Sigmundur skaut sig í formannsfótinn

Sennilega hefði Sigmundur Davíð unnið formannsslaginn í dag og það með nokkrum mun, ef hann og aðstoðarmenn hans hefðu ekki látið heimskuna hlaupa með sig í gönur.

Það var hreint út sagt ótrúleg hugdetta að það væri sniðugur leikur í stöðunni að slökkva á útsendingunni frá þinginu fyrir ræðu Sigurðar Inga.

Tæknimenn Háskólabíós hafa staðfest að þeir hafi fengið fyrirmæli um að streyma aðeins ræðu Sigmundar.

Broslegar skýringar Jóhannesar útskýrara, aðstoðarmanns Sigmundar, á gjörningnum hafa svo rekið síðustu líkkistunaglana í formannsferil Sigmundar og fært Sigurði Inga sigurinn á silfurfati.

Sigmundur virðir ekki leikreglur og kann því ekki að taka ósigri, brotthvarf hans af þinginu í fússi staðfestir það.

Gaman verður að sjá næstu leiki Sigmundar og hverjum hann kennir um. Öllum nema sjálfum sér.

Þá verða margir sárir, helst þeir sem unnið hafa fyrir hann skítverkin.


mbl.is „Nú snúum við bökum saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er þá ekki eftiráskyrandinn kominn af launaskrá?

Jónas Ómar Snorrason, 2.10.2016 kl. 21:05

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sérframboð?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2016 kl. 21:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jónas, Sigmundur hafði sem flokksformaður aðstoðarmann launaðan af ríkinu, téðan Jóhannes útskýrara. Sá réttur er væntanlega niðurfallin eftir byltuna í dag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2016 kl. 21:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki yrði það leiðinlegt Heimir og alveg í anda Sigmundar. Fráfæruflokkurinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2016 kl. 21:24

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Er kannski ekki rétt af okkur öllum mismikið og alvarlega gölluðum, að gefa öllum þessum umdeildu flokks-mönnum og formanna-dilkadregnu einstaklingum nýtt tækifæri?

Tækifæri til að starfa nú út frá sínum eigin styrkleikum, í átt að velferð sinna sjálfra hugsjóna af heilum hug?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2016 kl. 21:40

6 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Það kann að vera að þetta atriði hafi haft áhrif og einnig það að hann skammtaði Sigurði aðeins 15 mínútur en sjálfum sér 60 mínútur. Þarna vantaði allar sanngirni hjá Sigmundi.

Sveinn R. Pálsson, 2.10.2016 kl. 21:41

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Anna, ef þú ert að meina Sigmund Davíð þá fer það alveg eftir honum sjálfum hvort hann á möguleika á öðru tækifæri. Það fer alveg eftir því hvernig hann spilar úr stöðunni. Hann er sjálfur sinn gæfusmiður. Ef hann teflir það tafl með sömu taktík og hann gerði fram að þessu, þá mun sá möguleiki renna honum úr greipum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2016 kl. 21:48

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sveinn, góður punktur, hefur haft sitt að segja líka. Öll skipulagningin raunar var á sömu lund. Í upphaflegu fundardagskránni var ekki gert ráð fyrir að Sigurður Ingi tæki til máls hvað þá meira. Nei í orðabók Sigmundar er ekkert til sem heitir sanngirni!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2016 kl. 21:56

9 identicon

Bíddu við voru ekki þeir sem komu til með að kjósa allir staddir í Háskólabíói?  Ekkert truflaði þá í að hlusta á ræðurnar þar?

Hvert var þá vandamálið hafi nú Sigmundur verið svo lævís að slökkva á útsendingu Sigurðar Inga?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 22:57

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Já, það er víst satt og rétt að hver er sinnar gæfusmiður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2016 kl. 23:03

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, það að SDG hafi kannski skrúfað niður í SIJ breytti ekki því að flokksmenn sem kosningarétt höfðu gátu hlustað.  Það er ekki málið.  Það er stjórnunarstíllinn.  Svona:  Ég á´etta. ég má´etta stillinn.  Stíll SDG hefur verið soldið þannig og alveg uppá borði að SIJ var ekki hátt skrifaður hjá honum eftir að mótframboðið kom fram.  SDG hélt sínu striki alveg til enda.  Hvernig lýsti SIJ því? Að sumir settu undir sig hausinn og rækjust að lokum á vegg?  Hann sagði eitthvað svoleiðis í ræðunni.  

Ljóst er að SDG og hans kjarnastuðningsmenn lögðu allt undir, - en var hafnað af framsóknarmönnum.  Hafnað.  Þeir felldu hann.  Vildu hann ekki sem formann.

Ég held að sérframboð verði SDG erfitt á landsvísu.   Það skipti svo miklu máliað hafa þennan gamla flokk og stjórna úr því skjóli.  

Það er allt svo fljótt að breytast í pólitík og jafnvel orðið Icesave er farið að hljóma torkennilega.

En SDG sagði þarna, að hann hefði skildur við stuðningsmenn sína á Austurlandi og þar með gaf hann í skyn að hann mundi bara halda áfram þar.  Kæmist léttilega á þing.  En verður hann ekki alveg einangraður í ramsókn eftir þetta?  Ég held það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2016 kl. 00:36

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ómar og Bjarni auðvitað heyrðu þeir sem atkvæðisrétt höfðu mál beggja. En það er ekki málið heldur að þeim var einfaldlega nóg boðið yfir vinnubrögðunum formannsins. Hann reyndi að hafa rangt við, svindlaði með öðrum orðum.

Sigmundur sýndi þinginu hverskonar loddari hann er.

Sigmundur er nógu grunnhyggin og hvatvís til að rjúka í sérframboð, vonandi gerir hann það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2016 kl. 04:35

13 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Menn verða að átta sig á því að þetta formannskjör mun framlengja líf þessarar ömurlegu ríkisstjórnar.

Sveinn R. Pálsson, 3.10.2016 kl. 07:14

14 identicon

Algjört aukaatriði en engu að síður er mér forvitni á að vita hver gaf starfsmönnum Háskólabíós  fyrirmæli um að slökkva á streyminu þaðan að ræðu Sigmundar lokinni.

Agla (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 08:24

15 identicon

Þannig að "mótívið" fyrir enn einum meintum glæp Sigmundar D. vantar.

Hann á semsagt að hafa legið á því lúalagi að skrúfa fyrir útsendingu frá Sigmundi Inga, af því bara!  ;-) 

Ætli fólk sé farið að hræða börn sín til hlýðni með S.D.? ;-) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 09:53

16 identicon

Sigurði Inga átti þetta náttúrulega að vera.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 09:54

17 Smámynd: Haukur Árnason

Væri ekki upplagt að fá vita hver gaf fyrirmæli um að stoppa útsendinguna. Var það einhver úr stuðningsliði Sigmundar, eæa Sigurðar Inga. Hvort er trúlegra ?

Haukur Árnason, 3.10.2016 kl. 10:27

18 identicon

Sammála þér.  Og að kenna tæknimönnum um "mistökin" minnir á "mistökin" sem urðu þegar Höskuldur "vann" fyrir "mistök" um árið.  Þarna átti að niðurlægja Sigurð Inga, rétt eins og Höskuld áður.  Ég get ekki skilið þetta öðruvísi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband