Ţverrandi lyst á list

Nokkur umrćđa hefur veriđ undanfarna daga um rithöfundarlaun og útdeilingu ţeirra. Umrćđan hefur veriđ nokkuđ á einn veg ţótt sitt sýnist hverjum.

Ađ mínu mati á fyrirkomulag eins og rithöfundarlaun fullan rétt á sér en fráleitt í ţeirri mynd sem fyrirbćriđ er rekiđ í dag. Mig grunar ađ ţeir sem, á sínum tíma, komu ţessu kerfi á hafi ekki hugsađ sér kerfiđ rekiđ međ ţeim hćtti sem gert er í dag.

Líklegra er ađ ţeir hafi hugsađ ţađ til hjálpar ungum og efnilegum listamönnum til sjálfbćrni. Svo er ađ sjá ađ ţeir listamenn sem helst eru sjálfbćrir í sinni list, séu og hafi veriđ áskrifendur af ţessum „atvinnuleysisbótum“ listamanna.

Eđlilegt er ađ laun til listamanna vćru, eins og í hinu almenna atvinnuleysisbótakerfi, greidd ţeim sem litlar eđa engar tekjur hafa af sinni listsköpun en ekki ţeim sem nćgar tekjur hafa og eru fullfćrir ađ lifa af sinni list.

Í almenna atvinnuleysisbótakerfinu falla menn af bótum eftir tvö og hálft ár hvernig sem ađstćđur bótaţegans eru , engin miskunn ţar. Skilyrt er ađ bótaţegi tilkynni mánađarlega ađ hann sé virkur í atvinnuleit og hver króna sem bótaţeginn vinnur sér inn er dregin frá bótum.

Eđlilega.

Ekkert slíkt ţak eđa skerđingarákvćđi er á ţessum svokölluđu listamannalaunum, ekki er spurt hvort eftirspurn sé eftir listsköpun viđkomandi. Ekki er gerđ krafa um lágmarks framleiđni styrkţega eđa ţá ađ viđkomandi sinni listsköpun yfir höfuđ.

Er ţađ eđlilegt?

Nefna má dćmiđ um „listamanninn“ sem kjörinn var á Alţingi, sjálfgefiđ ţótti ađ hann hélt sínum heiđurslaunum óskertum ţótt hann vćri á sama tíma á ríflegum launum hjá ríkinu sem ţingmađur.

Ýmislegt bendir til ađ ákveđiđ krosstengsla tryggingarkerfi hafi myndast varđandi úthlutun nefndra listamannalauna, án ţess ađ fullyrt sé nokkuđ í ţá veru.

Svona "listileg" međferđ á almannafé er sannarlega ekki til ţess fallin ađ auka lyst almennings á list.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.