Trjóuhestur Evrópu

Í ljósi síðustu atburða víðsvegar um Evrópu um áramótin hlýtur það að teljast hin fullkomna blinda, neiti fólk algerlega að horfast í augu við eða vilja ræða þann möguleika - að innflytjendastefna samtímans sé vandamál í sjálfu sér – jafnvel Trjóuhestur okkar tíma.

Hvað þarf að gerast eða hvaða veruleiki þarf að blasa við þeim sjóndöpru áður en málið fæst tekið á dagskrá? Hvaða hætta getur stafað af því að ræða málið?

Umræðan þarf að fara í gang, frá því verður ekki vikist. Annars taka öfgarnar völdin, með öllu sem þeim fylgja.

 

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/08/ofbeldi_i_finnlandi_a_nyarsnott/

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/09/merkel_ihugar_hertari_loggjof/

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/08/arasir_i_svithjod_a_nyarsnott_2/

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/08/31_handtekinn_i_koln/

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/07/svipadar_arasir_i_sviss/


mbl.is „Ég skammast mín virkilega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum líka að ræða veru okkar í Nató.  Við getum ekki hent sprengjum á fólk og talið okkur bæta fyrir það með því að rétta flóttamönnum þurrar flíkur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 12:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það ætti að taka það til athugunar að veita efnilegu fólki sem kemur utan EES/ESB einfaldlega landvistarleyfi álíka og innan þess væri - þe veita því sömu tækifæri. Vinnumarkaðurinn segist þurfa vel menntað fólk - leyfum honum þar með að sanna að hann meini það.

Kolbrún Hilmars, 10.1.2016 kl. 13:36

3 identicon

Sæll.

Ég tek alfarið undir með AJH hér. Það er í besta falli helber barnaskapur að halda bara áfram eins og ekkert hafi í skorist að taka við flóttamönnum. Einn sjálfsmorðssprengjumannanna í París í nóvember hafði komið sem "flóttamaður" til Tyrklands 3 vikum áður en hann sprengdi sig í loft upp. Er einhver svo bláeygur að halda að hann hafi ekki verið búinn að ákveða áður en hann kom til Evrópu að drepa saklausa Frakka?

Vinstri menn hafa ekki svarað því almennilega hvernig þeir vilja ganga úr skugga um að þeir sem til Vesturlanda koma sem flóttamenn séu ekki róttæklingar sem vilja okkur illt. Tugir ef ekki hundruðir kvenna komaust að því nú nýlega ekki hafði bakgrunnur þessara meintu flóttamanna verið skoðaður. Hvernig stendur á því að þessir meintu flóttamenn eru að mestu ungir karlmenn? Eru aðstæður í heimalöndum bara ungum karlmönnum erfiðar eða býr eitthvað annað hér að baki? Það er að sjálfsögðu það seinna!!

Vinstri menn tala iðulega um kvenréttindi og þykjast vera forsprakkar þeirra en flytja síðan inn í massavís fólk sem virðist bera afskaplega litla virðingu fyrir konum. Ef vinstri mönnum væri í raun umhugað um konur myndu þeir í það minnsta staldra við núna og hugsa málin. Ekkert slíkt mun hins vegar gerast :-( Konur munu því áfram verða helstu fórnarlömb mistaka vinstri manna og orð eins og rasisti verða notuð til að breiða yfir mistök vinstri manna.

Málið er, þó ekki megi ræða það án þess að vera kallaður rasisti og annað slíkt, að mjög stór hluti þessara "flóttamanna" aðlagast Vestrænum samfélögum illa og eru fyrir því ýmsar ástæður sem grunnhyggið fólk veit ekki af né virðist tilbúið til að reyna að skilja.

Svo er það nú þannig að þau okkar sem dirfast að lesa aðra fjölmiðla en hina yfirnátturulega lélegu íslensku vita að þessir flóttamenn eru margir hverjir með allt aðra og mun lakari menntun en gerist á Vesturlöndum. Þessi lönd eru ekki fátæk án ástæðu og menntakerfið þar í mörgum tilvikumm lélegt. Ekki ætla ég að gera að umtalsefni hér hvort kemur á undan.

Erlendis hugsa menn aðeins lengra en hér og íhuga hvað tekur við eftir að flóttamennirnir koma hingað. Hvað störf geta þeir farið í? Hvernig hefur öðrum flóttamönnum frá sama/svipuðum svæðum vegnað eftir komu sína til Vesturlanda? Sú athugun leiðir í ljós að horfur fyrir þessa flóttamenn eru ekki bjartar, flestir þeirra ráða ekki við nema allra einföldustu störf sem í boði eru á Vesturlöndum.

Margir þessara flóttamanna hatar samfélögin sem við þeim taka. Vita menn hvaða hópur það er og hvers vegna hann hatar vestræn samfélög?

Erlendis skoða menn líka stöðuna í menntakerfi þessara landa. Margir hermenn/lögreglumenn í Afganistan t.d. eru ólæsir. Hvaða störfum getur fólk sem er kannski bara rétt læst sinnt á Vesturlöndum? Hvaða möguleika hefur slíkt fólk, sem oft á stórar fjölskyldur, á að framfleyta sér og sínum í láglaunastörfum? Í dag í Afganistan er hægt að kaupa líflátshótunarbréf frá Talibönum og framvísa því síðan á Vesturlöndum til að fá hæli. Er aðili sem slíku bréfi framvísar raunverulegur flóttamaður?

Eygló Harðar ráðherra, Helgi Hrafn Pírati og fleiri hefðu kannski átt að íhuga þetta og fleira áður en stungið var upp á því að tekið yrði við miklum fjölda flóttamanna, eða hvað? Er kannski til of mikils ætlast að þetta ágæta fólk hugsi áður en það talar? Þarf það kannski enn hærri laun til að hugsa áður en það talar?

Svo heyrði ég að Helgi Hrafn Pírati hefði sagt að það skapaði svo mörg störf að taka við flóttamönnum. Ef þetta væri rétt hjá honum, sem það er alls ekki, væri þá ekki sniðugt að útrýma atvinnuleysi hérlendis með því að taka við þúsundum eða tugþúsundum flóttamanna? 

Annars er Helgi Hrafn afar vafasöm heimild fyrir nokkru og sér hann ekkert athugavert við að tjá sig um málefni sem hann hefur ekki nokkra minnstu þekkingu á:

https://www.youtube.com/watch?v=HFhkfEobdNs

Helgi (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 13:45

4 identicon

Sæll Axel Jóhann - sem og aðrir gestir þínir, og þökk fyrir samskipti liðinna ára / sem áratugar: hér á vef, sem víðar !

Elín !

Að sjálfsögðu: á að skoða þessa aula aðild að NATÓ, í augljósa samhenginu, sem og EES(ESB) vaðalinn.

Og - til uppsagnar á hvoru tveggju, á að koma, STARX / eigi ekki verr að fara, úr þessu.  

Kolbrún !

Ekki - ekki að ræða það, að hleypa villimenningu Múhameðskra hér frekar, inn á gafl / Hindúar og Bhúddistar:: auk ýmissa annarra aftur á móti velkomnir, enda iðjusamt fólk að upplagi, og er ekki að troða einhverjum Steinaldar sora upp á samfélögin, eins og Mekku hyskið iðkar, með sínum skemmdarverkum: hlutlægt, sem og huglægt.

Múhameðskan: er svona álíka ruzl / og Kommúnismi og Nazismi liðinnar aldar, gott fólk !

Með beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi / 

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 13:48

5 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Nafni minn (kl. 13:45) !

Helgi Hrafn Gunnarsson: og þau Píratar, eru úrhrök og lyga Merðir af 1.° / líkt þessum flokka fjöndum 5, sem fyrir eru, í þing ósómanum.

Því - skyldi gjalda verðugan varhlut, við blaðri þess liðs, ekki síður en hinna, nafni minn góður !

Nefndu svo ekki: komizt þú hjá, hörmungina og hryggðarmyndina Eyglóu þessa Harðardóttur, einn meðlima eins mesta PESTARBÆLIS ísl. samfélags, aukinheldur.  

Þakka þér einnig: fyrir glöggt viðbótar innleg þitt hér, á síðu hins mæta Skagstrendings.

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 14:14

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar Helgi, fornvinur.  Lesa aftur það sem ég skrifaði.  "Efnilegu fólki UTAN EES/ESB". Sem sagt að okkar eigin vali burtséð frá trúarbrögðum, lit og kyni.
En sennilega þurfum við að segja upp EES samningnum til þess að ná þessu forræði eigin mála hingað heim, því ella stæði ekki á ESB að stefna okkur fyrir alla sína fínu dómstóla.

Kolbrún Hilmars, 10.1.2016 kl. 14:40

7 identicon

Komið þið sæl - enn, sem fyrr !

Kolbrún !

Ítreka: mín fyrri orð / hér ofar, fornvinkona mæt.

Talandi um EES/ESB - sjúm við hræsnina og 2vískinnunginn í Heimssýnar packinu hérlenda:: og á síðu þess, þar sem þau keppast við að mæra meint fullveldi landsins, sem hvarf að stórum hluta, með upptöku EES rgelugerða froðunnar.

Tekurðu svo eftir Kolbrún: hvað rumpulýð Heimssýnar velgjunnar er umhugað um, áfrmahald þátttökunnar,í : EFTA / NATÓ og SÞ klúbbunum, þrátt fyrir ESB andstöðuna, meintu ?   

Sömu kveðjur - sem hinar fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 14:47

8 identicon

.... afsakið síðan: Andskotans innsláttar villur mínar, gott fólk.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 15:04

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elín, ég hef aldrei séð eða heyrt haldbær rök fyrir veru okkar í NATO.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2016 kl. 15:30

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kolbrún,til er máltæki sem segir að menn eigi að sníða sér stakk eftir vexti.

Nú hafa samtök atvinnulífsins boðað að atvinnulífinu verði á næstu árum sniðin slík ofurbrók að herða þurfi á  innflutningi á vinnuafli til að fylla út í flíkina. Allt unnið með öfugum klónum á þeim bæ sem fyrr.

Samtök atvinnulífsins hafa ekki áhuga á að hingað flytji menntað  fólki með háar launakröfur, þeir vilja fylla hér allt af ómenntuðu og ódýru vinnuafli til að keyra niður launin í landinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2016 kl. 15:38

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

EFTA er dautt, NATÓ er orðið eitthvað allt annað en lagt var upp með - já, jafnvel SÞ komið á villigötur með forsæti Sáda í mannréttindaráði.  Engin haldbær rök lengur fyrir veru okkar í þessum apparötum.

Kolbrún Hilmars, 10.1.2016 kl. 15:44

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér Axel, ein af ástæðunum fyrir því að ég er mótfallin EES er einmitt þessi frjálsi innflutningur á ódýru vinnuafli í samkeppni við hið innlenda. Við verðum að skipuleggja okkur í samræmi við smæðina og hætta að þykjast margmilljónaþjóð.

Kolbrún Hilmars, 10.1.2016 kl. 15:49

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helgi, það er bull að innflutningur á fólki sé meira áhugaefni vinstri sinnaðs fólks en annarra.

Þeir hafa, án vafa, meiri áhuga á velferð fólks almennt en þeir þeir hægrisinnuðu og því meira í umræðunni um flóttafólk en ella.

Hverjir eru það sem helst stjórna þeim geira atvinnulífsins, sem mestan hag hefur afinnflutningi á ódýru ómenntuðu vinnuafli? Hvaða samtök (sjá innlegg hér að ofan) hafa nýlega boðað að stórauka þurfi innflutning á vinnuafli,til að uppfylla væntingar þeirra um nýtt "ofurgóðæri"?

Hingað til hafa þau samtök ekki verið sökuð um vinstrimennsku!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2016 kl. 15:52

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, úrsögn úr NATO mætti verða strax, helst í gær.

Trúarbrögð, hafa alltaf og alstaðar verið uppspretta deilna og sundrungar, hvaða nafni sem þau nefnast. Þar hafa kristnir í gegnum tíðina, síst verið barnanna bestir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2016 kl. 16:03

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Batnandi mönnum er bezt að lifa, segir málshátturinn.

Það er ánægjulegt að sjá að fólk sem hafði ekkert vandamál við að flytja inn flóttamenn og hælisleitendur í þúsunda tali, sé farið að sjá að það er ekki allt gull sem glóir.

Auðvitað á að sjá hvað er að gerast í þeim löndum sem eru með innflytjenda vandamál hvort sem það er löglegt eða ólöglegt og læra af því og forðast mistök þessara landa.

Það er staðreynd að með ómentuðum innflytjendum þá er ráðist á þá lægst launuðu, Þette sjáum við í Evrópu og USA og bara á Íslandi líka, laun t.d. í USA hafa lækkað síðustu 7 árin.

Á Íslandi eru það starfsmannaleigur sem eru að rústa launakerfi landsins, þess vegna ættu allir að styðja baráttu verkalýðsins sem er að berjast við auðhringinn Rio Tinto í Straumsvík.

Það er lagafrumvarp sem verður að stöðva, ég kalla það Proppe frumvarpið sem kemur til með, ef frumvarpið verður að lögum, að galopna landamæri Íslands. Ef það gerist þá fer velferðarkerfið á Íslandi til helvítis. Hvað ættli að heilbrigðiskerfið geti staðist undir kostnaði á mörgum yfir 40 milljónum á ári sjúklingum? Mér skilst að bara í Albaníu séu hundruðir af svoleiðis sjúklingum.

En það er ánægjulegt að sjá að fólk er farið að sjá að sér í innfluttningamalum á fólki til Íslands.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.1.2016 kl. 17:04

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhann hér er ekki um stefnubreytingu eða kúvendingu að ræða. Segi aðeins að þessa umræðu þurfi að taka frá a til ö. Síðan getum við markað okkur stefnu til framtíðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2016 kl. 18:41

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfaldlega lygi að það flóttamönnum fylgi aukin glæpatíðni en hjá öðrum. Til dæmis er lægri glæpatíðni meðal flóttamanna í Þýskalandi heldur en meðal innfæddra þjóðverja samkvæmt tölum frá þýskum lögregluyfirvöldum.

http://www.thelocal.de/20151113/police-refugees-commit-less-crimes-than-germans

Sigurður M Grétarsson, 10.1.2016 kl. 19:13

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kolbrún Hilmars. Þú gerir þér vænætanlega grein fyrir því að EES samningurinn gildir í báðar áttir. Ef við segjum honum upp þá vissulega getum við takmarkað meira að fólk frá öðrum löndum setjist hér að en á sama tíma takmarkast líka verulega möguleikar Íslendinga á að fá að setjast að í EES ríkjum þar með talið hinum norðurlöndunum. Þá værum við Íslendingar flokkðir sem fólk utan ESE landa og værum þá með sömu möguleika og aðrir borgarar landa utan EES til að fá dvalar- og atvinnuleyfi í EES ríkjum.

En svo bara sé tekið á þeim misskilningi sem fram hemur hjá þér þá hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur í heild borga meira í skatta heldur en kostnaður hins opinbera vegna þeirra er og styrkja þannig stöðu ríkissjóðs og sveitafélaga auk þess sem þeir skapa oft atvinnurekstur. Koma þeirera hækkar meðallaun í landinu en þó fylgir sá böggull skammrifi að lægstu laun eiga það til með að lækka vegna þeirra þó laun annarra hækki.

Sigurður M Grétarsson, 10.1.2016 kl. 19:17

19 identicon

Björn Valur Gíslason er með skotheld rök í málinu.  Það eru bara aðilar sem hafa þegið peninga að gjöf frá sjávarútvegsfyrirtækjum sem vilja rjúfa samstöðu vestrænna ríkja.  Það eru sem sagt bara óheiðarlegir gróðapungar sem vilja stunda friðsamleg viðskipti við allan umheiminn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 20:04

20 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Axel Jóhann !

Þakka þér fyrir: fyrirfram vituð viðhorf þín, til NATÓ óskapnaðar.

Jú - jú Axel. Helvítis Gamla Testamentið: sem innihald þess, mun halda áfram að stórskaða Kristindóminn, unz, því verði fleygt út úr ritinu / inn mega koma: Apókrýfu ritin, sem enn liggja í þagnargildi, viðvíkjandi Nýja Testamentinu.

Og enn - lætur Sigurður M Grétarsson: gamalgróinn ESB/NATÓ léttaliði og taglhnýtingur Múhameðska sorans, gamminn geysa.

Ég hélt: að ég hefði verið búinn:: ENDANLEGA, að slökkva á þeim ambögum þínum og firrum í gegnum árin, á síðu Axels Jóhanns Axelssonar sem lúta að Múhameðska hryllingnum, á síðu hans, stundarkorni fyrir Óttu líðandi dags Sigurður minn, en þið fígúruverka velunnarar og flónzku ýmisskonar, látið ykkur seint segjast, unz þið rekist sjálfir á veggina / eða aðrar hindranir í veruleikanum.

Með beztu kveðjum sem fyrr - fremur þurrum þó, til Sigurðar M Grétarssonar, og annarra dára, af hans meiði /      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 20:15

21 identicon

Menntun segir lítið sem ekkert. Osama bin Laden var hámenntaður maður úr dýrustu og fínustu skólum Bretlands. Hryðjuverkamennirnir 11. september voru mest háskólamenntaðir menn, með vestræna menntun. Menntun er ekki lausnin og hluti af lausninni á vandanum væri að bæta menntun. Leggja meiri rækt við að kenna fólki að virða góð, vestræn gildi, hvaðan sem það kemur og hvað sem það er að læra. Trúræknir mrúslimar á Vesturlöndum forðast oft að læra annað en greinar eins og verkfræði, raunvísindi og læknisfræði til að sleppa við "innrætingu" eða læra neitt sem gæti ógnað gildismati þeirra. Þessar sömu greinar eru besta undirstaðan fyrir að verða hryðjuverkamaður og þurfa að fara að taka til hjá sér. Al Quaeda hefur á sínum snærum fjölda vísindamanna og tæknifræðinga og flest skæðustu hryðjuverkasamtök nútímans eru bara greinar út frá Al Quaeda. 

Mundi (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 00:47

22 identicon

Svar við innleggi Kolbrúnar sem vill leysa málið með að fá inn "menntað fólk". Hryðjuverkamenn eru ef eitthvað er líklegri til að vera menntaðir en aðrir og menntahroki sem þessi gæti kostað mannslíf. Við þurfum að velja fólk inn á allt öðrum og betri forsendum en menntun, ef við viljum viðhalda eigin tilvist og samfélagi það er að segja.

Mundi (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 00:48

23 identicon

Ekki neitt á móti flóttamönnum, múslimum eða öðrum, en menntahroka og skammsýni, jú. 

Mundi (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 00:49

24 identicon

Eigum við sem sagt að velja skotmörkin betur?  Uppræta "menntað fólk" til að uppeldi hinna "ómenntuðu" og aðlögun að góðum, vestrænum gildum gangi betur?  Þetta er svo falleg hugsun að maður fer ósjálfrátt að fleyta kertum í huganum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 08:22

25 identicon

Ég veit ekki hvað þú ert að tala um Elín eða að velja inn innflytjendur eftir menntun er mannvonska. Menntahroki/elítismi/stéttahatur er ekkert fallegri hugsjón en rasismi. Það er aftur á móti spurning um hvort við viljum lifa eða deyja hvort við veljum inn gott fólk sem ber alvöru virðingu fyrir okkar gildum, og forðumst þá sem gera það ekki, sem eru að stærri hluta til "menntaðir" en hinir. Vesturlönd eiga líka að hætta að bjóða upp á menntun sem ekki fylgir neins konar upplýsing um vestræn gildi, huglæga hluti og menningu. Menn eins og þeir sem skipulögðu hryðjuverkin 11. september og Bin Laden eiga ekki að fá að koma hingað og menntast án þess að læra um vestræn viðhorf og siðmenningu, og þá verða raunvísindin og tæknimenntun að fara að taka inn meira hug- og félagsvísindalega þætti og kenna fólk hluti eins og virðingu fyrir konum, samkynhneigðum, um mannréttindahugtakið, frelsi og annað sem okkur er dýrmætt. Þeir sem "móðgast" geta bara sleppt því að ganga í okkar skóla og fá hér ódýra og góða þjálfun til hryðjuverka.

Mundi (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 09:38

26 identicon

Ég vek athygli á þessari fínu grein. Verkfræðideildir vestrænna háskóla og skyld fög þurfa sérstaklega að fara að taka til hjá sér. Öfgamenn sækja í þetta nám afþví þeir vita þeir sleppa þá við allt tal um kvenréttindi frelsi, lýðræði og annað sem "móðgar" þá og hefur heldur ekki hagnýtt gildi fyrir þjálfun til hryðjuverka. Það þarf að taka upp einhvers konar fornám þar sem virðing fyrir vestrænum gildum og mannréttindum og umburðarlyndi eru beinlínis kennd. Þeir sem neita því námi, þeim á einnig að neita um menntun, eða geta þá sótt hana til alræðisríkja þar sem þykir í fínasta lagi að skjóta "heiðingja" og áreita kvenfólk sem er fylgdar- og slæðulaust úti á götu. http://nationalinterest.org/blog/bruce-hoffman/todays-highly-educated-terrorists-4080

Mundi (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 09:44

27 identicon

"This was in fact the conclusion also reached by Peter Bergen and Swati Pandey in their 2006 study of madrassas (Islamic schools) and lack of education as a putative terrorist incubator. Using a database of some 79 jihadis who were responsible for the five most serious terrorist incidents between 1993 and 2005, they found that the most popular subjects amongst those jihadi terrorists who attended university was engineering followed by medicine

 

Bergen and Pandey further observed that 54 percent of the perpetrators either attended university or had obtained a university degree. The terrorists they studied “thus appear, on average, to be as well educated as many Americans—given that 52 percent of Americans have attended university.

Finally, they observed that two-thirds of the 25 terrorists involved in the planning and hijacking of the four aircraft on September 11th 2001 had attended university and that two of the 79 had earned PhD degrees while two others were enrolled in doctoral programs." http://nationalinterest.org/blog/bruce-hoffman/todays-highly-educated-terrorists-4080 

Mundi (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 09:50

28 identicon

Ég er að tala um Vesturlönd sem kasta sprengjum á annað fólk, tala fjálglega um vestræn gildi og tala um að velja fólk eins og tómata á grænmetismarkaði.  Ég gef satt að segja ekki mikið fyrir þessi vestrænu gildi.  Því miður.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 11:25

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður Grétarsson #18.  Það er ekkert jafnræði í EES samningnum.
330 þúsund manna þjóð hefur ekkert að gera í 500 milljóna samkeppnismarkað.  Ísland átti aldrei að gerast aðili að EES heldur gera tvíhliða samning við ESB sem byggði á þessari einföldu staðreynd. Að öðru leyti ætla ég ekki að nefna þau vandræði sem örfyrirtækin okkar þurfa að fást við vilji þau ráða fólk utan EES svæðisins; slíkt er augljóst.



Kolbrún Hilmars, 11.1.2016 kl. 16:20

30 identicon

Elín, þegar ég tala um vestræn gildi þá er ég hvorki að tala um skuggastjórnir eða stríðsrekstur. En þú villt ímynda þér það til að geta réttlætt fyrirlitlegar skoðanir sem halda menntahroka á lofti. Sama viðbjóðslega menntahroka og býður hingað hryðjuverkamönnum eins og Bin Laden og félögum þó allir hafi vitað hvernig þeir hugsa, afþví þeir eiga peninga og prógráður og lætur okkar ríkisstjórnir borga fyrir það, en úthýsir góðu og duglegu fólki frá löndum eins og Afríku og vill ekki sjá það afþví það metur pappírsgráður meira en hjartalag. Viðbjóður sá sem stétta- og menntahroki er á sökina á því að hungursneyð Afríku snerti aldrei hjarta heimsins og þótti aldrei samskonar neyð og það þykir þegar ríkari þjóðir eins og Sýrlandi líða. Fátækir og ómenntaðir þykja vart menn í augum viðurstyggilegra menntasnobbara sem eru nazistar inn við beinið, bara meta fólk eftir stétt og menntun og líta framhjá tölum sem sýna að hryðjuverkamenn eru einmitt betur menntaðir og margir frá bestu menntastofnunum heims.

Mundi (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 20:01

31 identicon

Það á einungis að fá að búa hér fólk sem er tilbúið að sverja hátíðlega eiðsafi við sína eigin guði og æðstu gildi, ættjörð og fjölskyldu og að ætla að standa vörð um lýðræði, frelsi og mannréttindi, kvenréttindi, og réttindi minnihlutahópa, kynfrelsi og tjáningarfrelsi og berjast gegn ofríki, ofsatrú og valdbeitingu í nafni trúar. Þeir sem eru ekki tilbúnir til þess þeim skal vísað beint úr landi. Fátæku fólki án menntunar á að veita bestu mögulegu menntun ef það hefur rétt innræti og gildismat til að vera verðugt að byggja þjóð sem virðir frelsi, alveg sama hver uppruni þess, trú eða stétt er. Syni vellríks Sauda eins og Bin Laden var, sem allir vissu hvernig hugsuðu og hvernig var innrættur, enda hafði hann látið frá sér ýmislegt á prenti, á að banna stranglega að sækja neina menntun til Vesturlanda og slíku fólki á að banna aðgang frá þeim löndum þar sem það vill myrða fólk, á sömu forsendum og Evrópumaður á heldur ekkert erindi til landa þar sem hann vill fremja morð á innfæddum og helst á að senda slíka menn á eyðieyju fjarri siðmenningunni. Tölurnar tala sínu máli, en ef þið viljið drepast úr snobbi, nema þið séuð bara sjálf gengin í Al Quaeda núna þegar þið vitið að þetta er menntað fólk, þá þið um það. Ég gubba yfir þessu mannhatri að ætla að velja hér inn fólk eftir menntun. 

Mundi (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 20:07

32 identicon

Við höfum bæði pláss fyrir og þörf fyrir mikið meira fólk, en við skulum velja það eftir innræti og alvöru mannkostum, ekki smáborgaramennsku eins og að halda að menn verði betri við að fá pappír í hendur eða nýtari borgarar, þó öll tölfræðin sýni verstu óvinir okkar eins og mennirnir hjá Al Quaeda og Daesh eru betur menntaðir en þeir sem vilja okkur vel, og margir meira að segja með doktorspróf í tækni- og raunvísindum. Við skulum hafna slíku mannhatri og hindurvitrum og tilraunum til að draga fólk í dilka og efast um mennsku þeirra sem hafa ekki eins fína skólagöngu að baki og drengirnir sem felldu tvíburaturnana. 

Mundi (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband