Kúkur í lauginni

Þrælahaldsmálið í Vík í Mýrdal er sennilega alvarlegasta saursýnið sem tekið hefur verið úr íslensku atvinnulífi.

Víkurprjón var snöggt upp á lagið og rifti samningi við undirverktaka sinn, þrælahaldarann.  Hjá Víkurprjóni voru menn, að sögn, grunlausir um framferði skítseyðisins. Vonandi er það rétt.

Víða er framleiðslustarfsemi með svipuðum hætti og í Vík. Undirverktakar, sem taka að sér ákveðna verkþætti fyrir önnur fyrirtæki og framleiðendur. Margir þeirra hafa erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.

Mig grunar að víða sé þjónusta undirverktaka verðlögð með þeim hætti að verkaupum sé, eða ætti að vera, ljóst að greiðslurnar geti engan vegin staðið undir samningsbundnum launum og gjöldum þeim tengdum, hvað þá meira.

Þá eru klárlega fleiri lortar í lauginni en bara þeir sem fljóta á yfirborðinu.


mbl.is Mansalsmál: Gæsluvarðhald í mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála síðasta ræðumanni.

Sigurður Haraldsson, 19.2.2016 kl. 21:55

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Axel Jóann, það er hörmulegt að svona skuli vera að gerast hér hjá okkur einfeldningunum, en ekki einstakt og verður vaxandi á meðan hér eru eingin landamæri. 

Á Siri Lanka býr allt önnur tegund og gildir það jafnt við um þrælahaldarann og þrælanna og ætti að hringja bjöllum, sem og með ýmsa aðra jafnvel nær okkur. 

Við getum meira að segja séð þetta sjálf ef við nennum að horfa í kringum okkur.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.2.2016 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.