Super bowl og ofurpiss

Super bowl er eitthvert vinsælasta sjónvarpsefnið í USA.  Ekki ætla ég að ræða um íþróttina hér enda tel ég íþróttir yfir höfuð  lélegt sjóvarpsefni. Auglýsingar spila stórt hlutverk í Super bowl eins og víðar. Hlé, hálfleikur, kvartleikur  eða hvað þetta nú heitir, eru gernýtt fyrir auglýsingar út í gegn. Ég heyrði að 30 sek. kostuðu 300 milljónir eða 10 millj. hver sek.

Kanarnir eru klikk og kannski einmitt þess vegna eru þeir með ýmsa fáránlega tölfræði á hreinu. Þeir hafa fundið það út að frárennsliskerfið (klóakið) víða sé á þolmörkum í hléum í Super bowl. Á engum tímum öðrum sé meira um „niðursturt“, eins og það var orðað í RUV í morgun. Þannig að það eru auglýsendur sem borga fyrir pissið.

En til allrar hamingju eru margir Kanar með sjónvarp á salerninu þannig að ekki er víst að þeir missi alveg af boðskap auglýsinganna. Á það hljóta auglýsendur að treysta enda til hvers væri  peningunum annars varið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband