Krabbamein í lögreglunni

Ég hef fram að þessu borið, eins og eflaust langflestir, fullt traust til lögreglunnar og viljað trúa því að spilling innan hennar væri lítil sem engin.

En nú hafa borist fréttir um alvarlegan heilsufarsvanda lögreglunnar, sem verulega veikja þá trú. Spurningar hrannast upp hjá almenningi, spurningum sem verður að svara á sannfærandi hátt og af fullkominni einlægni og með viðeigandi eftirfylgni.

Ekkert annað getur bjargað trúverðugleika lögreglunnar, sem verður að vera hafin yfir allan vafa.

Lögreglan er sjúk, krabbamein hefur greinst í líkama hennar. Krabbamein hefur þann leiða ókost að vera banvænt, sé ekkert að gert. Eina þekkta lækningin er að eyða meininu, fjarlægja það, til bjargar sjúklingnum.

Engum dettur í hug að hægt sé að lækna krabbamein með því að færa það til. Nema þá ef vera kynni yfirmönnum í lögreglunni, ef fréttir reynast réttar.

Þeir virðast hafa talið nægjanlegt að færa meinsemdina til, þ.e.a.s. ef yfir höfuð var eitthvert mark tekið á ábendingum þar að lútandi og öðrum sjúkdómseinkennum. Forvitnilegt væri að sjá og heyra rökstuðninginn fyrir því.

yfirstrumpur.jpgYfirmenn sem ábyrgð bera á viðgangi sjúkdómsins eiga að axla sín skinn, hvort sem yfirsjón þeirra var vísvitandi framin eða af glópsku viðtekinnar venju. Tilfærslur innan lögreglunnar virðist hafa verið eina meðalið í bókinni, brygðust menn starfsskyldum sínum.

Slík lausn kann að eiga við þurfi að höggva á samskiptavanda manna á milli en í jafn alvarlegu máli sem hér um ræðir dugar slíkt engan veginn. Það hljóta allir að sjá.

Rannsaka þarf þátt allra sem áttu þátt í því að færa krabbameinið til í stað þess að ráðast að rótum þess og uppræta það. Ábyrgðin er allra yfirmanna, sem málið varða, frá þeim lægsta til hins hæsta og þá ekki hvað síst þess hæsta, hans ábyrgð er jú mest, mætti ætla.

Hvaða embætti ætli henti þeim hæsta þurfi hann á bráðatilfærslu í starfi að halda?

Jú mikið rétt er ekki húsvarðarstaðan á Bessastöðum að losna í sumar?


mbl.is Fær gögnin eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú reynir á innanríkisráðherra.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/08/logreglustjori_kolnar_rekinn/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2016 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband