Mismunandi gildismat

Í föstudagsblaði 24ja stunda var stutt grein á forsíðunni sem vakti athygli mína.

„Kynmök við girðingu.“ En þar segir frá manni sem sætir ákæru vegna meintra kynmaka hans við girðingu í miðborg Lundúna. Sakborningurinn  segir málið á misskilningi byggt.  Svo lýkur fréttinni á því að karlmaður í Skotlandi, hafi í síðustu viku verið dæmdur í þriggja ára fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að hafa kynmök við reiðhjól.  Ekki var þess getið hvort hjólinu og girðingunni hafi verið boðið upp á áfallahjálp og sálfræðiaðstoð.

Þetta er allt dálítið broslegt svo ekki sé meira sagt.

En það er hinsvegar ekki broslegt að Íslenskir dómstólar skuli telja það minna mál og léttvægara að nauðga konum og misnota börn en Bretar telja kynferðislegt fitl við girðingar og reiðhjól!

 En af dómum, mörgum hverjum hér á landi, sem kveðnir hafa verið upp í nauðgunar-  og misnotkunarmálum, verður ekki annað séð en að akkúrat þannig sé það.  

Dómar í þessum málum hér á landi eru þjóðarskömm!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.