúi sér að sínum skjólstæðingum? 

ólafur (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 11:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er alveg út í hött hjá Kristjáni Loftssyni og ekki virðist Ólafur hafa mikla kunnáttu um eðli fyrirtækja og hvað eignarhlutur er, í það minnsta ber þessi athugasemd hans síður en svo merki um það.  Menn kaupa ekki hluti í fyrirtæki til þess að hafa engin áhrif á þau eða rekstur þeirra og það sama hlýtur að eiga við um lífeyrissjóðina...........

Jóhann Elíasson, 1.5.2015 kl. 12:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er að sjálfsögðu hluti af skyldum sjóðanna gagnvart sínum félögum að ávaxta fé þeirra sem best. Fjárfesting í hlutafélögum hafa almennt gefið góðan arð, þó bakslög hafi vissulega orðið.

En þú getur treyst því ólafur að dragi lífeyrissjóðirnir sig út úr fjárfestingum í atvinnulífinnu verður "atvinnumaðurinn" Kristján Loftsson fyrstur til að væla yfir því.

Ertu með ráðleggingar til sjóðanna hvert þeir eigi að beina sínum fjárfestingum ólafur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2015 kl. 12:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Jóhann!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2015 kl. 12:26

5 identicon

Ja ég nefni sem dæmi að það vantar alltaf húsnæði fyrir aldraða, er ekki upplagt að gera eitthvað í því? Það eina sem sjóðsfélagar hafa fengið eru skerðingar á síðustu árum, vegna einmitt óstjórnar á sínu harðfengna fé í sjóðunum. Mér finnst líka að það sé ekki gefið né liggi í augum uppi að lífeyrir eigi að flokka sem áhættufé, hann á kannski ekkert heima á hlutabréfamarkaði. Svipað og með sparisjóðina, þar voru sparisjóðamúrarnir felldir og menn vita hvernig fór eftir það.

ólafur (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 12:35

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

ólafur þarna kemur þú akkúrat með galna hugmynd um nýtingu á sjóðunum í eitthvað annað en ætlað hlutverk þeirra, sem er að greiða þér og mér lífeyri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2015 kl. 13:03

7 identicon

með fullri virðingu fyrir þér axel, af hverju er hún galin?

sjóðurinn á hús þar sem sjóðsfélagar geta verið síðustu árin. Er það ekki mun skárra en að horfa upp á féð brenna upp á hlutabréfabáli með tilheyrandi skerðingum til sjóðsfélaga. Það merkilega er að engin hefur beðist afsökunar á því eða sætt einhverri ábyrgð 

ólafur (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 13:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú færð ekki greiddan lífeyri ólafur af fé sem bundið er í einhverju sem ekki gefur af sér arð.

Auk þess eru þetta hlutverk ríkisins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2015 kl. 14:04

9 Smámynd: sleggjuhvellur

Þvert á móti vill Kristján að lífeyrissjóðirnir selji sín bréf ef þeir eru ósáttir.

Fyrir utan það að lífeyrissjóðir hafa stórgrætt á fjárfestingum í HB Granda sem hefur hækkað mest af öllum félögum síðasliðið ár.

Þannig að ekkert að því sem þú heldur fra í þessari bloggfærslu á við rök að stiðjast.

sleggjuhvellur, 1.5.2015 kl. 14:34

10 identicon

Þegar lífeyrissjóðir kaupa hlutabréf í fyrirtækjum eins og HB Granda þá fá fyrirtækin ekkert af kaupverðinu og ekki króna fer í rekstur nema um sé að ræða hlutafjáraukningu. Venjulega er það ekki fyrirtækið sem selur bréfin heldur eigendurnir, aðrir hluthafar. Hluthafar eru áhugasamir um að lífeyrissjóðir og almenningur versli með hlutina og hækki verð þeirra. Verslun með hlutabréf og verð þeirra hefur engin áhrif á rekstur fyrirtækja. 

Lífeyrissjóðir eru stórir fjárfestar í mörgum fyrirtækjum. Það getur auðveldlega skapað hagsmunaárekstur, valdið fyrirtækjunum skaða og skert samkeppni. Lífeyrissjóður sem á bæði í Icelandair og WOW gæti freistast til að vera á móti því að WOW færi inn á flugleiðir Icelandair. Gætu reynt að hámarka eigin hagnað á kostnað hluthafa annars fyrirtækisins. Skyldur sjóðanna gagnvart sínum félögum fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra hluthafa.

Davíð12 (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband